Lífið

Bransinn bregst við nýjum takmörkunum: „Reiður og sár“

Stefán Árni Pálsson skrifar
fgsfhsfh

Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns.

Tveggja metra reglan tekur aftur gildi og er því ekki lengur valkvæð. Þá verða breytingar á landamærunum. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í dag. Reglurnar byggja á tillögum landlæknis sem ráðherra segist hafa samþykkt.

Tíðindin komu sumum Íslendingum í opna skjöldu og þá sérstaklega tónlistarmönnum en hertar aðgerðir hafa mikil áhrif á lifibrauð þeirra.

Bubbi Morthens er heldur betur ekki sáttur og segir að ferðamannabransinn ráði för á Íslandi. Við hin þurfum að taka höggið.

Emmsjé Gauti var ekki bjartsýnn fyrir blaðamannafundinn sem hófst klukkan 11 fyrir hádegi.

Og kannski var það skiljanlegt.

 Aron Kristinn Jónasson úr ClubDub segist vera orðinn atvinnulaus.

 Viðburðahaldarinn Steinþór Helgi Arnsteinsson birti nokkuð lýsandi tíst.

Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður og umboðsmaður, þakkar ríkisstjórninni fyrir „að draga okkur líka í svaðið.“

 Tónlistarmaðurinn Young Nazareth slær á létta strengi.

Leikkonan Saga Garðarsdóttir væri til í að loka landinu fyrir ferðamönnum. 

 Hagfræðingar finna til með tónlistarfólki. 

Króli er ekki hrifinn af ferðamannaiðnaðinum. 

Jónas Óli, plötusnúður og meðeigandi á B5, er farinn að hugsa út í Skaupið. Hann er ekki sáttur með hertar aðgerðir.

Blaðamannafundurinn skemmti samt sumum. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×