Íslenski boltinn

Óskar Örn: Loksins þegar við spilum virki­lega vel gátu á­horf­endur ekki séð leikinn

Andri Már Eggertsson skrifar
Óskar Örn Hauksson, er fyrirliði Íslandsmeistara KR.
Óskar Örn Hauksson, er fyrirliði Íslandsmeistara KR. vísir/bára

Spilað var í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Á Meistaravöllum fór fram leikur KR og Fjölnis. Leikurinn endaði með 2-0 sigri heimamanna og verða þeir því í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð.

„Ég var mjög ánægður með liðið mitt í dag þetta var góður leikur hjá okkur, þetta var líklega okkar besti leikur í talsverðan tíma okkur hefur ekki tekist að vinna síðustu tvo leiki svo það var mjög kærkomið að vinna í kvöld,” sagði Óskar Örn ánægður eftir leikinn.

KR sýndi mikinn aga í sínum leik í kvöld þar sem þeir héldu boltanum vel innan lið. Þeir spiluðu upp á sína kosti sem þeir voru ekki búnir að gera í síðustu leikjum sínum.

„Við höfðum trú á því sem við lögðum upp með að gera í kvöld, það var markalaust í hálfleik en þó hefði ég verið til í að vera með eina eða tveggja marka forrystu þegar gengið var til búningsherbergja en mjög sætt að klára þetta 2-0 þar sem þetta var heilt yfir góður leikur hjá okkur í kvöld,” sagði Óskar um spilamennsku liðsins í kvöld.

Óskar Örn vildi ekki óska eftir neinum mótherja í bikarnum þar sem hann vissi ekki hvaða lið höfðu tryggt sér í 8 liða úrslitin. Hann segir að ef KR ætlar að vera bikarmeistari þurfa þeir að vinna öll bestu liðin og er stefna KR að vinna bikarinn og því væri gott að fá heimaleik.

„Það var leiðinlegt loksins þegar við spilum virkilega vel gátu áhorfendur ekki séð leikinnokkar á Meistaravöllum, mér fannst við spila mjög góðan bolta í kvöld og hefðum við átt að skora fleiri mörk,” sagði Óskar Örn aðspurður hvernig var að spila fyrir luktum dyrum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×