Vilja spila stoltum Frömurum sem eiga koma félaginu þangað sem það á heima Anton Ingi Leifsson skrifar 31. júlí 2020 19:00 Jón Þórir hefur gert flotta hluti með Fram. vísir/skjáskot Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram í Lengjudeildinni, segir að markmið félagsins sé að komast aftur í deild þeirra bestu en Fram hefur ekki leikið í efstu deild síðan 2014. Fram komst í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins í gær með sigri á Fylki í vítaspyrnukeppni en gengi Fram hefur verið gott á leiktíðinni. „Við höfðum spilað þrjá leiki gegn Fylki þegar kom að þessum leik og við töldum að við ættum möguleika en eftir dráttinn er Fylkir búið að vera á góðu „rönni“ svo það var ljóst að þetta yrði erfiður leikur,“ sagði Jón Þórir. Liðið er í 4. sæti Lengjudeildarinnar, einu stigi frá ÍBV sem er í öðru sætinu og tveimur stigum frá Leikni sem er á toppnum en Keflavík er í 3. sætinu með jafn mörg stig og Fram. „Það er stefnan. Við erum einn af þessum fjórum til fimm klúbbum sem verður að berjast um þetta og maður á alveg eins von á því að það verði fram á síðustu stundu.“ „Við stefnum á því að vera þar og vonandi verðum við í þeirri stöðu þegar stutt er eftir af mótinu. Okkur hefur gengið vel þessa daganna og höfum verið að vinna í þessum hlutum síðustu tvö ár. Maður hefur væntingar og vonir að við uppskerum í samræmi við það.“ Jón Þórir segir að félagið leggi mikið upp úr því að fá Framara sem vilja spila fyrir félagið og séu stoltir félagsmenn. „Við viljum fá leikmenn sem hafa einhverja tengingu við félagið, ef að það er hægt. Við erum að keyra á að menn séu stoltir að spila fyrir félagið og ég held að það á endanum skili árangri. Þegar þú nærð að búa til leikmannahóp sem vill leggja sig fyrir félagið.“ „Við tölum mikið um það að menn séu stoltir að vera með merkið á brjóstið þegar við löbbum inn á völlinn og við viljum að þeir spili leikinn þannig fyrir fólk sem stendur að þessum aldagamla klúbbi. Við viljum koma honum þangað sem hann á heima.“ Klippa: Sportpakkinn - Jón Sveinsson Mjólkurbikarinn Lengjudeildin Fram Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram í Lengjudeildinni, segir að markmið félagsins sé að komast aftur í deild þeirra bestu en Fram hefur ekki leikið í efstu deild síðan 2014. Fram komst í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins í gær með sigri á Fylki í vítaspyrnukeppni en gengi Fram hefur verið gott á leiktíðinni. „Við höfðum spilað þrjá leiki gegn Fylki þegar kom að þessum leik og við töldum að við ættum möguleika en eftir dráttinn er Fylkir búið að vera á góðu „rönni“ svo það var ljóst að þetta yrði erfiður leikur,“ sagði Jón Þórir. Liðið er í 4. sæti Lengjudeildarinnar, einu stigi frá ÍBV sem er í öðru sætinu og tveimur stigum frá Leikni sem er á toppnum en Keflavík er í 3. sætinu með jafn mörg stig og Fram. „Það er stefnan. Við erum einn af þessum fjórum til fimm klúbbum sem verður að berjast um þetta og maður á alveg eins von á því að það verði fram á síðustu stundu.“ „Við stefnum á því að vera þar og vonandi verðum við í þeirri stöðu þegar stutt er eftir af mótinu. Okkur hefur gengið vel þessa daganna og höfum verið að vinna í þessum hlutum síðustu tvö ár. Maður hefur væntingar og vonir að við uppskerum í samræmi við það.“ Jón Þórir segir að félagið leggi mikið upp úr því að fá Framara sem vilja spila fyrir félagið og séu stoltir félagsmenn. „Við viljum fá leikmenn sem hafa einhverja tengingu við félagið, ef að það er hægt. Við erum að keyra á að menn séu stoltir að spila fyrir félagið og ég held að það á endanum skili árangri. Þegar þú nærð að búa til leikmannahóp sem vill leggja sig fyrir félagið.“ „Við tölum mikið um það að menn séu stoltir að vera með merkið á brjóstið þegar við löbbum inn á völlinn og við viljum að þeir spili leikinn þannig fyrir fólk sem stendur að þessum aldagamla klúbbi. Við viljum koma honum þangað sem hann á heima.“ Klippa: Sportpakkinn - Jón Sveinsson
Mjólkurbikarinn Lengjudeildin Fram Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira