„Fékk vandamálin beint í æð“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. ágúst 2020 14:29 Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Sölvi skrifaði fyrir ári síðan uppgjörsbók Björgvins, þar sem Björgvin lýsti andlegu og líkamlegu hruni sínu, þar sem hann meðal annars fékk ofsakvíðakast á miðju stórmóti í handbolta. Björgvin hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið hörðum höndum að því að koma líkamskerfinu sínu í betra stand. Hann var í mörg ár með allt of lágt testósterón, sem hann tengir við sístreituástand til margra ára. Eftir að hafa lagt allt í sölurnar við að skilja ástand sitt og koma því í lag segist Björgvin sjá gríðarlegan mun og hann segist meðal annars hafa tvöfaldað testósterón-magnið í líkama sínum með öndunaræfingum, breyttri næringu og betri hvíld. Björgvin og eiginkona hans Karen Einarsdóttir, eiga von á sínu fjórða barni. Björgvin tengir þetta beint við þá vinnu sem hann hefur unnið á líkamsstarfsemi sinni, enda er þetta í fyrsta sinn sem Karen er ólétt án þess að það þurfi aðstoð til. Fallegt ferðalag „Svo kemur sá tímapunktur að konan mín verður ólétt og þá áttar maður sig á því að þetta hefur allt áhrif. Við eigum þrjú börn núna eftir níu meðferðir, en svo kemur eitt bara óvænt. Ég hef verið í blóðprufum alveg síðan að ég hrundi og nú sé ég breytingarnar þar og þetta súmmerar í raun mjög fallega upp mitt ferðalag,“ segir Björgvin. Klippa: Fékk vandamálin beint í æð Sölvi og Björgvin skrifuðu sem fyrr segir uppgjörsbók Björgvins Páls, sem kom út síðustu jól, þar sem Björgvin ræddi mikið um erfiða barnæsku sína og hve litlu munaði að hann hefði endað á verulega slæmum stað. Þeir ræddu um bókina og eftirmála hennar í viðtalinu: „Eftir þrjá mánuði var ég kominn með 300 skilaboð og ég fékk vandamálin beint í æð. Þá fékk ég vandamálin í fangið og áttaði mig fyrir alvöru á því hve vandamálin í samfélaginu eru mikil. Og þegar foreldrar voru að senda á mig og segja mér að börnin sín væru einhvern vegin fór ég alltaf beint í að spyrja foreldrið hvernig því liði sjálfu. Þá koma yfirleitt sömu einkenni fram og í ljós kemur að fullorðna fólkinu líður illa líka,” segir Björgvin, sem er með verkefni í vinnslu, þar sem hann ætlar að fara inn í grunnskóla landsins. Í viðtalinu fara Sölvi og Björgvin yfir sögur í kringum landsliðið, barnæskuna, leiðina út úr andlega hruninu og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Sölvi skrifaði fyrir ári síðan uppgjörsbók Björgvins, þar sem Björgvin lýsti andlegu og líkamlegu hruni sínu, þar sem hann meðal annars fékk ofsakvíðakast á miðju stórmóti í handbolta. Björgvin hefur undanfarið eitt og hálft ár unnið hörðum höndum að því að koma líkamskerfinu sínu í betra stand. Hann var í mörg ár með allt of lágt testósterón, sem hann tengir við sístreituástand til margra ára. Eftir að hafa lagt allt í sölurnar við að skilja ástand sitt og koma því í lag segist Björgvin sjá gríðarlegan mun og hann segist meðal annars hafa tvöfaldað testósterón-magnið í líkama sínum með öndunaræfingum, breyttri næringu og betri hvíld. Björgvin og eiginkona hans Karen Einarsdóttir, eiga von á sínu fjórða barni. Björgvin tengir þetta beint við þá vinnu sem hann hefur unnið á líkamsstarfsemi sinni, enda er þetta í fyrsta sinn sem Karen er ólétt án þess að það þurfi aðstoð til. Fallegt ferðalag „Svo kemur sá tímapunktur að konan mín verður ólétt og þá áttar maður sig á því að þetta hefur allt áhrif. Við eigum þrjú börn núna eftir níu meðferðir, en svo kemur eitt bara óvænt. Ég hef verið í blóðprufum alveg síðan að ég hrundi og nú sé ég breytingarnar þar og þetta súmmerar í raun mjög fallega upp mitt ferðalag,“ segir Björgvin. Klippa: Fékk vandamálin beint í æð Sölvi og Björgvin skrifuðu sem fyrr segir uppgjörsbók Björgvins Páls, sem kom út síðustu jól, þar sem Björgvin ræddi mikið um erfiða barnæsku sína og hve litlu munaði að hann hefði endað á verulega slæmum stað. Þeir ræddu um bókina og eftirmála hennar í viðtalinu: „Eftir þrjá mánuði var ég kominn með 300 skilaboð og ég fékk vandamálin beint í æð. Þá fékk ég vandamálin í fangið og áttaði mig fyrir alvöru á því hve vandamálin í samfélaginu eru mikil. Og þegar foreldrar voru að senda á mig og segja mér að börnin sín væru einhvern vegin fór ég alltaf beint í að spyrja foreldrið hvernig því liði sjálfu. Þá koma yfirleitt sömu einkenni fram og í ljós kemur að fullorðna fólkinu líður illa líka,” segir Björgvin, sem er með verkefni í vinnslu, þar sem hann ætlar að fara inn í grunnskóla landsins. Í viðtalinu fara Sölvi og Björgvin yfir sögur í kringum landsliðið, barnæskuna, leiðina út úr andlega hruninu og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira