Lífið

Stolið af Sóla og Viktoríu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sóli segir farir sínar ekki sléttar á Instagram. 
Sóli segir farir sínar ekki sléttar á Instagram. 

Uppistandarinn og sjónvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm Sólmundarson greinir frá því á Instagram að farið hafi verið inn í bifreið hans og unnustu hans Viktoríu Hermannsdóttur í fyrri nótt.

Þar hafi þjófur verið á ferð og náð að taka með sér tvenn Bose heyrnatól og Ray Ban sólgleraugu.

Sóli segir aftur á móti að þjófurinn hafi skilið eftir H&M sólgleraugu. Hann auglýsir eftir upplýsingum um atvikið. Um er að ræða grá Bose heyrnatól með málningarslettum á og einnig svört. Slík heyrnatól kosta um fimmtíu þúsund krónur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.