„Fólk er endalaust að herma eftir náunganum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 09:30 Alina Vilhjálmsdóttir lét draum sinn rætast og aðstoðar nú brúðhjón við að skipuleggja stóra daginn. Hún hannar einstök boðskort út frá persónulegum smekk brúðhjónanna. Mynd/@icelandelopement Þegar Alina Vilhjálmsdóttir missti vinnuna ákvað hún að láta drauminn rætast og byrja með sitt eigið fyrirtæki. Alina rekur fyrirtækið Andartak sem aðstoðar brúðhjón við undirbúninginn, meðal annars með persónulegum boðskortum. Hún segir að of margir hermi eftir öðrum í stað þess að láta brúðkaupið vera persónulegt á allan hátt. „Þegar ég lít til baka held ég að það að skapa hefur alltaf verið mín braut í lífinu. Ég hef alltaf sett mér allskonar plön í lífinu frá því að vilja verða ballerína, stofna blómabúð og svo búa til tölvuleiki. En ég hef þó lært það hægt og smátt að lífið er ekki bara bein braut og stundum gerast hlutir án þess að maður ætli sér þá. Seinasta markmið var að skapa tölvuleiki en eftir að hafa áttað mig á því að sá heimur er ekki fyrir mig þá fann ég minn drauma feril í brúðkaups-iðnaðinum. Ég missti svo vinnuna nýlega svo ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og leggja allt mitt hjarta í þetta og vona það besta.“ Fullkomið starf Það lítur út fyrir að sumarið 2021 verði brúðkaupssumarið mikla, enda var mörgum 2020 brúðkaupum frestað um ár. Eins og kom fram á Vísi í vikunni eru veislusalir að verða uppbókaðir næsta sumar og mörg brúðhjón byrjuð að skipuleggja stóra daginn sinn svo Alina hefur nóg að gera. „Hver ákvörðun sem ég hef tekið hefur snúist um það að skapa eitthvað fallegt fyrir fólk í kringum mig. Ég nýt þess að plana veislur, gleðja aðra og spá í öllum litlu smáatriðunum sem koma að því. Þess vegna held ég að þetta starf er fullkomið fyrir mig. Ég er með fjölbreytt safn af hæfileikum og nýt þá alla til að skapa persónulega og einstaka hönnun fyrir pörin sem ég vinn með. Ég met það mikils að mynda tengsl við alla sem ég vinn með og vera lítill partur af deginum þeirra, sem og færa þeim gleði og hamingju með verkum mínum.“ Boðskortshönnun Alinu kemur úr ýmsum áttum en náttúran færir henni þó mesta innblásturinn. „Ég elska að labba um í skóginum, hlusta á söng fuglanna og finna lyktina af trjánum, það er stór ástæða þess að allar línurnar mínar heita eftir íslenskum blómum.“ Alina hefur alltaf verið að skapa eitthvað og nýtir hún menntunina og reynsluna í þessu nýja fyrirtæki. „Ég byrjaði sköpunarferilinn minn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ þar sem ég lærði fatahönnun og var alveg staðráðin í því að verða fatahönnuður. Lífið leiddi mig þó í aðra átt og prófaði ég forritun í eitt ár við HR en það var alls ekki nógu skapandi fyrir mig. Með litlum fyrirvaravara komst ég svo inn í Margmiðlunarskólann þar sem verið er að kenna allt sem kemur magmiðlun við svo sem tölvuleikjagerð, hreyfimyndagerð og VFX. Eftir að ég kláraði hann komst ég inn í Arts University Bournemouth í Englandi og kláraði þar með námið mitt með BA gráðu. Ég hef mikla ástríðu fyrir öllu sem kemur við hönnun og ef það er eitthvað sem ég er óviss með eða kann ekki mun ég alltaf taka námskeið og koma mér inn í það. Eftir að ég ákvað að stökkva inn í þetta verkefni hef ég tekið námskeið á netinu sem snerti á því að skapa vörumerki, setja saman myndatökur og hvernig á að markaðsetja sig á Instagram svo eitthvað sé nefnt. Ég er þó alltaf að læra og held augunum alltaf opnum fyrir tækifærum og nýjum námskeiðum sem geta bætt þekkingu mína og jafnvel boðið upp á eitthvað sem er ekki enn til hér á landi.“ Mikilvægt að muna litlu hlutina Eftir að gifta sig sjálf á síðasta ári, áttaði Alina sig á því að það væri skemmtilegt að skipuleggja brúðkaup og fara í gegnum þetta ferli. „En á sama tíma var það pínu ergjandi þar sem það var svo lítið úrval af hlutum. Mér langaði að hafa boðskortin mín persónuleg og öðruvísi en fannst fyrirtæki sýna ótrúlega lítið af hugmyndum fyrir mann til að vinna út frá. Þess vegna ákvað ég að hanna mín eigin þar sem ég er með mikla þekkingu á Photoshop og gat alveg hannað þau frá grunni ásamt því að setja saman vefsíðu þar sem fólk gat farið inn á til að svara boðinu. Þessi iðnaður kallar mikið til mín þar sem ég elska að vinna með fólki, skapa fyrir það drauma brúðkaupið og spá í öllu litlu hlutunum sem svo margir spá bara alls ekki í en gerir daginn mun einstakari.“ Alina hefur sett sér stór markmið fyrir fyrirtækið sitt. „Markmiðið mitt er að hækka staðlana á þessum iðnaði hér á landi og í huga fólks, við höfum svo háa staðla fyrir öllu öðru í kringum okkur eins og mat, hönnun og fatnaði en brúðkaup eru mjög mikið að falla fyrir aftan að mínu mati. Fólk er endalaust að herma eftir náunganum og alls ekki að spá í að gera brúðkaupsdaginn persónulegan og að degi sem endurspeglar þau. Allt of margir vilja einfaldlega klára það af og jafnvel gera það eins ódýrt og hægt er. Mér langar að sýna fólki að það er hægt að gera meira fyrir minna og sýna þeim möguleikana, veita þeim innblástur og hjálpa þeim að skapa draumabrúðkaupið.“ Boðskort meira en bara falleg Hún segir mikilvægt að brúðhjón haldi draumabrúðkaupið sitt, óháð því hvað aðrir eru að gera. „Ég hef alltaf elskað að klæða mig upp í kjóla og vera súper fín og það er ekki verra að eiga mann sem er sammála manni í því. Við höfum fengið það hrós að við erum alltaf fín, jafnvel á venjulegum þriðjudegi, og okkar sýn á brúðkaupi er örugglega öðruvísi en hjá flestum. Það sem við elskum mest við brúðkaupsdaginn er auðvitað að koma saman og halda upp á þennan fallega dag með fjölskyldunni og ástvinum en það var líka bara svo gaman að geta klætt sig upp og líða eins og konungsfólk sem er að halda ball í einn dag á ævinni. Okkur fannst að maturinn ætti að vera geggjaður, vínið gott og tónlistin klassísk og alls ekki truflandi. Við vorum ekki með skemmtiatriði eða djamm fram á nótt, því það er ekki við. Okkar markið var einmitt að gera eitthvað sem endurspeglaði okkur sem par, ekki bara það sem aðrir voru að gera. Það er einmitt það sem er skemmtilegast við brúðkaup, þetta er dagurinn þinn og þú ert með leyfi til að gera hann eins og þér sýnist.“ Alina segir að boðskortin séu mikilvægur hluti af brúðkaupinu. „Það sem skiptir mig mestu máli, og ástæðan fyrir því að ég stofnaði þetta fyrirtæki, er að boðskort séu meira en bara falleg heldur að þau endurspegli þig, maka þinn og brúðkaupið ykkar. Boðskort geta verið meira en bara fallegur pappír heldur geymir hann minningu og segir sögu brúðkaupsdagsins. Þetta er eitthvað sem þú munt varðveita og börnin þín, eða jafnvel barnabörn, geta skoðað sem eitt af fáu hlutunum sem eru í föstu formi frá brúðkaupsdeginum ykkar. Það er líka fátt annað skemmtilegra en að fá fullt af hrósum fyrir fallegu boðskortin sem þú sendir vinum og sjá þau svo innrömmuð inni á gangi, þegar þú kemur í heimsókn til þeirra, því þeim þótti svo vænt um þennan fallega dag. Það gefur þeim svo mikla ánægju - að minnast þess hve gaman það var á deginum þínum - í hvert sinn sem þau labba fram hjá kortinu. Við höfum nefnilega þá tilhneigingu að leggja meira gildi á að komast á leiðarenda frekar en ferðalagið sjálft. Við gleymum því oft að þau augnablik sem við sköpum með öðrum, á ferðalagi okkar, geta varið í minningu annarra að eilífu; og það gildir líka um boðskortin sem þú sendir fyrir brúðkaupsdaginn sjálfan.“ Kynnist öllum brúðhjónunum persónulega Aðal markmið Alinu er að hönnunin sé persónuleg og setur hún því mikla áherslu á sérsniðin boðskort. „Ég hanna boðskortalínu frá grunni með parinu. Ég spjalla við parið persónulega í 30 mínútna ráðgjafa símtali þar sem farið er yfir allar hugmyndirnar þeirra. Ég kynnist þeim persónulega, þeirra stíl, áhugamálum og öllu öðru sem gerir samband þeirra einstakt. Eftir það sýni ég þeim svo skissu af hugmyndinni og ef þau eru ánægð fer ég af stað í það að hanna boðskortin sem þeim hefur alltaf dreymt um og endurspeglar þau sem par.“ Það er einnig hægt að fá aðsniðin boðskort sem eru boðskort sem eru fyrirfram hönnuð og hægt að gera meira persónuleg með sínu litavali á blöðum, letri og prentaðferðum. „Ég mun persónulega vinna með parinu og setja saman fullkomna brúðkaupspakkann, svara öllum spurningum þeirra og veita þeim ráð varðandi skipulag, orðalag og hönnun. Ég býð upp á sex mismunandi aðsniðnar hannanir sem eru skipulagðar í tvær línur sem ég skýrði Agndofa mólendi og Hugfangin strönd.“ Agndofa mólendi er lína þar sem fallegir tónar koma saman af nútímalegri rómantík sem kalla fram einfaldleika og tignarlega leturgerð. Notast er við fallegar línur og tóna til að tjá framsýna hönnun sem er samt svo merkingarfull í einfaldleika sínum. Hugfangin strönd inniheldur djarfa hönnun, áberandi litir og áhugavert letur. Parið sem vill hafa það svolítið dramatískt og fágað mun finna það sem það er að leitast eftir í þessari hönnun. „Einnig er hægt að fá bréfsefni fyrir stóra daginn eins og matseðla, borðmerkingar og þakkar kort til að senda eftir veisluna. Planið er líka að geta boðið upp á aðra þjónustu eins og brúðkaups vefsíður, rafræn boðskort, vax innsigli og fullt fleira.“ Alina er sýnileg á Instagram síðunni Andartakið og er hún einnig með vefsíðu þar sem meðal annars er hægt að nálgast fría tímalínu sem auðveldar brúðhjónum að skipuleggja undirbúninginn. „Ég hlakka til að gera brúðkaupsiðnaðinn betri með því að geta boðið upp á fleiri þjónustur og gefa brúðhjónum innblástur fyrir stóra daginn. Ég trúi sterklega á það að það er meira en nóg pláss fyrir alla á þessum markaði og það, að skapa samfélag og styrkja hvort annað, mun bara leiða til betri iðnaðar fyrir okkur öll.“ Tíska og hönnun Tengdar fréttir Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. 5. ágúst 2020 13:15 Konunglegt brúðkaup fór fram í kyrrþey Beatrice prinsessa hefur gengið að eiga ítalskan unnusta sinn Edoardo Mapelli Mozzi. Ólíkt öðrum konunglegum brúðkaupum Bretlands voru hátíðarhöld hófleg og var dagsetning brúðkaupsins ekki tilkynnt. 17. júlí 2020 14:11 Héldu brúðkaup sem enginn gifti sig í Um 90 manna vinahópur hélt nú um helgina upp á sveitabrúðkaup þeirra Gumma og Urðar við mikinn fögnuð. Það er svo sem ekki í frásögur færandi að ungt par hafi ákveðið að ganga í það heilaga en það sem vekur athygli er að enginn gifti sig í raun og veru. 27. júlí 2020 14:47 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þegar Alina Vilhjálmsdóttir missti vinnuna ákvað hún að láta drauminn rætast og byrja með sitt eigið fyrirtæki. Alina rekur fyrirtækið Andartak sem aðstoðar brúðhjón við undirbúninginn, meðal annars með persónulegum boðskortum. Hún segir að of margir hermi eftir öðrum í stað þess að láta brúðkaupið vera persónulegt á allan hátt. „Þegar ég lít til baka held ég að það að skapa hefur alltaf verið mín braut í lífinu. Ég hef alltaf sett mér allskonar plön í lífinu frá því að vilja verða ballerína, stofna blómabúð og svo búa til tölvuleiki. En ég hef þó lært það hægt og smátt að lífið er ekki bara bein braut og stundum gerast hlutir án þess að maður ætli sér þá. Seinasta markmið var að skapa tölvuleiki en eftir að hafa áttað mig á því að sá heimur er ekki fyrir mig þá fann ég minn drauma feril í brúðkaups-iðnaðinum. Ég missti svo vinnuna nýlega svo ég ákvað að stökkva í djúpu laugina og leggja allt mitt hjarta í þetta og vona það besta.“ Fullkomið starf Það lítur út fyrir að sumarið 2021 verði brúðkaupssumarið mikla, enda var mörgum 2020 brúðkaupum frestað um ár. Eins og kom fram á Vísi í vikunni eru veislusalir að verða uppbókaðir næsta sumar og mörg brúðhjón byrjuð að skipuleggja stóra daginn sinn svo Alina hefur nóg að gera. „Hver ákvörðun sem ég hef tekið hefur snúist um það að skapa eitthvað fallegt fyrir fólk í kringum mig. Ég nýt þess að plana veislur, gleðja aðra og spá í öllum litlu smáatriðunum sem koma að því. Þess vegna held ég að þetta starf er fullkomið fyrir mig. Ég er með fjölbreytt safn af hæfileikum og nýt þá alla til að skapa persónulega og einstaka hönnun fyrir pörin sem ég vinn með. Ég met það mikils að mynda tengsl við alla sem ég vinn með og vera lítill partur af deginum þeirra, sem og færa þeim gleði og hamingju með verkum mínum.“ Boðskortshönnun Alinu kemur úr ýmsum áttum en náttúran færir henni þó mesta innblásturinn. „Ég elska að labba um í skóginum, hlusta á söng fuglanna og finna lyktina af trjánum, það er stór ástæða þess að allar línurnar mínar heita eftir íslenskum blómum.“ Alina hefur alltaf verið að skapa eitthvað og nýtir hún menntunina og reynsluna í þessu nýja fyrirtæki. „Ég byrjaði sköpunarferilinn minn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ þar sem ég lærði fatahönnun og var alveg staðráðin í því að verða fatahönnuður. Lífið leiddi mig þó í aðra átt og prófaði ég forritun í eitt ár við HR en það var alls ekki nógu skapandi fyrir mig. Með litlum fyrirvaravara komst ég svo inn í Margmiðlunarskólann þar sem verið er að kenna allt sem kemur magmiðlun við svo sem tölvuleikjagerð, hreyfimyndagerð og VFX. Eftir að ég kláraði hann komst ég inn í Arts University Bournemouth í Englandi og kláraði þar með námið mitt með BA gráðu. Ég hef mikla ástríðu fyrir öllu sem kemur við hönnun og ef það er eitthvað sem ég er óviss með eða kann ekki mun ég alltaf taka námskeið og koma mér inn í það. Eftir að ég ákvað að stökkva inn í þetta verkefni hef ég tekið námskeið á netinu sem snerti á því að skapa vörumerki, setja saman myndatökur og hvernig á að markaðsetja sig á Instagram svo eitthvað sé nefnt. Ég er þó alltaf að læra og held augunum alltaf opnum fyrir tækifærum og nýjum námskeiðum sem geta bætt þekkingu mína og jafnvel boðið upp á eitthvað sem er ekki enn til hér á landi.“ Mikilvægt að muna litlu hlutina Eftir að gifta sig sjálf á síðasta ári, áttaði Alina sig á því að það væri skemmtilegt að skipuleggja brúðkaup og fara í gegnum þetta ferli. „En á sama tíma var það pínu ergjandi þar sem það var svo lítið úrval af hlutum. Mér langaði að hafa boðskortin mín persónuleg og öðruvísi en fannst fyrirtæki sýna ótrúlega lítið af hugmyndum fyrir mann til að vinna út frá. Þess vegna ákvað ég að hanna mín eigin þar sem ég er með mikla þekkingu á Photoshop og gat alveg hannað þau frá grunni ásamt því að setja saman vefsíðu þar sem fólk gat farið inn á til að svara boðinu. Þessi iðnaður kallar mikið til mín þar sem ég elska að vinna með fólki, skapa fyrir það drauma brúðkaupið og spá í öllu litlu hlutunum sem svo margir spá bara alls ekki í en gerir daginn mun einstakari.“ Alina hefur sett sér stór markmið fyrir fyrirtækið sitt. „Markmiðið mitt er að hækka staðlana á þessum iðnaði hér á landi og í huga fólks, við höfum svo háa staðla fyrir öllu öðru í kringum okkur eins og mat, hönnun og fatnaði en brúðkaup eru mjög mikið að falla fyrir aftan að mínu mati. Fólk er endalaust að herma eftir náunganum og alls ekki að spá í að gera brúðkaupsdaginn persónulegan og að degi sem endurspeglar þau. Allt of margir vilja einfaldlega klára það af og jafnvel gera það eins ódýrt og hægt er. Mér langar að sýna fólki að það er hægt að gera meira fyrir minna og sýna þeim möguleikana, veita þeim innblástur og hjálpa þeim að skapa draumabrúðkaupið.“ Boðskort meira en bara falleg Hún segir mikilvægt að brúðhjón haldi draumabrúðkaupið sitt, óháð því hvað aðrir eru að gera. „Ég hef alltaf elskað að klæða mig upp í kjóla og vera súper fín og það er ekki verra að eiga mann sem er sammála manni í því. Við höfum fengið það hrós að við erum alltaf fín, jafnvel á venjulegum þriðjudegi, og okkar sýn á brúðkaupi er örugglega öðruvísi en hjá flestum. Það sem við elskum mest við brúðkaupsdaginn er auðvitað að koma saman og halda upp á þennan fallega dag með fjölskyldunni og ástvinum en það var líka bara svo gaman að geta klætt sig upp og líða eins og konungsfólk sem er að halda ball í einn dag á ævinni. Okkur fannst að maturinn ætti að vera geggjaður, vínið gott og tónlistin klassísk og alls ekki truflandi. Við vorum ekki með skemmtiatriði eða djamm fram á nótt, því það er ekki við. Okkar markið var einmitt að gera eitthvað sem endurspeglaði okkur sem par, ekki bara það sem aðrir voru að gera. Það er einmitt það sem er skemmtilegast við brúðkaup, þetta er dagurinn þinn og þú ert með leyfi til að gera hann eins og þér sýnist.“ Alina segir að boðskortin séu mikilvægur hluti af brúðkaupinu. „Það sem skiptir mig mestu máli, og ástæðan fyrir því að ég stofnaði þetta fyrirtæki, er að boðskort séu meira en bara falleg heldur að þau endurspegli þig, maka þinn og brúðkaupið ykkar. Boðskort geta verið meira en bara fallegur pappír heldur geymir hann minningu og segir sögu brúðkaupsdagsins. Þetta er eitthvað sem þú munt varðveita og börnin þín, eða jafnvel barnabörn, geta skoðað sem eitt af fáu hlutunum sem eru í föstu formi frá brúðkaupsdeginum ykkar. Það er líka fátt annað skemmtilegra en að fá fullt af hrósum fyrir fallegu boðskortin sem þú sendir vinum og sjá þau svo innrömmuð inni á gangi, þegar þú kemur í heimsókn til þeirra, því þeim þótti svo vænt um þennan fallega dag. Það gefur þeim svo mikla ánægju - að minnast þess hve gaman það var á deginum þínum - í hvert sinn sem þau labba fram hjá kortinu. Við höfum nefnilega þá tilhneigingu að leggja meira gildi á að komast á leiðarenda frekar en ferðalagið sjálft. Við gleymum því oft að þau augnablik sem við sköpum með öðrum, á ferðalagi okkar, geta varið í minningu annarra að eilífu; og það gildir líka um boðskortin sem þú sendir fyrir brúðkaupsdaginn sjálfan.“ Kynnist öllum brúðhjónunum persónulega Aðal markmið Alinu er að hönnunin sé persónuleg og setur hún því mikla áherslu á sérsniðin boðskort. „Ég hanna boðskortalínu frá grunni með parinu. Ég spjalla við parið persónulega í 30 mínútna ráðgjafa símtali þar sem farið er yfir allar hugmyndirnar þeirra. Ég kynnist þeim persónulega, þeirra stíl, áhugamálum og öllu öðru sem gerir samband þeirra einstakt. Eftir það sýni ég þeim svo skissu af hugmyndinni og ef þau eru ánægð fer ég af stað í það að hanna boðskortin sem þeim hefur alltaf dreymt um og endurspeglar þau sem par.“ Það er einnig hægt að fá aðsniðin boðskort sem eru boðskort sem eru fyrirfram hönnuð og hægt að gera meira persónuleg með sínu litavali á blöðum, letri og prentaðferðum. „Ég mun persónulega vinna með parinu og setja saman fullkomna brúðkaupspakkann, svara öllum spurningum þeirra og veita þeim ráð varðandi skipulag, orðalag og hönnun. Ég býð upp á sex mismunandi aðsniðnar hannanir sem eru skipulagðar í tvær línur sem ég skýrði Agndofa mólendi og Hugfangin strönd.“ Agndofa mólendi er lína þar sem fallegir tónar koma saman af nútímalegri rómantík sem kalla fram einfaldleika og tignarlega leturgerð. Notast er við fallegar línur og tóna til að tjá framsýna hönnun sem er samt svo merkingarfull í einfaldleika sínum. Hugfangin strönd inniheldur djarfa hönnun, áberandi litir og áhugavert letur. Parið sem vill hafa það svolítið dramatískt og fágað mun finna það sem það er að leitast eftir í þessari hönnun. „Einnig er hægt að fá bréfsefni fyrir stóra daginn eins og matseðla, borðmerkingar og þakkar kort til að senda eftir veisluna. Planið er líka að geta boðið upp á aðra þjónustu eins og brúðkaups vefsíður, rafræn boðskort, vax innsigli og fullt fleira.“ Alina er sýnileg á Instagram síðunni Andartakið og er hún einnig með vefsíðu þar sem meðal annars er hægt að nálgast fría tímalínu sem auðveldar brúðhjónum að skipuleggja undirbúninginn. „Ég hlakka til að gera brúðkaupsiðnaðinn betri með því að geta boðið upp á fleiri þjónustur og gefa brúðhjónum innblástur fyrir stóra daginn. Ég trúi sterklega á það að það er meira en nóg pláss fyrir alla á þessum markaði og það, að skapa samfélag og styrkja hvort annað, mun bara leiða til betri iðnaðar fyrir okkur öll.“
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. 5. ágúst 2020 13:15 Konunglegt brúðkaup fór fram í kyrrþey Beatrice prinsessa hefur gengið að eiga ítalskan unnusta sinn Edoardo Mapelli Mozzi. Ólíkt öðrum konunglegum brúðkaupum Bretlands voru hátíðarhöld hófleg og var dagsetning brúðkaupsins ekki tilkynnt. 17. júlí 2020 14:11 Héldu brúðkaup sem enginn gifti sig í Um 90 manna vinahópur hélt nú um helgina upp á sveitabrúðkaup þeirra Gumma og Urðar við mikinn fögnuð. Það er svo sem ekki í frásögur færandi að ungt par hafi ákveðið að ganga í það heilaga en það sem vekur athygli er að enginn gifti sig í raun og veru. 27. júlí 2020 14:47 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Veislusalir nánast fullbókaðir næsta sumar vegna samkvæma sem var aflýst í ár Mikið hefur verið um það að veislum hafi verið frestað, bæði í vor og í sumar, og hafa margir umsjónarmenn veislusala orðið varir við að fólk hafi frestað veislum fram á haust eða jafnvel næsta ár. 5. ágúst 2020 13:15
Konunglegt brúðkaup fór fram í kyrrþey Beatrice prinsessa hefur gengið að eiga ítalskan unnusta sinn Edoardo Mapelli Mozzi. Ólíkt öðrum konunglegum brúðkaupum Bretlands voru hátíðarhöld hófleg og var dagsetning brúðkaupsins ekki tilkynnt. 17. júlí 2020 14:11
Héldu brúðkaup sem enginn gifti sig í Um 90 manna vinahópur hélt nú um helgina upp á sveitabrúðkaup þeirra Gumma og Urðar við mikinn fögnuð. Það er svo sem ekki í frásögur færandi að ungt par hafi ákveðið að ganga í það heilaga en það sem vekur athygli er að enginn gifti sig í raun og veru. 27. júlí 2020 14:47