„Ég passaði bara ekki inn í mig“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. ágúst 2020 20:05 Aðsend mynd „Frá því að ég var á kynþroskaaldri þá fann ég að það var eitthvað að, alltaf einhver vanlíðan sem að ég skildi ekki.“ Þetta segir Bjarki Steinn Pétursson í viðtali við Makamál en Bjarki kom út sem transstrákur árið 2018. „Ég gat aldrei sett puttann á það hvað það var sem var að. Það var ekki fyrr en ég var 23 ára sem ég sjálfur kynntist transeinstaklingi að ég fór aðeins að tengja. Ég fann fyrir mikilli samkennd með honum og stóð mig að því að vera að taka upp hanskann fyrir honum. Ég var allt í einu farinn að fræða fólk um hans hagi án þess að hafa kannski frætt mig sjálfur um transeinstaklinga. Ég fann bara að ég skildi hann svo vel. Ljósið kviknaði ekki hjá mér strax með sjálfan mig en það kviknaði á einhverju. Þarna varð einhver tenging.“ Bjarki sem er í dag 26 ára kom út úr skápnum sem transeinstaklingur 24 ára gamall en hann segir að þá fyrst hafi hann byrjað að skilja þessa miklu vanlíðan sem hann upplifði frá kynþroskaaldri. Þegar ég var 24 ára fer ég að hugsa verulega mikið um þetta og ég fer að skoða hvernig mér leið þegar ég fékk brjóst og ég fór að breytast. Ég þoldi ekki líkamann minn. Ég meikaði ekki neitt sem dró athyglina að líkamanum mínum. Ég þoldi til dæmis ekki sund og íþróttir. Bjarki segir að til að reyna að finna sig í líkamanum sínum við kynþroskaaldurinn hafi hann tekið tímabil þar sem hann fór svolítið út í öfgar í kynhlutverki sínu sem stelpa yfir tveggja til þriggja ára tímabil. Aðsend mynd „Ég fór út í öfgar í því að vera stelpa á þessu tímabili og það voru þvílíkir skvísustælar hjá mér í klæðnaði, í hegðun og bara í öllu sem ég gerði. Mér leið hræðilega á þessum tíma og þarna var ég í rauninni bara að fela mig.“ Þegar Bjarki lítur aftur til þessa tímabils segir hann að þetta hafi verið hans tilraun til þess að passa inn í það kyn sem hann fæddist í. Ég reyndi að vera stelpulegasta stelpan, skvísulegasta skvísan. „Ákveðin kaflaskil verða svo í lífinu mínu þegar ég byrja að klæða mig í þá átt sem mér fannst passa best við mig. Ég vildi tjá mig með klæðnaðinum og fór að verða aðeins strákalegri, ef hægt er að segja það.“ Kom út úr skápnum sem lesbía Unglingsárin voru Bjarka mjög erfið og segist hann strax hafa fundið fyrir því að laðaðist að stelpum en ekki strákum. „Fyrsta skrefið í áttina að því að stíga inn í minn sannleika var þegar ég kom út úr skápnum sem samkynhneigð stelpa um fjórtán eða fimmtán ára aldurinn. Ég svaf hjá strákum í byrjun til að prófa mig áfram en það var alltaf undir áhrifum. Ég gerði þetta meira til að taka þátt í samræðum hjá vinkonum mínum. Mig langaði svo að skilja það sem þær voru að upplifa en ég tengdi aldrei við það. Ég gerði þetta bara til að reyna að passa inn.“ Bjarki segist ekki hafa sagt fjölskyldunni sinni að hann, þá hún, hafi verið að hitta stelpur þó að hann hafi verið í nokkrum samböndum á þessum tíma. „Foreldrar mínir eru af gamla skólanum og það kviknuðu engar perur hjá þeim. Þau héldu alltaf að ég ætti bara svona góðar vinkonur“, segir Bjarki og hlær. Það var ekki fyrr en vinkona mömmu segir við hana að hún hafi séð mig leiða og kyssa stelpu. Þannig að þá fyrst nálgast mamma mig með þetta. Kom þetta mömmu þinni á óvart? „Sko, ég á eina systur sem er samkynhneigð svo að hún var búin að koma út úr skápnum. Ég held að mömmu hafi meira verið brugðið að hún ætti tvær samkynhneigðar stelpur; „Ha, þú líka? Hvað þýðir það?“ Aðsend mynd Bjarki segir að þar sem að móðir hans hafi verið búin að ganga í gegnum þetta ferli einu sinni áður þá hafi hennar fáfræði fyrir samkynhneigð ekki hafa verið mikla á þessum tíma. Hún hafði stutt systur hans og fylgst með henni eiga fallegt og eðlilegt líf. Áskorun fyrir alla foreldra þegar barnið þeirra kemur út Bjarki elst upp hjá bæði mömmu sinni og pabba og segir hann föður sinn hafa tekið þessum fréttum með einstaklega mikilli ró. „Pabbi er rosalega mikill hippi þannig að hann var bara; „Já frábært, svo lengi sem börnin mín eru hamingjusöm er ég glaður.“ Þetta er auðvitað þröskuldur sem langflestir foreldrar þurfa að stíga yfir þegar barnið þeirra kemur út úr skápnum sem eitthvað annað en þetta skilgreinda norm. Þetta er áskorun fyrir alla foreldra og ég skil það svo vel. Foreldrar hafa bara áhyggjur af því að börnin þeirra muni ekki upplifa eðlilegt líf. Ég held að allir foreldrar hugsi um það hvernig samfélagið taki barninu sínu. Það vill ekkert foreldri að barnið sitt gangi í gegnum erfiðleika svo að viðbrögð foreldra litast eðlilega af því“ Þegar við tölum um það hvenær hann hafi fundið það með vissu að hann væri strákur, segir Bjarki það hafi verið þegar hann sagði það upphátt í fyrsta skipti, við núverandi kærustu sína. „Þetta byrjar að gerast þegar ég fer að horfa til baka, frá kynþroskaaldrinum upp í fullorðinsárin. Það byrjuðu að myndast allskonar tengingar. Ég talaði um þetta við kærustuna mína áður en við byrjuðum saman. Ég var að segja henni að ég þyldi ekki að vera með brjóst og hvað ég vildi óska þess að ég væri strákur. Þá sagði hún við mig: Af hverju ertu ekki bara strákur? Þetta var svo einfalt fyrir henni og þarna gerðist eitthvað hjá mér. Þegar ég sagði þetta svo upphátt í fyrsta skipti var eins og ég væri að staðfesta eitthvað fyrir sjálfum mér. Ég heyrði bergmálið. Eftir þetta var ekki aftur snúið. Mér leið eins og ég væri að frelsa mig og allt smellpassaði.“ Efinn eðlilegur partur af ferlinu Við tölum um ákvörðunina að breyta um kyn og segir Bjarki að efinn sé mjög eðlilegur í þessu ferli. „Ég upplifði vissulega efa en hann var ekki tengdur því að ég væri ekki viss um að ég væri strákur heldur efa gagnvart ferlinu öllu. Ætti ég að leggja þetta á mig að fara í gegnum þetta. Ég held að efinn sé mjög eðlilegur þáttur hjá öllum sem ganga í gegnum svona ferli.“ Þó að ég hafi löngu verið búin að samþykkja mig sem strák sem fagnaði því að vera trans þá var þetta rosalega erfitt á köflum. Áður en ég byrjaði á hormónunum til dæmis og fólk var enn að tala við mig í kvenkyni þá gekk ég í gegnum mikla vanlíðan. Ég þurfti alltaf að vera að leiðrétta fólk og þetta tók mikið á. „Allir þessi svipir þegar ég sagði nýja nafnið mitt. Öll þessi viðbrögð hjá fólki sem mér fannst á tímabili vera algjörlega óyfirstíganlegt að ganga í gegnum.“ Bjarki segir að tímabilið áður en hann fór í gegnum þessar líkamlegu breytingar hafa verið erfiðast og rosalega lengi að líða. „Mér fannst ég vera á milli tveggja heima, ég fittaði hvergi inn og ég var mjög utan gátta. Ég gat ekki séð framtíðina fyrir mér.“ Aðsend mynd Nýtt nafn, nýtt líf Ég spyr Bjarka um nafnið sem hann bar áður sem stelpa og hvernig hann hafi valið sér nýtt nafn. Það kemur smá þögn og ég sé að þessi spurning fær svolítið á hann. Þegar ég segi þetta nafn þá líður mér ekki vel. Nafnið sem transeinstaklingar bera áður en þeir skipta um kyn er kallað ghostname innan transsamfélagsins. Þetta er fortíðardraugur og eitthvað sem vekur upp mikil óþægindi og sársauka. „Margir kjósa að ræða það ekki og ég held að ég vilji það ekki. En ég get sagt þér hvernig mér leið þegar ég fékk nýja nafnið mitt,“ segir Bjarki og bros færist yfir andlitið. Bjarki tekur það fram að hann skilji það vel að fólk spyrji um gamla nafnið en jafnframt vill hann hvetja fólk til að láta það frekar vera. Hann segir nafnið vekja upp flóknar og erfiðar tilfinningar sem fólk er ekki tilbúið að upplifa í tíma og ótíma. „Þegar ég fékk svo nýja nafnið mitt þá byrjaði nýr kafli. Mér fannst lífið mitt sem strákur raunverulega byrja. Það var ólýsanleg tilfinning.“ Nafnið sem mamma valdi „Nafnið Bjarki, nafnið sem að ég valdi mér, er nafnið sem að mamma mín valdi fyrir mig þegar hún var ólétt. Hún var viss um að ég væri strákur og ætlaði að skýra mig Bjarki. Það er oft sögð sagan af því þegar mamma fékk mig í fangið þegar ég fæddist og það fyrsta sem hún sagði var: „Hann er með pjöllu!“ Hún fann þetta greinilega á sér.“ Við tölum um vini og vináttuna en í gegnum allar þessar breytingar sem hafa átt sér stað í lífi Bjarka segir hann tilfinningarnar hafa verið oft á tíðum flóknar þegar það kom að vináttunni. „Sagan mín er svo stór. Ég leiddist út í óreglu mjög ungur og þar kynnist ég ákveðnum vinahóp. Þegar ég varð svo edrú þá skildi ég við þann hóp og kynntist nýjum vinum sem voru á svipuðum stað og ég.“ Bjarki segir óregluna hafa verið hans leið til að deyfa sig og flýja. Ég var á flótta. Ég fór í aðra átt en æskuvinir mínir og að hluta til vegna deyfiþarfarinnar. Ég var bara 13 ára þegar ég byrjaði í óreglunni. Akkúrat á þeim tíma sem ég varð kynþroska. Mér leið svo illa, ég vissi ekkert af hverju en það var eitthvað svo mikið að. Bjarki segist hafa kynnst mikið af fólki í 12 spora samtökunum og eignast þar góðan vinahóp sem eru vinir hans í dag. „Þegar ég kynntist þeim var ég ekki komin út úr skápnum sem trans og þau kynntust mér sem stelpu. Þegar ég kom svo út þá var það eðlilega ákveðið aðlögunarferli sem fólk þurfti að ganga í gegnum. Ég upplifði samt aldrei fordóma, bara stuðning. Allir tóku mér rosalega vel. Enda er þetta hópur sem er mjög mikið í sjálfsvinnu og mikil áhersla lögð á náungakærleik.“ Fyrir æskuvinina, segir Bjarki þetta hafa verið aðeins lengra aðlögunarferli og segist hann sjálfur hafa fullan skilning á því. Ég skil það svo vel, sérstaklega þá aðila sem hafa þekkt mig í 24 ár sem stelpu og kallað mig því nafni allan þann tíma. Þetta tekur tíma fyrir alla og ég sýndi því alveg þolinmæði. Þegar ég spyr Bjarka hvort að hann finni fyrir því að fólk sé óöruggt í samskiptum við hann og jafnvel ruglist þá segir hann það alveg gerast. „Ég hef svo mikinn skilning á því að fólk ruglist, það er svo eðlilegt. Það er samt rosalega óþægilegt að heyra gamla nafnið sitt og heyra fólk ruglast. Fólk má bara ekkert taka því of alvarlega og fara að afsaka sig of mikið, þá verður það bara en skrítnara. Bara að leiðrétta sig og halda áfram spjallinu.“ Bjarki segist sjálfur stundum vera óöruggur í samskiptum við fólk sem hann segist ekki hafa þekkingu á að ávarpa, eins og til dæmis fólk sem skilgreinir sig sem hán. Það er bara svo margt að breytast og það er margt sem ég hef sjálfur ekki þekkingu á. Ég kann til dæmis ekki alveg að tala við einstakling sem skilgreinir sig sem hán. Maður þarf bara að læra inn á þetta allt og læra inn á orðaforðann. Endurforrita sig. Aðsend mynd Hún er sólin mín Að svo búnu snúum við okkur að skemmtilega partinum, ástinni. Þegar ég spyr Bjarka um kærustuna, Sögu, og hvernig leiðir þeirra láu saman þá kemur roði í kinnarnar og brosið nær til augnanna. Hún er sólin mín. Ég hef aldrei upplifað svona tilfinningu eins og þegar ég hitti hana í fyrsta sinn. Mér leið eins og ég hefði alltaf þekkt hana. Bjarki og Saga kynnast í druslugöngunni og var Bjarki þá ekki kominn út sem transeinstaklingur. „Við byrjuðum að vinna saman í tónlist. Hún er söngkona og ég var að vinna takta. Hún hafði aldrei verið með stelpu áður en hún kynntist mér og hefur hún sagt seinna að hún hafi alltaf litið á mig sem karlmann. Hún var klappstýran mín og hvatti mig áfram í því að fylgja þessu eftir. Ég á henni allt að þakka.“ Föðurfjölskylda Sögu eru Kúrdar og segir Bjarki þau vera mjög bókstafstrúuð. Hann segir fjölskylduna ekki vita að Saga sé í sambandi með transeinstakling og að það séu miklar líkur á því að fjölskyldan muni ekki samþykkja sambandið þegar þau komast að því. Föðurfólk kærustunnar strangtrúaðir múslimar „Föðurfjölskylda hennar eru Kúrdar og múslimar, mörg hver bókstafstrúar. Transfólk er ekki til í hennar trú. Þau trúa að samkynhneigt fólk fari beint til helvítis. Hún ólst upp við þessar skoðanir.“ Það var mikill ótti sem var innrættur í hana en ég hef aldrei fundið fyrir honum frá henni því að hún hefur aldrei efast um að það sé rétt að við séum saman. Stöðuna segir Bjarki vera mjög erfiða þar sem Saga elski föðurfólk sitt mjög mikið og hún viti að þau muni ekki vera samþykk sambandinu. „Þetta er fjölskyldan hennar og hún veit að þau eru ekki að fara að samþykkja þetta. Hún hefur sagt nokkrum frænkum sínum í Kúrdistan sem eru ekki eins bókstafstrúar. En pabbi hennar veit ekki að ég er transstrákur. En skilyrðið fyrir því að ég fái að hitta hann er að við giftumst í mosku. Saga er sjálf múslími en hún er ekki bókstafsstrúar.“ Bjarki segir þau bæði leita í mörg trúarbrögð og reyni að taka allt það fallega úr öllum trúarbrögðum. Aðsend mynd „Þetta er allt sami grunnurinn. Við mannfólkið erum svo mikið búin að afmynda boðskapinn úr fallegum trúarbrögðum. Sem dæmi þá eiga sannir múslimar ekki að dæma neinn en mannfólkið hefur bara afmyndað trúnna í gegnum tíðina. Múslimatrú er alls ekki ljót en þetta fólk er oft bara alið upp í svo miklum ótta gagnvart refsandi guði.“ Bjarki segist engan kala bera til föðurfjölskyldu Sögu og segist skilja hvaðan þetta viðhorf þeirra komi. „Ég hvorki dæmi þeirra viðhorf né þau, ég skil þau vel, þetta er einskonar trúarfangelsi sem þau eru föst í sem stjórnast af ótta.“ Barki og Saga búa saman í dag og segist Bjarki loksins finna það að vera spenntur fyrir framtíðinni. Ég hef aldrei upplifað svona mikla löngun til þess að vera til og eiga framtíð. Mér finnst framtíðin svo björt.Þetta er í fyrsta skipti sem ég get sagt þetta af einlægni. Sama hvað gerist þá verður allt í lagi með mig. Mér hefur aldrei liðið svo vel. Ég hef svo oft í gegnum ævina upplifað að vera svo ólýsanlega einmana og núna er ég búinn að læra í gegnum þetta ferli að þetta var bara aftenging við sjálfan mig. „Ég passaði bara ekki inn í mig. Í dag get ég verið einn með sjálfum mér og ég er ekki einmana. Ég er fær um að ganga í gegnum hvað sem er.“ Bjarki segir það mjög mikilvægt fyrir fólk sem er að ganga í gegnum svipaðar tilfinningar að nýta sér ráðgjafasamtal hjá samtökunum '78. „Ég og fjölskyldan mín fórum til dæmis í svona samtal sem gaf okkur mjög mikið. Þarna hefur þú rými til að öðlast svo mikinn skilning á því sem er að gerast og öllum er tekið opnum örmum. Fólkið sem vinnur þarna hefur reynslu af öllum skalanum, öllu litrófinu.“ Að lokum segir Bjarki það mjög hjálplegt fyrir fólk sem er efins að tala við aðra transeinstaklinga og vill hann koma því á framfæri að fólki er velkomið að hafa samband við hann. Það er bara svo sjálfsagt. Ég vil bara hjálpa. Flestir upplifa þennan efa að vita ekki hvað þeir eru eða hvert þeir eru að fara og þetta er svo ótrúlega stórt skref að stíga. Þú ert búin að lifa í allt öðrum raunveruleika allt þitt líf. Aðsend mynd Ástin og lífið Tengdar fréttir „Orðin munu alltaf grípa mig“ „Ferlið byrjaði fyrir alvöru þegar ég labbaði út frá sálfræðingnum mínum í byrjun 2019, mér leið eins og ég væri ástsjúk og allt í einu þá rann bara af mér“. Þetta segir Tara Tjörvadóttir sem gefur út ljóðabókina, Öll orðin sem ég fann, á morgun 6. ágúst. 5. ágúst 2020 22:00 „Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56 Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. 25. júlí 2020 08:00 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Frá því að ég var á kynþroskaaldri þá fann ég að það var eitthvað að, alltaf einhver vanlíðan sem að ég skildi ekki.“ Þetta segir Bjarki Steinn Pétursson í viðtali við Makamál en Bjarki kom út sem transstrákur árið 2018. „Ég gat aldrei sett puttann á það hvað það var sem var að. Það var ekki fyrr en ég var 23 ára sem ég sjálfur kynntist transeinstaklingi að ég fór aðeins að tengja. Ég fann fyrir mikilli samkennd með honum og stóð mig að því að vera að taka upp hanskann fyrir honum. Ég var allt í einu farinn að fræða fólk um hans hagi án þess að hafa kannski frætt mig sjálfur um transeinstaklinga. Ég fann bara að ég skildi hann svo vel. Ljósið kviknaði ekki hjá mér strax með sjálfan mig en það kviknaði á einhverju. Þarna varð einhver tenging.“ Bjarki sem er í dag 26 ára kom út úr skápnum sem transeinstaklingur 24 ára gamall en hann segir að þá fyrst hafi hann byrjað að skilja þessa miklu vanlíðan sem hann upplifði frá kynþroskaaldri. Þegar ég var 24 ára fer ég að hugsa verulega mikið um þetta og ég fer að skoða hvernig mér leið þegar ég fékk brjóst og ég fór að breytast. Ég þoldi ekki líkamann minn. Ég meikaði ekki neitt sem dró athyglina að líkamanum mínum. Ég þoldi til dæmis ekki sund og íþróttir. Bjarki segir að til að reyna að finna sig í líkamanum sínum við kynþroskaaldurinn hafi hann tekið tímabil þar sem hann fór svolítið út í öfgar í kynhlutverki sínu sem stelpa yfir tveggja til þriggja ára tímabil. Aðsend mynd „Ég fór út í öfgar í því að vera stelpa á þessu tímabili og það voru þvílíkir skvísustælar hjá mér í klæðnaði, í hegðun og bara í öllu sem ég gerði. Mér leið hræðilega á þessum tíma og þarna var ég í rauninni bara að fela mig.“ Þegar Bjarki lítur aftur til þessa tímabils segir hann að þetta hafi verið hans tilraun til þess að passa inn í það kyn sem hann fæddist í. Ég reyndi að vera stelpulegasta stelpan, skvísulegasta skvísan. „Ákveðin kaflaskil verða svo í lífinu mínu þegar ég byrja að klæða mig í þá átt sem mér fannst passa best við mig. Ég vildi tjá mig með klæðnaðinum og fór að verða aðeins strákalegri, ef hægt er að segja það.“ Kom út úr skápnum sem lesbía Unglingsárin voru Bjarka mjög erfið og segist hann strax hafa fundið fyrir því að laðaðist að stelpum en ekki strákum. „Fyrsta skrefið í áttina að því að stíga inn í minn sannleika var þegar ég kom út úr skápnum sem samkynhneigð stelpa um fjórtán eða fimmtán ára aldurinn. Ég svaf hjá strákum í byrjun til að prófa mig áfram en það var alltaf undir áhrifum. Ég gerði þetta meira til að taka þátt í samræðum hjá vinkonum mínum. Mig langaði svo að skilja það sem þær voru að upplifa en ég tengdi aldrei við það. Ég gerði þetta bara til að reyna að passa inn.“ Bjarki segist ekki hafa sagt fjölskyldunni sinni að hann, þá hún, hafi verið að hitta stelpur þó að hann hafi verið í nokkrum samböndum á þessum tíma. „Foreldrar mínir eru af gamla skólanum og það kviknuðu engar perur hjá þeim. Þau héldu alltaf að ég ætti bara svona góðar vinkonur“, segir Bjarki og hlær. Það var ekki fyrr en vinkona mömmu segir við hana að hún hafi séð mig leiða og kyssa stelpu. Þannig að þá fyrst nálgast mamma mig með þetta. Kom þetta mömmu þinni á óvart? „Sko, ég á eina systur sem er samkynhneigð svo að hún var búin að koma út úr skápnum. Ég held að mömmu hafi meira verið brugðið að hún ætti tvær samkynhneigðar stelpur; „Ha, þú líka? Hvað þýðir það?“ Aðsend mynd Bjarki segir að þar sem að móðir hans hafi verið búin að ganga í gegnum þetta ferli einu sinni áður þá hafi hennar fáfræði fyrir samkynhneigð ekki hafa verið mikla á þessum tíma. Hún hafði stutt systur hans og fylgst með henni eiga fallegt og eðlilegt líf. Áskorun fyrir alla foreldra þegar barnið þeirra kemur út Bjarki elst upp hjá bæði mömmu sinni og pabba og segir hann föður sinn hafa tekið þessum fréttum með einstaklega mikilli ró. „Pabbi er rosalega mikill hippi þannig að hann var bara; „Já frábært, svo lengi sem börnin mín eru hamingjusöm er ég glaður.“ Þetta er auðvitað þröskuldur sem langflestir foreldrar þurfa að stíga yfir þegar barnið þeirra kemur út úr skápnum sem eitthvað annað en þetta skilgreinda norm. Þetta er áskorun fyrir alla foreldra og ég skil það svo vel. Foreldrar hafa bara áhyggjur af því að börnin þeirra muni ekki upplifa eðlilegt líf. Ég held að allir foreldrar hugsi um það hvernig samfélagið taki barninu sínu. Það vill ekkert foreldri að barnið sitt gangi í gegnum erfiðleika svo að viðbrögð foreldra litast eðlilega af því“ Þegar við tölum um það hvenær hann hafi fundið það með vissu að hann væri strákur, segir Bjarki það hafi verið þegar hann sagði það upphátt í fyrsta skipti, við núverandi kærustu sína. „Þetta byrjar að gerast þegar ég fer að horfa til baka, frá kynþroskaaldrinum upp í fullorðinsárin. Það byrjuðu að myndast allskonar tengingar. Ég talaði um þetta við kærustuna mína áður en við byrjuðum saman. Ég var að segja henni að ég þyldi ekki að vera með brjóst og hvað ég vildi óska þess að ég væri strákur. Þá sagði hún við mig: Af hverju ertu ekki bara strákur? Þetta var svo einfalt fyrir henni og þarna gerðist eitthvað hjá mér. Þegar ég sagði þetta svo upphátt í fyrsta skipti var eins og ég væri að staðfesta eitthvað fyrir sjálfum mér. Ég heyrði bergmálið. Eftir þetta var ekki aftur snúið. Mér leið eins og ég væri að frelsa mig og allt smellpassaði.“ Efinn eðlilegur partur af ferlinu Við tölum um ákvörðunina að breyta um kyn og segir Bjarki að efinn sé mjög eðlilegur í þessu ferli. „Ég upplifði vissulega efa en hann var ekki tengdur því að ég væri ekki viss um að ég væri strákur heldur efa gagnvart ferlinu öllu. Ætti ég að leggja þetta á mig að fara í gegnum þetta. Ég held að efinn sé mjög eðlilegur þáttur hjá öllum sem ganga í gegnum svona ferli.“ Þó að ég hafi löngu verið búin að samþykkja mig sem strák sem fagnaði því að vera trans þá var þetta rosalega erfitt á köflum. Áður en ég byrjaði á hormónunum til dæmis og fólk var enn að tala við mig í kvenkyni þá gekk ég í gegnum mikla vanlíðan. Ég þurfti alltaf að vera að leiðrétta fólk og þetta tók mikið á. „Allir þessi svipir þegar ég sagði nýja nafnið mitt. Öll þessi viðbrögð hjá fólki sem mér fannst á tímabili vera algjörlega óyfirstíganlegt að ganga í gegnum.“ Bjarki segir að tímabilið áður en hann fór í gegnum þessar líkamlegu breytingar hafa verið erfiðast og rosalega lengi að líða. „Mér fannst ég vera á milli tveggja heima, ég fittaði hvergi inn og ég var mjög utan gátta. Ég gat ekki séð framtíðina fyrir mér.“ Aðsend mynd Nýtt nafn, nýtt líf Ég spyr Bjarka um nafnið sem hann bar áður sem stelpa og hvernig hann hafi valið sér nýtt nafn. Það kemur smá þögn og ég sé að þessi spurning fær svolítið á hann. Þegar ég segi þetta nafn þá líður mér ekki vel. Nafnið sem transeinstaklingar bera áður en þeir skipta um kyn er kallað ghostname innan transsamfélagsins. Þetta er fortíðardraugur og eitthvað sem vekur upp mikil óþægindi og sársauka. „Margir kjósa að ræða það ekki og ég held að ég vilji það ekki. En ég get sagt þér hvernig mér leið þegar ég fékk nýja nafnið mitt,“ segir Bjarki og bros færist yfir andlitið. Bjarki tekur það fram að hann skilji það vel að fólk spyrji um gamla nafnið en jafnframt vill hann hvetja fólk til að láta það frekar vera. Hann segir nafnið vekja upp flóknar og erfiðar tilfinningar sem fólk er ekki tilbúið að upplifa í tíma og ótíma. „Þegar ég fékk svo nýja nafnið mitt þá byrjaði nýr kafli. Mér fannst lífið mitt sem strákur raunverulega byrja. Það var ólýsanleg tilfinning.“ Nafnið sem mamma valdi „Nafnið Bjarki, nafnið sem að ég valdi mér, er nafnið sem að mamma mín valdi fyrir mig þegar hún var ólétt. Hún var viss um að ég væri strákur og ætlaði að skýra mig Bjarki. Það er oft sögð sagan af því þegar mamma fékk mig í fangið þegar ég fæddist og það fyrsta sem hún sagði var: „Hann er með pjöllu!“ Hún fann þetta greinilega á sér.“ Við tölum um vini og vináttuna en í gegnum allar þessar breytingar sem hafa átt sér stað í lífi Bjarka segir hann tilfinningarnar hafa verið oft á tíðum flóknar þegar það kom að vináttunni. „Sagan mín er svo stór. Ég leiddist út í óreglu mjög ungur og þar kynnist ég ákveðnum vinahóp. Þegar ég varð svo edrú þá skildi ég við þann hóp og kynntist nýjum vinum sem voru á svipuðum stað og ég.“ Bjarki segir óregluna hafa verið hans leið til að deyfa sig og flýja. Ég var á flótta. Ég fór í aðra átt en æskuvinir mínir og að hluta til vegna deyfiþarfarinnar. Ég var bara 13 ára þegar ég byrjaði í óreglunni. Akkúrat á þeim tíma sem ég varð kynþroska. Mér leið svo illa, ég vissi ekkert af hverju en það var eitthvað svo mikið að. Bjarki segist hafa kynnst mikið af fólki í 12 spora samtökunum og eignast þar góðan vinahóp sem eru vinir hans í dag. „Þegar ég kynntist þeim var ég ekki komin út úr skápnum sem trans og þau kynntust mér sem stelpu. Þegar ég kom svo út þá var það eðlilega ákveðið aðlögunarferli sem fólk þurfti að ganga í gegnum. Ég upplifði samt aldrei fordóma, bara stuðning. Allir tóku mér rosalega vel. Enda er þetta hópur sem er mjög mikið í sjálfsvinnu og mikil áhersla lögð á náungakærleik.“ Fyrir æskuvinina, segir Bjarki þetta hafa verið aðeins lengra aðlögunarferli og segist hann sjálfur hafa fullan skilning á því. Ég skil það svo vel, sérstaklega þá aðila sem hafa þekkt mig í 24 ár sem stelpu og kallað mig því nafni allan þann tíma. Þetta tekur tíma fyrir alla og ég sýndi því alveg þolinmæði. Þegar ég spyr Bjarka hvort að hann finni fyrir því að fólk sé óöruggt í samskiptum við hann og jafnvel ruglist þá segir hann það alveg gerast. „Ég hef svo mikinn skilning á því að fólk ruglist, það er svo eðlilegt. Það er samt rosalega óþægilegt að heyra gamla nafnið sitt og heyra fólk ruglast. Fólk má bara ekkert taka því of alvarlega og fara að afsaka sig of mikið, þá verður það bara en skrítnara. Bara að leiðrétta sig og halda áfram spjallinu.“ Bjarki segist sjálfur stundum vera óöruggur í samskiptum við fólk sem hann segist ekki hafa þekkingu á að ávarpa, eins og til dæmis fólk sem skilgreinir sig sem hán. Það er bara svo margt að breytast og það er margt sem ég hef sjálfur ekki þekkingu á. Ég kann til dæmis ekki alveg að tala við einstakling sem skilgreinir sig sem hán. Maður þarf bara að læra inn á þetta allt og læra inn á orðaforðann. Endurforrita sig. Aðsend mynd Hún er sólin mín Að svo búnu snúum við okkur að skemmtilega partinum, ástinni. Þegar ég spyr Bjarka um kærustuna, Sögu, og hvernig leiðir þeirra láu saman þá kemur roði í kinnarnar og brosið nær til augnanna. Hún er sólin mín. Ég hef aldrei upplifað svona tilfinningu eins og þegar ég hitti hana í fyrsta sinn. Mér leið eins og ég hefði alltaf þekkt hana. Bjarki og Saga kynnast í druslugöngunni og var Bjarki þá ekki kominn út sem transeinstaklingur. „Við byrjuðum að vinna saman í tónlist. Hún er söngkona og ég var að vinna takta. Hún hafði aldrei verið með stelpu áður en hún kynntist mér og hefur hún sagt seinna að hún hafi alltaf litið á mig sem karlmann. Hún var klappstýran mín og hvatti mig áfram í því að fylgja þessu eftir. Ég á henni allt að þakka.“ Föðurfjölskylda Sögu eru Kúrdar og segir Bjarki þau vera mjög bókstafstrúuð. Hann segir fjölskylduna ekki vita að Saga sé í sambandi með transeinstakling og að það séu miklar líkur á því að fjölskyldan muni ekki samþykkja sambandið þegar þau komast að því. Föðurfólk kærustunnar strangtrúaðir múslimar „Föðurfjölskylda hennar eru Kúrdar og múslimar, mörg hver bókstafstrúar. Transfólk er ekki til í hennar trú. Þau trúa að samkynhneigt fólk fari beint til helvítis. Hún ólst upp við þessar skoðanir.“ Það var mikill ótti sem var innrættur í hana en ég hef aldrei fundið fyrir honum frá henni því að hún hefur aldrei efast um að það sé rétt að við séum saman. Stöðuna segir Bjarki vera mjög erfiða þar sem Saga elski föðurfólk sitt mjög mikið og hún viti að þau muni ekki vera samþykk sambandinu. „Þetta er fjölskyldan hennar og hún veit að þau eru ekki að fara að samþykkja þetta. Hún hefur sagt nokkrum frænkum sínum í Kúrdistan sem eru ekki eins bókstafstrúar. En pabbi hennar veit ekki að ég er transstrákur. En skilyrðið fyrir því að ég fái að hitta hann er að við giftumst í mosku. Saga er sjálf múslími en hún er ekki bókstafsstrúar.“ Bjarki segir þau bæði leita í mörg trúarbrögð og reyni að taka allt það fallega úr öllum trúarbrögðum. Aðsend mynd „Þetta er allt sami grunnurinn. Við mannfólkið erum svo mikið búin að afmynda boðskapinn úr fallegum trúarbrögðum. Sem dæmi þá eiga sannir múslimar ekki að dæma neinn en mannfólkið hefur bara afmyndað trúnna í gegnum tíðina. Múslimatrú er alls ekki ljót en þetta fólk er oft bara alið upp í svo miklum ótta gagnvart refsandi guði.“ Bjarki segist engan kala bera til föðurfjölskyldu Sögu og segist skilja hvaðan þetta viðhorf þeirra komi. „Ég hvorki dæmi þeirra viðhorf né þau, ég skil þau vel, þetta er einskonar trúarfangelsi sem þau eru föst í sem stjórnast af ótta.“ Barki og Saga búa saman í dag og segist Bjarki loksins finna það að vera spenntur fyrir framtíðinni. Ég hef aldrei upplifað svona mikla löngun til þess að vera til og eiga framtíð. Mér finnst framtíðin svo björt.Þetta er í fyrsta skipti sem ég get sagt þetta af einlægni. Sama hvað gerist þá verður allt í lagi með mig. Mér hefur aldrei liðið svo vel. Ég hef svo oft í gegnum ævina upplifað að vera svo ólýsanlega einmana og núna er ég búinn að læra í gegnum þetta ferli að þetta var bara aftenging við sjálfan mig. „Ég passaði bara ekki inn í mig. Í dag get ég verið einn með sjálfum mér og ég er ekki einmana. Ég er fær um að ganga í gegnum hvað sem er.“ Bjarki segir það mjög mikilvægt fyrir fólk sem er að ganga í gegnum svipaðar tilfinningar að nýta sér ráðgjafasamtal hjá samtökunum '78. „Ég og fjölskyldan mín fórum til dæmis í svona samtal sem gaf okkur mjög mikið. Þarna hefur þú rými til að öðlast svo mikinn skilning á því sem er að gerast og öllum er tekið opnum örmum. Fólkið sem vinnur þarna hefur reynslu af öllum skalanum, öllu litrófinu.“ Að lokum segir Bjarki það mjög hjálplegt fyrir fólk sem er efins að tala við aðra transeinstaklinga og vill hann koma því á framfæri að fólki er velkomið að hafa samband við hann. Það er bara svo sjálfsagt. Ég vil bara hjálpa. Flestir upplifa þennan efa að vita ekki hvað þeir eru eða hvert þeir eru að fara og þetta er svo ótrúlega stórt skref að stíga. Þú ert búin að lifa í allt öðrum raunveruleika allt þitt líf. Aðsend mynd
Ástin og lífið Tengdar fréttir „Orðin munu alltaf grípa mig“ „Ferlið byrjaði fyrir alvöru þegar ég labbaði út frá sálfræðingnum mínum í byrjun 2019, mér leið eins og ég væri ástsjúk og allt í einu þá rann bara af mér“. Þetta segir Tara Tjörvadóttir sem gefur út ljóðabókina, Öll orðin sem ég fann, á morgun 6. ágúst. 5. ágúst 2020 22:00 „Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56 Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. 25. júlí 2020 08:00 Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál „Hann er góður pabbi og bara bestur í heimi“ Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: Heillast af húmor, heiðarleika og opnum hug Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Orðin munu alltaf grípa mig“ „Ferlið byrjaði fyrir alvöru þegar ég labbaði út frá sálfræðingnum mínum í byrjun 2019, mér leið eins og ég væri ástsjúk og allt í einu þá rann bara af mér“. Þetta segir Tara Tjörvadóttir sem gefur út ljóðabókina, Öll orðin sem ég fann, á morgun 6. ágúst. 5. ágúst 2020 22:00
„Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56
Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. 25. júlí 2020 08:00