Sönn íslensk makamál: Halló, ég elska þig! Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. ágúst 2020 20:00 Hefur þú fundið þig knúinn til að segja heilögu orðin þrú, ég elska þig, sem svar við ástarjátningu án þess að meina þau? Getty Hvenær byrjar maður að elska? Veit maður það strax? Eftir tvær vikur? Hvenær má segja ég elska þig? Ég man eftir fyrsta skiptinu sem ég fann að ég elskaði einhvern, einhvern á rómantískan hátt. Ég var 17 ára og var búin að vera með kærastanum mínum í einhverja mánuði. Við vorum skotin en samt búin að vera saman í það langan tíma að þetta voru ekki bara fiðrildi. Það var eitthvað meira. Ég fann að mig langaði að vera með honum öllum stundum. Kyssast, dansa, rífast, sættast, rífast aftur, sættast aftur, leiðast á almannafæri og allt þetta ofurkrúttlega (og ekki svo krúttlega) sem að unglingaástin bauð upp á. Ég man svo skýrt þegar þau kraumuðu inn í mér í fyrsta skipti, þessi þrjú orð sem að börðust við það að komast út. Mig langaði svo að segja honum að ég elskaði hann en það var bara svo stórt og eitthvað svo óhugnanlegt. Ég lá við hlið hans í blámálaða unglingaherberginu mínu og hjartað hamaðist. Lagið Head over Feat með Alanis Morissette hljómaði úr alltof stóru fermingargræjunum mínum og augnablikið virtist fullkomið. Hann sá að ég vildi segja eitthvað. Hann spurði mig hvað það var og ég roðnaði. Ég vildi ekkert segja, maginn fór í hnút. Hann sagðist líka þurfa að segja eitthvað. Hvað ef það væri það sama og ég vildi segja? Hvað ef honum leið eins og mér? Hvað ef þetta var bara eitthvað allt annað? Mér varð óglatt. Hann stakk svo upp á því að ég myndi skrifa það sem ég ætlaði að segja á bakið hans, með fingrunum. Mér fannst það frábær lending. Ég... elska.. þig! Já, þetta var eins og rómantísk klisju-unglingamynd. Hann sagði svo orðin upphátt og við hlógum og kysstumst í viðeigandi gelgju-geðshræringu. Þegar ég lít til baka er þetta ein af dýrmætari minningum unglingsáranna, hvað ástina varðar að minnsta kosti. Að segja þessi stóru orð í fyrsta sinn og finna þessa framandi tilfinningu í maganum. Þetta var ekki í gegnum tölvuskjá eða síma heldur skrifað með fingrum á sveitt bak unglingsástarinnar. Á fullorðinsárum hef ég oft hugsað um gildi þessara orða, ég elska þig. Ég hef kynnst því hvað við notum þessi orð á ólíkan hátt og hvað ég sjálf hef lagt mismikið vægi í það þegar ég hef heyrt þau. Ég man eftir einu spjalli sem ég átti við vin minn sem kom til mín í áfalli eftir að stelpan sem hann var nýbyrjaður að deita sagðist elska hann. Og hvað sagðir þú? Ég sagðist auðvitað elska hana líka, ég vildi ekki vera hálfviti. Ég held að þetta sé algengara en við þorum að viðurkenna. Að við segjum, ég elska þig, sem svar við ástarjátningu. Það tekur okkur mismikinn tíma að tengjast og finna þessa tilfinningu þegar við byrjum í nýju sambandi.En af hverju ætli við finnum fyrir þessari pressu að svara ástarjátningu með ástarjátningu. Er það ekki bara fölsk játning?Ég tengi samt vel við stöðuna sem þessi vinur minn var í. Þú vilt ekki særa manneskjuna sem var að játa ást sína á þér. Sérstaklega ekki ef þú finnur að þú hefur tilfinningar til hennar og langar til að halda áfram að hitta hana. En það er þessi tilfinning að vilja ekki særa hinn aðilann sem fær okkur til að svara í sömu mynt. Það að þú sért ekki tilbúin til að segja, ég elska þig, þýðir ekki að sú tilfinning komi ekki seinna. Bæði er misdjúpt á þessari tilfinningu og einnig höfum við mismikla þörf fyrir að tjá hana. Sjálf lenti ég einu sinni í þeirri stöðu að maður sem ég var búin að hitta í mjög stuttan tíma sendi þessi orð til mín, á Messenger. Ég man að ég var svo hissa að ég kastaði frá mér símanum. Ég skildi ekkert hvað var að gerast, við vorum ekki orðin það náin að mínu mati. Ég var skotin en fyrir mér voru orðin, ég elska þig, í einhverju allt öðru tímabelti. Ég var bara að pæla í því hvaða mynd við ættum að sjá næst í bíó. Ég þorði ekki að opna Messenger og svara þessu. Ég vildi ekki þurfa að svara.Ég man svo þegar þetta mánaðarlanga ástarsamband endaði skyndilega og ég spurði hann út í þessi orð. Þá sagði hann; Já, ég elska þig. Bara svona eins og ég elska alla vini mína.Að mínu mati ætti alltaf að vera best að tjá sig augliti til auglitis, sérstaklega þegar við þurfum að tjá okkur um ástina. En þó að það sé mitt einlæga álit hef ég aldeilis ekki alltaf fylgt því sjálf. Verandi þrjátíu og fullt ára gömul viðurkenni ég fúslega að hafa staðið mig að því að fela mig á bak við þetta stórhættulega lyklaborð. Skrifa af ákefð, ýta á enter, svitna á efri vörinni og bíða svo með hjartað í buxunum eftir þessu....IMessage Texting GIF from Imessage GIFsSvo kemur svar og áfram heldur leikurinn. Orðin halda áfram að þrykkjast svo alltof auðveldlega af lyklaborðinu á skjáinn. Afhverju er þetta ekki bara miklu betra?Það sem vantar svo innilega í þessa takka-tjáningu er mikilvægasta breytan. Mannlega breytan. Að finna fyrir viðbrögðum manneskjunnar, sjá svipbrigðin, upplifa nándina. Alveg er ég viss um að það séu margir sem þjást af einhvers konar rit-viskubiti eftir samskipti af þessu tagi. Ég náði mjög líklega botninum í svona samskiptum þegar ég átti samtal við manneskju sem ég var að hitta. Ég vildi bakka út og var að reyna að koma orðum að því. Til að gera langa sögu stutta, þá sendi ég þetta. Mér fannst þetta í alvöru bara helvíti góð hugmynd. via GIPHYEn að öllu gríni slepptu, þá held ég að sama hvaða leið við notum til að játa ást okkar til manneskju þá held ég að við hljótum öll að vilja vanda okkur. Vanda okkur í því að segja það sem við virkilega meinum þegar rétti tíminn er kominn. Ég hugsa að flestir séu sammála um að það er alltaf betri hugmynd að gera það án aðstoðar hverslags samskiptabúnaðar, en auðvitað er það ekkert algilt. Að segja ég elska þig eru stór orð, þau allra stærstu. Gefum þeim besta tímann og staðinn til að koma út. Ef það flækist eitthvað fyrir okkur er auðvitað alltaf hugmynd að senda bara lagið hans Helga fkn Bjöss. Sönn íslensk makamál Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég passaði bara ekki inn í mig“ „Frá því að ég var á kynþroskaaldri þá fann ég að það var eitthvað að, alltaf einhver vanlíðan sem að ég skildi ekki.“ Þetta segir Bjarki Steinn Pétursson í viðtali við Makamál en Bjarki kom út sem transstrákur árið 2018. 6. ágúst 2020 20:05 „Orðin munu alltaf grípa mig“ „Ferlið byrjaði fyrir alvöru þegar ég labbaði út frá sálfræðingnum mínum í byrjun 2019, mér leið eins og ég væri ástsjúk og allt í einu þá rann bara af mér“. Þetta segir Tara Tjörvadóttir sem gefur út ljóðabókina, Öll orðin sem ég fann, á morgun 6. ágúst. 5. ágúst 2020 22:00 Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. 25. júlí 2020 08:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Hvenær byrjar maður að elska? Veit maður það strax? Eftir tvær vikur? Hvenær má segja ég elska þig? Ég man eftir fyrsta skiptinu sem ég fann að ég elskaði einhvern, einhvern á rómantískan hátt. Ég var 17 ára og var búin að vera með kærastanum mínum í einhverja mánuði. Við vorum skotin en samt búin að vera saman í það langan tíma að þetta voru ekki bara fiðrildi. Það var eitthvað meira. Ég fann að mig langaði að vera með honum öllum stundum. Kyssast, dansa, rífast, sættast, rífast aftur, sættast aftur, leiðast á almannafæri og allt þetta ofurkrúttlega (og ekki svo krúttlega) sem að unglingaástin bauð upp á. Ég man svo skýrt þegar þau kraumuðu inn í mér í fyrsta skipti, þessi þrjú orð sem að börðust við það að komast út. Mig langaði svo að segja honum að ég elskaði hann en það var bara svo stórt og eitthvað svo óhugnanlegt. Ég lá við hlið hans í blámálaða unglingaherberginu mínu og hjartað hamaðist. Lagið Head over Feat með Alanis Morissette hljómaði úr alltof stóru fermingargræjunum mínum og augnablikið virtist fullkomið. Hann sá að ég vildi segja eitthvað. Hann spurði mig hvað það var og ég roðnaði. Ég vildi ekkert segja, maginn fór í hnút. Hann sagðist líka þurfa að segja eitthvað. Hvað ef það væri það sama og ég vildi segja? Hvað ef honum leið eins og mér? Hvað ef þetta var bara eitthvað allt annað? Mér varð óglatt. Hann stakk svo upp á því að ég myndi skrifa það sem ég ætlaði að segja á bakið hans, með fingrunum. Mér fannst það frábær lending. Ég... elska.. þig! Já, þetta var eins og rómantísk klisju-unglingamynd. Hann sagði svo orðin upphátt og við hlógum og kysstumst í viðeigandi gelgju-geðshræringu. Þegar ég lít til baka er þetta ein af dýrmætari minningum unglingsáranna, hvað ástina varðar að minnsta kosti. Að segja þessi stóru orð í fyrsta sinn og finna þessa framandi tilfinningu í maganum. Þetta var ekki í gegnum tölvuskjá eða síma heldur skrifað með fingrum á sveitt bak unglingsástarinnar. Á fullorðinsárum hef ég oft hugsað um gildi þessara orða, ég elska þig. Ég hef kynnst því hvað við notum þessi orð á ólíkan hátt og hvað ég sjálf hef lagt mismikið vægi í það þegar ég hef heyrt þau. Ég man eftir einu spjalli sem ég átti við vin minn sem kom til mín í áfalli eftir að stelpan sem hann var nýbyrjaður að deita sagðist elska hann. Og hvað sagðir þú? Ég sagðist auðvitað elska hana líka, ég vildi ekki vera hálfviti. Ég held að þetta sé algengara en við þorum að viðurkenna. Að við segjum, ég elska þig, sem svar við ástarjátningu. Það tekur okkur mismikinn tíma að tengjast og finna þessa tilfinningu þegar við byrjum í nýju sambandi.En af hverju ætli við finnum fyrir þessari pressu að svara ástarjátningu með ástarjátningu. Er það ekki bara fölsk játning?Ég tengi samt vel við stöðuna sem þessi vinur minn var í. Þú vilt ekki særa manneskjuna sem var að játa ást sína á þér. Sérstaklega ekki ef þú finnur að þú hefur tilfinningar til hennar og langar til að halda áfram að hitta hana. En það er þessi tilfinning að vilja ekki særa hinn aðilann sem fær okkur til að svara í sömu mynt. Það að þú sért ekki tilbúin til að segja, ég elska þig, þýðir ekki að sú tilfinning komi ekki seinna. Bæði er misdjúpt á þessari tilfinningu og einnig höfum við mismikla þörf fyrir að tjá hana. Sjálf lenti ég einu sinni í þeirri stöðu að maður sem ég var búin að hitta í mjög stuttan tíma sendi þessi orð til mín, á Messenger. Ég man að ég var svo hissa að ég kastaði frá mér símanum. Ég skildi ekkert hvað var að gerast, við vorum ekki orðin það náin að mínu mati. Ég var skotin en fyrir mér voru orðin, ég elska þig, í einhverju allt öðru tímabelti. Ég var bara að pæla í því hvaða mynd við ættum að sjá næst í bíó. Ég þorði ekki að opna Messenger og svara þessu. Ég vildi ekki þurfa að svara.Ég man svo þegar þetta mánaðarlanga ástarsamband endaði skyndilega og ég spurði hann út í þessi orð. Þá sagði hann; Já, ég elska þig. Bara svona eins og ég elska alla vini mína.Að mínu mati ætti alltaf að vera best að tjá sig augliti til auglitis, sérstaklega þegar við þurfum að tjá okkur um ástina. En þó að það sé mitt einlæga álit hef ég aldeilis ekki alltaf fylgt því sjálf. Verandi þrjátíu og fullt ára gömul viðurkenni ég fúslega að hafa staðið mig að því að fela mig á bak við þetta stórhættulega lyklaborð. Skrifa af ákefð, ýta á enter, svitna á efri vörinni og bíða svo með hjartað í buxunum eftir þessu....IMessage Texting GIF from Imessage GIFsSvo kemur svar og áfram heldur leikurinn. Orðin halda áfram að þrykkjast svo alltof auðveldlega af lyklaborðinu á skjáinn. Afhverju er þetta ekki bara miklu betra?Það sem vantar svo innilega í þessa takka-tjáningu er mikilvægasta breytan. Mannlega breytan. Að finna fyrir viðbrögðum manneskjunnar, sjá svipbrigðin, upplifa nándina. Alveg er ég viss um að það séu margir sem þjást af einhvers konar rit-viskubiti eftir samskipti af þessu tagi. Ég náði mjög líklega botninum í svona samskiptum þegar ég átti samtal við manneskju sem ég var að hitta. Ég vildi bakka út og var að reyna að koma orðum að því. Til að gera langa sögu stutta, þá sendi ég þetta. Mér fannst þetta í alvöru bara helvíti góð hugmynd. via GIPHYEn að öllu gríni slepptu, þá held ég að sama hvaða leið við notum til að játa ást okkar til manneskju þá held ég að við hljótum öll að vilja vanda okkur. Vanda okkur í því að segja það sem við virkilega meinum þegar rétti tíminn er kominn. Ég hugsa að flestir séu sammála um að það er alltaf betri hugmynd að gera það án aðstoðar hverslags samskiptabúnaðar, en auðvitað er það ekkert algilt. Að segja ég elska þig eru stór orð, þau allra stærstu. Gefum þeim besta tímann og staðinn til að koma út. Ef það flækist eitthvað fyrir okkur er auðvitað alltaf hugmynd að senda bara lagið hans Helga fkn Bjöss.
Sönn íslensk makamál Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég passaði bara ekki inn í mig“ „Frá því að ég var á kynþroskaaldri þá fann ég að það var eitthvað að, alltaf einhver vanlíðan sem að ég skildi ekki.“ Þetta segir Bjarki Steinn Pétursson í viðtali við Makamál en Bjarki kom út sem transstrákur árið 2018. 6. ágúst 2020 20:05 „Orðin munu alltaf grípa mig“ „Ferlið byrjaði fyrir alvöru þegar ég labbaði út frá sálfræðingnum mínum í byrjun 2019, mér leið eins og ég væri ástsjúk og allt í einu þá rann bara af mér“. Þetta segir Tara Tjörvadóttir sem gefur út ljóðabókina, Öll orðin sem ég fann, á morgun 6. ágúst. 5. ágúst 2020 22:00 Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. 25. júlí 2020 08:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Ég passaði bara ekki inn í mig“ „Frá því að ég var á kynþroskaaldri þá fann ég að það var eitthvað að, alltaf einhver vanlíðan sem að ég skildi ekki.“ Þetta segir Bjarki Steinn Pétursson í viðtali við Makamál en Bjarki kom út sem transstrákur árið 2018. 6. ágúst 2020 20:05
„Orðin munu alltaf grípa mig“ „Ferlið byrjaði fyrir alvöru þegar ég labbaði út frá sálfræðingnum mínum í byrjun 2019, mér leið eins og ég væri ástsjúk og allt í einu þá rann bara af mér“. Þetta segir Tara Tjörvadóttir sem gefur út ljóðabókina, Öll orðin sem ég fann, á morgun 6. ágúst. 5. ágúst 2020 22:00
Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka „Þegar það kemur upp framhjáhald í samböndum þá er fyrsta skrefið, að mínu mati, alltaf ráðgjöf.“ Þetta segir Kristín Tómasdóttir, fölskylduráðgjafi, í viðtali við Makamál. 25. júlí 2020 08:00