Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason greindi frá því á Twitter-síðu sinni í morgun að Atli Hrafn Andrason væri á leið í Breiðablik.
Atli Hrafn er samningsbundinn Víkingi en núverandi samningur hans við Víkinga rennur út í haust.
Doc án landamæra eftir smástund. Atli Hrafn Andrason er genginn til liðs við Breiðablik frá Víkingum ef marka má þá Víkinga sem ég mætti í Traðarlandi í hinni daglegu morgungöngu Doc. Skiptin staðfest síðar í dag. Drop uppúr 11. pic.twitter.com/Cu3fAbYKIa
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) August 11, 2020
Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkinga, sagði í samtali við Fótbolti.net að ekkert væri frágengið.
„Þetta er í kortunum en er ekki frágengið. Þeir hafa lýst yfir áhuga á honum og þetta er galopið," sagði Haraldur við Fótbolta.net í dag.
Atli Hrafn hefur leikið með Víkingum frá árinu 2018 er hann snéri heim úr atvinnumennsku.
Hann hefur leikið sjö leiki í Pepsi Max-deildinni á þessari leiktíð og skorað eitt mark.