CrossFit heimurinn bregst við: „Spenntur fyrir hönd heimsins að við eigum núna eina Frederiksdóttir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 08:30 Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius urðu foreldrar í gær en hér sjást þau bíða spennt eftir komu dóttur sinnar fyrir nokkrum dögum. Mynd/Instagram Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius eignuðust dóttur í gær og það er óhætt að segja að þessum gleðifréttum hafi verið vel tekið í CrossFit heiminum. Í morgun höfðu 151 þúsund manns líkað við færslu Anníe Mistar um fæðinguna á Instagram og yfir 3600 sent kveðju í athugasemdum. Stórstjörnur úr CrossFit heiminum eru í þessum stóra hópi fólks sem gladdist yfir fæðingu erfingjans enda Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius í hópi þeirra sem farið hafa oftast á heimsleikana í CrossFit undanfarinn áratug. Táknræn mynd og Instagram síðu Anníe Mistar Þórisdóttur og Frederik Ægidius.Mynd/Instagram Það er skemmtilegt að renna yfir kveðjurnar og hvaða þær koma. Hér fyrir neðan eru nokkrar þeirra. „Til hamingju. Svo ánægð fyrir hönd ykkar beggja,“ skrifaði heimsmeistari síðustu þriggja ára, Tia-Clair Toomey. Annar margfaldur heimsmeistari eins og Anníe Mist og Tia er Katrín Tanja Davíðsdóttir sem sendi að sjálfsögðu kveðju. „Hjartað mitt má held ég bara springa. OHHHHHHH litla Frederiksdóttir sem ég get ekki beðið eftir að fa að kynnast & knúsa!,“ skrifaði Katrín Tanja. Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, hefur fengið að æfa með Anníe Mist og Frederik og þekkir þau orðið vel. „Innilega til hamingju elsku vinir,“ skrifaði sterkasti maður Íslands undanfarin tíu ár. Það er líka ljóst að væntingar sumra til íslenska CrossFit barnsins eru töluverðar. Dæmi um það er kveðja reynsluboltans Cole Sager sem hefur keppt á heimsleikunum undanfarin sex ár, náði best fimmta sætinu árið 2016 og varð ellefti í fyrra. „Anníe og Frederik. Til hamingju bæði. Ég er svo ánægður fyrir ykkar hönd og einnig spenntur fyrir hönd heimsins að við eigum núna eina Frederiksdóttir,“ skrifaði Cole Sager. „Til hamingju með litlu prinsessuna ykkar,“ skrifaði hin norska Kristin Holte, sem varð í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra og hefur verið meðal sjö efstu undanfarin þrjú ár. „Yayyyyy. Ég hef verið að hugsa mikið til þín undanfarna dag og að bíða eftir að hún kæmi í heiminn. Til hamingju manna,“ skrifaði Amandaj Barnhart sem varð í sjöunda sæti á síðustu heimsleikum. „Til hamingju Anníe og Frederik. Guð minn góður Frederiksdóttir,“ skrifaði Brooke Wells sem er annar reynslubolti frá heimsleikunum sem náði best sjötta sætinu árið 2016. Hin ástralska Kara Saunders þekkir það vel að eignast barn og koma aftur í CrossFit íþróttina eins og Anníe Mist ætlar sér. „Til hamningju með þetta bæði. Þetta er besta tilfinningin,“ skrifaði Kara Saunders sem eignaðist dóttur í um mitt ár í fyrra og var farin að keppa níu mánuðum síðar. „Jæja þá er ég orðinn Björgvin frændi,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson, besti CrossFit maður Íslands frá upphafi. Það eru auðvitað miklu fleiri kveðjur og þær má finna undir færslu Anníe Mistar á Instagram sem er hér fyrir neðan. View this post on Instagram The PRODUCT - the JOURNEY - the BEGINNING. It started as a stray thought, grew into an idea, matured into a plan and all of a sudden, now WE ARE responsible. Not just for me, not just for the two of us but for OUR FAMILY. Welcome to the world Baby Girl Frederiksdottir. You are everything we could have ever wanted. #Frederiksdottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 11, 2020 at 10:31am PDT CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius eignuðust dóttur í gær og það er óhætt að segja að þessum gleðifréttum hafi verið vel tekið í CrossFit heiminum. Í morgun höfðu 151 þúsund manns líkað við færslu Anníe Mistar um fæðinguna á Instagram og yfir 3600 sent kveðju í athugasemdum. Stórstjörnur úr CrossFit heiminum eru í þessum stóra hópi fólks sem gladdist yfir fæðingu erfingjans enda Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius í hópi þeirra sem farið hafa oftast á heimsleikana í CrossFit undanfarinn áratug. Táknræn mynd og Instagram síðu Anníe Mistar Þórisdóttur og Frederik Ægidius.Mynd/Instagram Það er skemmtilegt að renna yfir kveðjurnar og hvaða þær koma. Hér fyrir neðan eru nokkrar þeirra. „Til hamingju. Svo ánægð fyrir hönd ykkar beggja,“ skrifaði heimsmeistari síðustu þriggja ára, Tia-Clair Toomey. Annar margfaldur heimsmeistari eins og Anníe Mist og Tia er Katrín Tanja Davíðsdóttir sem sendi að sjálfsögðu kveðju. „Hjartað mitt má held ég bara springa. OHHHHHHH litla Frederiksdóttir sem ég get ekki beðið eftir að fa að kynnast & knúsa!,“ skrifaði Katrín Tanja. Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson, hefur fengið að æfa með Anníe Mist og Frederik og þekkir þau orðið vel. „Innilega til hamingju elsku vinir,“ skrifaði sterkasti maður Íslands undanfarin tíu ár. Það er líka ljóst að væntingar sumra til íslenska CrossFit barnsins eru töluverðar. Dæmi um það er kveðja reynsluboltans Cole Sager sem hefur keppt á heimsleikunum undanfarin sex ár, náði best fimmta sætinu árið 2016 og varð ellefti í fyrra. „Anníe og Frederik. Til hamingju bæði. Ég er svo ánægður fyrir ykkar hönd og einnig spenntur fyrir hönd heimsins að við eigum núna eina Frederiksdóttir,“ skrifaði Cole Sager. „Til hamingju með litlu prinsessuna ykkar,“ skrifaði hin norska Kristin Holte, sem varð í öðru sæti á heimsleikunum í fyrra og hefur verið meðal sjö efstu undanfarin þrjú ár. „Yayyyyy. Ég hef verið að hugsa mikið til þín undanfarna dag og að bíða eftir að hún kæmi í heiminn. Til hamingju manna,“ skrifaði Amandaj Barnhart sem varð í sjöunda sæti á síðustu heimsleikum. „Til hamingju Anníe og Frederik. Guð minn góður Frederiksdóttir,“ skrifaði Brooke Wells sem er annar reynslubolti frá heimsleikunum sem náði best sjötta sætinu árið 2016. Hin ástralska Kara Saunders þekkir það vel að eignast barn og koma aftur í CrossFit íþróttina eins og Anníe Mist ætlar sér. „Til hamningju með þetta bæði. Þetta er besta tilfinningin,“ skrifaði Kara Saunders sem eignaðist dóttur í um mitt ár í fyrra og var farin að keppa níu mánuðum síðar. „Jæja þá er ég orðinn Björgvin frændi,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson, besti CrossFit maður Íslands frá upphafi. Það eru auðvitað miklu fleiri kveðjur og þær má finna undir færslu Anníe Mistar á Instagram sem er hér fyrir neðan. View this post on Instagram The PRODUCT - the JOURNEY - the BEGINNING. It started as a stray thought, grew into an idea, matured into a plan and all of a sudden, now WE ARE responsible. Not just for me, not just for the two of us but for OUR FAMILY. Welcome to the world Baby Girl Frederiksdottir. You are everything we could have ever wanted. #Frederiksdottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 11, 2020 at 10:31am PDT
CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira