Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Stefán Ó. Jónsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 12. ágúst 2020 11:33 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segist ætla að aðgerðir síðustu vikna muni ekki hafa í för með sér teljandi breytingar á rekstri Icelandair. Vísir/vilhelm Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Enn eigi eftir að klára samninga við stjórnvöld, sem byggir á því að Icelandair talist að safna nýju hlutafé. Sú vinna sé að hefjast. Forsvarsmenn félagsins greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Hætt er við kaup á fjórum vélum og afhendingu sex vélum seinkað. Þar að auki væri búið að semja við kröfuhafa Icelandair og að samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standi enn yfir. „Viðræður við stjórnvöld hafa gengið ágætlega. Þau hafa gefið félaginu vilyrði um lánalínu ef Icelandair tekst að safna hlutafé. Auðvitað byggir þetta allt á því,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Aðspurður hvað sé rætt um mikið hlutafé í þessu samhengi eða hvort ríkið geri aðrar kröfur segir Bogi það enn í vinnslu og að hann geti ekki tjáð sig nánar um það á þessu stigi. Nýtt hlutafé sé lykilforsendan og segir Bogi að ráð sé gert fyrir að birta fjárfestingakynningu á næstu dögum. „Síðan fer þetta allt í gang, skráningarlýsing og hlutafjárútboðið.“ Endurráðningar hafnar en áfram óvissa Bogi segist ekki sjá að þessu muni fylgja miklar breytingar á rekstri Icelandair. „Nei, öll þessi vinna; samningar við starfsmenn, lánadrottna og Boeing, miðar að því að stykja samkeppnishæfni félagsins og sveigjanleika þess. Þannig að við erum með öllu þessu bara að styrkja rekstur og fjárhagsstöðu félagsins.“ Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor vegna eftirspurnahrunsins í kjölfar kórónuveirunnar. „En við höfum sem betur fer verið eitthvað að endurráða fyrir síðustu mánaðamót vegna þess að við erum að fljúga meira núna en við gerðum í vor. Það er mjög gleðilegt að geta endurráðið þó svo að, því miður, margir hafi ekki ennþá getað fengið vinnu. Staðan er ennþá mjög óviss hvað þetta varðar,“ segir Bogi. Að sama skapi segir hann erfitt að segja til um hvort frekari ráðningar séu framundan hjá félaginu. Það ráðist af eftirspurn og hvernig opnun landamæra miðar. „Óvissan er ennþá mjög mikil.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Enn eigi eftir að klára samninga við stjórnvöld, sem byggir á því að Icelandair talist að safna nýju hlutafé. Sú vinna sé að hefjast. Forsvarsmenn félagsins greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Hætt er við kaup á fjórum vélum og afhendingu sex vélum seinkað. Þar að auki væri búið að semja við kröfuhafa Icelandair og að samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standi enn yfir. „Viðræður við stjórnvöld hafa gengið ágætlega. Þau hafa gefið félaginu vilyrði um lánalínu ef Icelandair tekst að safna hlutafé. Auðvitað byggir þetta allt á því,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Aðspurður hvað sé rætt um mikið hlutafé í þessu samhengi eða hvort ríkið geri aðrar kröfur segir Bogi það enn í vinnslu og að hann geti ekki tjáð sig nánar um það á þessu stigi. Nýtt hlutafé sé lykilforsendan og segir Bogi að ráð sé gert fyrir að birta fjárfestingakynningu á næstu dögum. „Síðan fer þetta allt í gang, skráningarlýsing og hlutafjárútboðið.“ Endurráðningar hafnar en áfram óvissa Bogi segist ekki sjá að þessu muni fylgja miklar breytingar á rekstri Icelandair. „Nei, öll þessi vinna; samningar við starfsmenn, lánadrottna og Boeing, miðar að því að stykja samkeppnishæfni félagsins og sveigjanleika þess. Þannig að við erum með öllu þessu bara að styrkja rekstur og fjárhagsstöðu félagsins.“ Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor vegna eftirspurnahrunsins í kjölfar kórónuveirunnar. „En við höfum sem betur fer verið eitthvað að endurráða fyrir síðustu mánaðamót vegna þess að við erum að fljúga meira núna en við gerðum í vor. Það er mjög gleðilegt að geta endurráðið þó svo að, því miður, margir hafi ekki ennþá getað fengið vinnu. Staðan er ennþá mjög óviss hvað þetta varðar,“ segir Bogi. Að sama skapi segir hann erfitt að segja til um hvort frekari ráðningar séu framundan hjá félaginu. Það ráðist af eftirspurn og hvernig opnun landamæra miðar. „Óvissan er ennþá mjög mikil.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira