Ef íslenski boltinn fer að rúlla á föstudaginn, eins og vonir standa til, verður það án áhorfenda.
Þetta staðfesti Fótbolti.net í dag en nú stendur yfir fundur með forráðamönnum Pepsi Max og Lengjudeildanna í Laugardalnum.
Beðið er eftir staðfestingu frá heilbrigðisráðherra að hefja megi fótboltinn á nýjan leik en vonir standa til að hann fari aftur að rúlla á föstudag.
Í frétt Fótbolti.net er einnig greint frá því að hvert lið þurfi að skipa sóttvarnafulltrúa, sem sjái til að farið sé eftir settum reglum.
Knattspyrnuhreyfingin þarf að sýna yfirvöldum að þeim sé treystandi áður en áhorfendum verður hleypt á nýjan leik á völlinn.
Hvert lið má hafa tíu áhorfendur á hverjum leik en það gætu t.d. verið stjórnarmenn eða leikmenn utan hóps.
FH og KR eiga að mætast á föstudagskvöldið sem og Stjarnan og Grótta og er vonast til þess að þessir leikir sparki Pepsi Max og Lengjudeildunum aftur af stað.