FH hefur fengið Ólaf Karl Finsen á láni frá Val út tímabilið. Hann hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum með Val í sumar.
Ólafur Karl, sem er 28 ára, hefur leikið 132 leiki í efstu deild og skorað 32 mörk. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari með Stjörnunni og einu sinni með Val. Ólafur Karl hefur einnig leikið með AZ Alkmaar í Hollandi, Sandnes Ulf í Noregi og Selfossi.
Auk Ólafs Karls hefur FH fengið Eggert Gunnþór Jónsson í ágústglugganum. Næsti leikur liðsins er gegn KR á föstudaginn.
FH er í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar með fjórtán stig eftir átta leiki. Valur er aftur á móti á toppnum með nítján stig.