Þegar þú ert á stefnumótamarkaðnum og í leit að maka er óhætt að segja að það sé í mörg horn að líta. Það er misjafnt hverju við leitum eftir í fari verðandi maka og koma þar ólíkar breytur til sögu.
Húmor, útlit, stétt og staða og jafnvel forsaga einstaklingsins. Á manneskjan kannski barn eða börn úr fyrra sambandi?
Í nútíma samfélagi er stór hluti fólks á stefnumótamarkaðnum einstæðir foreldrar og samsettar fjölskyldur orðnar hálfgert norm, ef svo má segja.
Einn af fyrstu pistlum Makmála, Börn og aðrir minna þroskaðir menn, fjallar um persónulega upplifun og hugleiðingar pistlahöfundar um einstæða foreldra og leitina að ástinni.
Út frá þessum hugleiðingum kemur Spurning vikunnar og er hún að þessu sinni kynjaskipt.
Konur svara hér fyrir neðan:
Karlar svara hér fyrir neðan: