„Mataræðið er miklu mikilvægara en hreyfingin“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2020 23:15 Egill Einarsson íþróttafræðingur ræddi um heilsu í Ísland í dag. Mynd/Stöð2 Líkamsræktarstöðvarnar verða „eins og maurabú“ á mánudaginn sagði íþróttafræðingurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson í þættinum Ísland í dag. Þar ræddi hann um áramótaheit og bætta heilsu. Þar leggur hann mikla áherslu á mataræðið. Egill segir að líkamsræktarstöðvar landsins fyllist alltaf fyrstu tvær vikurnar í janúar og svo fækki strax aftur. Hann segir að sprengingin byrji fyrsta mánudag janúarmánaðar ár hvert. „Núna er föstudagur og það eru helvíti fáir hérna, en ég get lofað þér því að ef þú kemur hérna á mánudaginn þá verður þetta eins og maurabú,“ segir Egill en viðtalið var tekið í Sporthúsinu þar sem hann starfar. „Það er líka hluti af veseninu. Af hverju fyllist allt í janúar og síðan er fólk fljótt að henda inn handklæðinu. Það er út af þessum hugsunarhætti „Æj ég byrja bara á mánudaginn.“ Fyrir þá sem eru núna að horfa á þetta heima, í gallann og út í göngutúr í hálftíma. Ekki á mánudaginn, núna. Þetta er ekki flókið.“ Egill þjálfar krakka niður í tíu ára aldur og leggur til að danska sé tekin út úr kennsluskrá grunnskóla og næringarfræði sé kennd í staðinn. Mynd/Stöð2 Mikilvægt að hætta að borða rusl Egill talaði um að það sé eðlilegt að missa úr ákveðna daga eða vikur, en það sem mestu máli skiptir sé að heilt yfir hreyfa sig mikið á árinu 2020. „Eins og staðan er á Íslandi í dag er einn þriðji af Íslendingum annað hvort með sykursýki tvö eða forstig af sykursýki tvö. Þetta eru rosalegar tölur. Af hverju er þetta að gerast? Þetta er rosalega einfalt. Fólk er að hreyfa sig mjög lítið og er að borða rusl. Aðalatriðið er að hætta að borða rusl. Mataræðið er miklu mikilvægara en hreyfingin, það er staðan.“ Hann sagði að það sé einfaldlega ekki hægt að hlaupa sig frá slæmu mataræði. „Þessi unnu kolvetni sérstaklega, er það sem er slæmt.“ Egill segir mikilvægt að fá samt ekki samviskubit yfir því að borða eitthvað óhollt, mataræðið eigi bara að vera heilt yfir gott. Hann ráðleggur fólki að fara í gönguferðir. Svo ítrekar hann líka að það sé mikilvægt að lyfta lóðum í bland við þolþjálfun. „Að lyfta lóðum tvisvar til þrisvar í viku væri strax mjög gott.“ Innslagið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan en þar er líka rætt við aðra þjálfara og einstaklinga á æfingu. Heilsa Ísland í dag Matur Tengdar fréttir „Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Líkamsræktarstöðvarnar verða „eins og maurabú“ á mánudaginn sagði íþróttafræðingurinn og einkaþjálfarinn Egill Einarsson í þættinum Ísland í dag. Þar ræddi hann um áramótaheit og bætta heilsu. Þar leggur hann mikla áherslu á mataræðið. Egill segir að líkamsræktarstöðvar landsins fyllist alltaf fyrstu tvær vikurnar í janúar og svo fækki strax aftur. Hann segir að sprengingin byrji fyrsta mánudag janúarmánaðar ár hvert. „Núna er föstudagur og það eru helvíti fáir hérna, en ég get lofað þér því að ef þú kemur hérna á mánudaginn þá verður þetta eins og maurabú,“ segir Egill en viðtalið var tekið í Sporthúsinu þar sem hann starfar. „Það er líka hluti af veseninu. Af hverju fyllist allt í janúar og síðan er fólk fljótt að henda inn handklæðinu. Það er út af þessum hugsunarhætti „Æj ég byrja bara á mánudaginn.“ Fyrir þá sem eru núna að horfa á þetta heima, í gallann og út í göngutúr í hálftíma. Ekki á mánudaginn, núna. Þetta er ekki flókið.“ Egill þjálfar krakka niður í tíu ára aldur og leggur til að danska sé tekin út úr kennsluskrá grunnskóla og næringarfræði sé kennd í staðinn. Mynd/Stöð2 Mikilvægt að hætta að borða rusl Egill talaði um að það sé eðlilegt að missa úr ákveðna daga eða vikur, en það sem mestu máli skiptir sé að heilt yfir hreyfa sig mikið á árinu 2020. „Eins og staðan er á Íslandi í dag er einn þriðji af Íslendingum annað hvort með sykursýki tvö eða forstig af sykursýki tvö. Þetta eru rosalegar tölur. Af hverju er þetta að gerast? Þetta er rosalega einfalt. Fólk er að hreyfa sig mjög lítið og er að borða rusl. Aðalatriðið er að hætta að borða rusl. Mataræðið er miklu mikilvægara en hreyfingin, það er staðan.“ Hann sagði að það sé einfaldlega ekki hægt að hlaupa sig frá slæmu mataræði. „Þessi unnu kolvetni sérstaklega, er það sem er slæmt.“ Egill segir mikilvægt að fá samt ekki samviskubit yfir því að borða eitthvað óhollt, mataræðið eigi bara að vera heilt yfir gott. Hann ráðleggur fólki að fara í gönguferðir. Svo ítrekar hann líka að það sé mikilvægt að lyfta lóðum í bland við þolþjálfun. „Að lyfta lóðum tvisvar til þrisvar í viku væri strax mjög gott.“ Innslagið í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan en þar er líka rætt við aðra þjálfara og einstaklinga á æfingu.
Heilsa Ísland í dag Matur Tengdar fréttir „Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
„Lykilatriði að hafa í huga að stefna hæfilega hátt“ Bergsveinn Ólafsson gefur góð ráð um áramótaheit. 2. janúar 2020 23:10