Þrotabú WOW Air stefnir Icelandair fyrir brot á samkeppnislögum Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2020 15:30 WOW Air fór í þrot í lok mars á síðasta ári. Áður hafði Icelandair Group fallið frá kaupum á öllu hlutafé í félaginu. Vísir/vilhelm Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. Félagið er sakað um að hafa „misnotað markaðsráðandi stöðu sína með skaðlegri undirverðlagningu og sértækum verðlækkunum,“ eins og það er orðað í stefnunni sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá. Icelandair hafnar kröfum þrotabúsins í greinargerð sinni og vísar ásökununum á bug. Icelandair er sakað um hafa gerst brotlegt á flugleiðunum milli Keflavíkur og Amsterdam, Keflavíkur og Kaupmannahafnar, Keflavíkur og London og að lokum Keflavíkur og Parísar, til og frá Íslandi, á tímabilinu 1. janúar 2012 til 31. desember 2016. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 1. október síðastliðinn og krefst þrotabúið þess að dómurinn viðurkenni skaðabótaskyldu Icelandair. Samkeppniseftirlitið taldi félagið hafa brotið gegn EES-samningnum Stefnan kemur í kjölfar þess að WOW Air kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 yfir verðlagningu Icelandair á fyrrnefndum flugleiðum. Samkeppniseftirlitið birti Icelandair síðan andmælaskjal árið 2015 þar sem fram kom það frummat stofnunarinnar að Icelandair hafi með þessu brotið gegn EES-samningnum. Þrotabúið byggir stefnu sína að miklu leyti á þeim rökum sem Samkeppniseftirlitið setur fram í andmælaskjalinu. Þau rök eru sögð lýsa núverandi afstöðu stofnunarinnar sem hefur málið enn til meðferðar. Kröfugerð þrotabúsins nær þó til lengra tímabils en upprunaleg kvörtun WOW til Samkeppniseftirlitsins. „Tjón stefnanda felst aðallega í minni tekjum en hann hefði haft á tímabilinu sem málið varðar, þ.e. lægri tekjum/framlegð en hann hefði haft ef stefndi hefði ekki framið samkeppnisbrotin,“ segir í stefnunni. Grunar félagið um fleiri brot Þar kemur jafnframt fram að þrotabúið gruni að Icelandair hafi sömuleiðis gerst brotlegt á fleiri flugleiðum. „Stefnandi hefur orðið þess áskynja við undirbúning málsóknar þessarar að líkur eru fyrir því að stefndi hafi framið sambærileg eða jafnvel alvarlegri samkeppnisbrot á öðrum mörkuðum/flugleiðum en þeim sem þetta mál snýst um.“ Í því samhengi er nefnt að til álita komi hvort félagið hafi sýnt af sér svipaða háttsemi þegar Icelandair hóf flug til New York, Boston, Montreal og Arlanda flugvallar í Stokkhólmi. Eins og fyrr segir hefur Icelandair vísað ásökunum þrotabúsins á bug. Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Þrotabú WOW Air hefur stefnt Icelandair fyrir meint brot gegn EES-samningnum og brot á samkeppnislögum. Félagið er sakað um að hafa „misnotað markaðsráðandi stöðu sína með skaðlegri undirverðlagningu og sértækum verðlækkunum,“ eins og það er orðað í stefnunni sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá. Icelandair hafnar kröfum þrotabúsins í greinargerð sinni og vísar ásökununum á bug. Icelandair er sakað um hafa gerst brotlegt á flugleiðunum milli Keflavíkur og Amsterdam, Keflavíkur og Kaupmannahafnar, Keflavíkur og London og að lokum Keflavíkur og Parísar, til og frá Íslandi, á tímabilinu 1. janúar 2012 til 31. desember 2016. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 1. október síðastliðinn og krefst þrotabúið þess að dómurinn viðurkenni skaðabótaskyldu Icelandair. Samkeppniseftirlitið taldi félagið hafa brotið gegn EES-samningnum Stefnan kemur í kjölfar þess að WOW Air kvartaði til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 yfir verðlagningu Icelandair á fyrrnefndum flugleiðum. Samkeppniseftirlitið birti Icelandair síðan andmælaskjal árið 2015 þar sem fram kom það frummat stofnunarinnar að Icelandair hafi með þessu brotið gegn EES-samningnum. Þrotabúið byggir stefnu sína að miklu leyti á þeim rökum sem Samkeppniseftirlitið setur fram í andmælaskjalinu. Þau rök eru sögð lýsa núverandi afstöðu stofnunarinnar sem hefur málið enn til meðferðar. Kröfugerð þrotabúsins nær þó til lengra tímabils en upprunaleg kvörtun WOW til Samkeppniseftirlitsins. „Tjón stefnanda felst aðallega í minni tekjum en hann hefði haft á tímabilinu sem málið varðar, þ.e. lægri tekjum/framlegð en hann hefði haft ef stefndi hefði ekki framið samkeppnisbrotin,“ segir í stefnunni. Grunar félagið um fleiri brot Þar kemur jafnframt fram að þrotabúið gruni að Icelandair hafi sömuleiðis gerst brotlegt á fleiri flugleiðum. „Stefnandi hefur orðið þess áskynja við undirbúning málsóknar þessarar að líkur eru fyrir því að stefndi hafi framið sambærileg eða jafnvel alvarlegri samkeppnisbrot á öðrum mörkuðum/flugleiðum en þeim sem þetta mál snýst um.“ Í því samhengi er nefnt að til álita komi hvort félagið hafi sýnt af sér svipaða háttsemi þegar Icelandair hóf flug til New York, Boston, Montreal og Arlanda flugvallar í Stokkhólmi. Eins og fyrr segir hefur Icelandair vísað ásökunum þrotabúsins á bug.
Fréttir af flugi Icelandair Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf