Körfubolti

Keflvíkingar bæta við sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keflavík hefur leikið vel í vetur.
Keflavík hefur leikið vel í vetur. vísir/daníel

Keflavík, sem er í 2. sæti Domino's deildar karla í körfubolta. hefur samið við Callum Lawson, 23 ára breskan framherja um að leika með liðinu út tímabilið. Karfan.is greinir frá.

Fyrri hluta þess lék Lawson með Umeå í Svíþjóð. Þar var hann með 7,8 stig og 4,1 frákast að meðaltali í leik.

Lawson þekkir vel til Deane Williams, leikmanns Keflavíkur, frá því þeir voru samherjar í U-20 ára landsliði Breta.

Lawson lék með Arizona Christian í NAIA deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Keflavík mætir Tindastóli á heimavelli á mánudaginn. Liðin eru bæði með 16 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×