Samfélagsmiðlastjörnur, íþróttafólk og fleiri þekkt andlit Tala um tölvuleiki Anton Ingi Leifsson skrifar 14. ágúst 2020 15:00 Ólafur Hrafn Steinarsson er formaður RSÍ. vísir/skjáskot Nýjir þættir hefja göngu sína á sunnudaginn er þættirnir Talað um tölvuleiki hefjast. Átta þátta sería þar sem rætt er við þjóðþekkta einstaklinga og reynslu þeirra af tölvuleikjum. Þættirnir eru á dagskrá Stöð 2 eSport klukkan 17.40 en Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, er spenntur fyrir þáttunum og segir að hugmyndin að þáttunum sé gömul. „Hugmyndin að þessum þætti kemur á svipuðum tíma og rafíþróttirnar voru að fara af stað. Ég flutti til Íslands frá Írlandi og það var ekkert spennandi atvinnulega hér fyrir mig á þeim tíma. Ég vildi því reyna að byggja upp rafíþróttirnar og láta reyna á þetta, byggja upp batterí í kringum þetta,“ sagði Ólafur. „Einn angi af því var alltaf að bæta samskipti og umræðu um tölvuleiki og opna hana aðeins á annan hátt og hafði verið gert áður. Það endaði á að sitja á hakanum, fyrir öðrum þarfari verkefnum. Stofna RÍSÍ og Rafíþróttaskólann, byrja skilgreina hvernig iðkun ætti að fara fram. Fara og ræða við stjórnvöld, íþróttahreyfinguna og félögin. Í sumar gafst síðan smá tími til að koma þessu af stað og Stöð 2 eSports voru til í þetta, þannig ég stökk á þetta.“ Ólafur segir að gestir þáttarins séu kunnugleg andlit og segir að það séu margir sem spila tölvuleiki en kalla sig ekki „gameara.“ Rikki féll í gryfjuna „Hugmyndin þarna er bara að tala um tölvuleiki við mismunandi fólk. Skora á þessa hugmynd sem eru margir með í hausnum að það séu bara ákveðinn hópur, einhverjir nördar, sem hafa gaman af tölvuleikjum. Sama hvernig við skilgreinum okkur eigum við mörg mjög góða og snertifleti við þetta áhugamál.“ „Þetta kom mjög vel fram í Brennslunni á mánudaginn. Rikki var búinn tala um að hann væri ekki „gamer“ en samanlagt þá hafði hann hellings tímaí FIFA, Football Manager og Championship Manager. Hann hafði ekki upplifað sig sem gamer en hafði samt stóra snertifleti við tölvuleikina.“ „Það eru margir í svipaðri stöðu. Þannig lögðum við upp með þetta. Við byrjum að taka inn þjóðþekkta einstaklinga. Ekki endilega einhverja sem fólk heldur að séu tölvuleikjaspilarar, heyra hvaða áhuga þau hafa á tölvuleikjum, hvaða reynslu, hafði þeirra reynsla á líf þeirra, hvað gera þau í dag, hvernig er daglegt lif og þar fram eftir götunum. Það hefur vantað inn í þessa umræðu í gegnum tíma sem hefur oft verið neikvæð. Fréttir um neikvæðu hlið tölvuleikja og við vildum fá mannlegu hliðina fram. Þarna fáum við að kynnast fólki í gegnum þetta áhugamál.“ Klippa: Talað um tölvuleiki - Leikjaspil Búið er að taka upp sex fyrstu þættina og segir Ólafur að þetta komi vel út. Hann er spenntur fyrir útkomunni og segir að það sé mismunandi hvernig fólk skilgreinir sig. „Þetta hefur komið mjög skemmtilega út og gaman að heyra hvað fólk hefur gaman að þessu á mismunandi hátt. Sumum finnst gaman af einhverri ástæðu, á meðan aðrir eru hard core og eyða tímunum saman í þessu. Enn aðrir vilja grípa í tölvuleiki a milli æfinga og slappa af og mér finnst mjög heilbrigt að við getum haft þessa samræðu upp a yfirborðinu.“ Íþróttafólk heldur í tölvuleikina „Þarna fáum við tækifæri til að að skora á staðalímyndir; að tala við stelpur sem hafa út af staðalímyndum eða ákveðnum hugmyndum í samfélaginu forðast að skilgreina sig sem „gameara“ en eiga alveg jafn djúpa og mikla tengingu við þennan heim og hver annar. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þarna getum við rætt hvað það er sem er svona skemmtilegt og afhverju? Við eigum jákvæðar minningar tengdar tölvuleikjum en verðum einnig að ræða þessa neikvæðu og hvernig við getum forðast það.“ Í fyrsta þættinum eru gestirnir þeir Aron Kristinn úr ClubDub og Ingi Bauer. „Við fáum tvo gesti í hvern þátt og þeir koma úr svipuðu umhverfi. Í fyrsta þættinum voru þeir Aron Kristinn og Ingi Bauer. Þá gátum við talað um tónlistina á Íslandi á tímum covid, tónlist í tölvuleikjum eins og Fortnite og nú var Travis Scott að frumsýna plötu í gegnum tölvuleik. Það er mjög áhugavert að heyra hvað þeir hafa að segja.“ „Annar þátturinn, sem sýndur verður næsta sunnudag 16. ágúst er svo Arnmundur Ernst Bachman og Guðmundur Felixsson leikarar og spunameistarar. Þetta eru þekktir einstaklingar sem eru að gera frábæra hluti á sínum vettvangi og lyfta íslenskri leiklist og íslenskum spuna á næsta stig, en samhliða þessu ná þeir líka að hafa mikinn áhuga á tölvuleikjum og skemmta sér vel í þeim á milli verkefna, það er ekki saga sem að við heyrum oft! “ „Þriðji þátturinn er svo Fjallið og Tómas Jóhannsson. Miklir afreksmenn í íþróttum en líka tölvuleikjagaurar. Haffi er líka á Twitch og YouTube. Einstaklingur sem hefur alist upp í gegnum kerfið í körfubolta og aflraunum en hefur samt haldið í tölvuleikina. Hann hefur notað það til að skemmta sér mikið og er núna að keppa á skák í beinni á netinu og fá þjálfun frá stórmeisturum.“ Þættirnir hefjast, eins og áður segir, á sunnudaginn og verða á dagskrá næstu átta sunnudaga á Stöð 2 eSports klukkan 17.40. Meðal gesta eru m.a. Donna Cruz, samfélagsmiðlastjarna, og íslenskir leikarar. Klippa: Talað um tölvuleiki - Ingi Bauer Rafíþróttir Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Nýjir þættir hefja göngu sína á sunnudaginn er þættirnir Talað um tölvuleiki hefjast. Átta þátta sería þar sem rætt er við þjóðþekkta einstaklinga og reynslu þeirra af tölvuleikjum. Þættirnir eru á dagskrá Stöð 2 eSport klukkan 17.40 en Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, er spenntur fyrir þáttunum og segir að hugmyndin að þáttunum sé gömul. „Hugmyndin að þessum þætti kemur á svipuðum tíma og rafíþróttirnar voru að fara af stað. Ég flutti til Íslands frá Írlandi og það var ekkert spennandi atvinnulega hér fyrir mig á þeim tíma. Ég vildi því reyna að byggja upp rafíþróttirnar og láta reyna á þetta, byggja upp batterí í kringum þetta,“ sagði Ólafur. „Einn angi af því var alltaf að bæta samskipti og umræðu um tölvuleiki og opna hana aðeins á annan hátt og hafði verið gert áður. Það endaði á að sitja á hakanum, fyrir öðrum þarfari verkefnum. Stofna RÍSÍ og Rafíþróttaskólann, byrja skilgreina hvernig iðkun ætti að fara fram. Fara og ræða við stjórnvöld, íþróttahreyfinguna og félögin. Í sumar gafst síðan smá tími til að koma þessu af stað og Stöð 2 eSports voru til í þetta, þannig ég stökk á þetta.“ Ólafur segir að gestir þáttarins séu kunnugleg andlit og segir að það séu margir sem spila tölvuleiki en kalla sig ekki „gameara.“ Rikki féll í gryfjuna „Hugmyndin þarna er bara að tala um tölvuleiki við mismunandi fólk. Skora á þessa hugmynd sem eru margir með í hausnum að það séu bara ákveðinn hópur, einhverjir nördar, sem hafa gaman af tölvuleikjum. Sama hvernig við skilgreinum okkur eigum við mörg mjög góða og snertifleti við þetta áhugamál.“ „Þetta kom mjög vel fram í Brennslunni á mánudaginn. Rikki var búinn tala um að hann væri ekki „gamer“ en samanlagt þá hafði hann hellings tímaí FIFA, Football Manager og Championship Manager. Hann hafði ekki upplifað sig sem gamer en hafði samt stóra snertifleti við tölvuleikina.“ „Það eru margir í svipaðri stöðu. Þannig lögðum við upp með þetta. Við byrjum að taka inn þjóðþekkta einstaklinga. Ekki endilega einhverja sem fólk heldur að séu tölvuleikjaspilarar, heyra hvaða áhuga þau hafa á tölvuleikjum, hvaða reynslu, hafði þeirra reynsla á líf þeirra, hvað gera þau í dag, hvernig er daglegt lif og þar fram eftir götunum. Það hefur vantað inn í þessa umræðu í gegnum tíma sem hefur oft verið neikvæð. Fréttir um neikvæðu hlið tölvuleikja og við vildum fá mannlegu hliðina fram. Þarna fáum við að kynnast fólki í gegnum þetta áhugamál.“ Klippa: Talað um tölvuleiki - Leikjaspil Búið er að taka upp sex fyrstu þættina og segir Ólafur að þetta komi vel út. Hann er spenntur fyrir útkomunni og segir að það sé mismunandi hvernig fólk skilgreinir sig. „Þetta hefur komið mjög skemmtilega út og gaman að heyra hvað fólk hefur gaman að þessu á mismunandi hátt. Sumum finnst gaman af einhverri ástæðu, á meðan aðrir eru hard core og eyða tímunum saman í þessu. Enn aðrir vilja grípa í tölvuleiki a milli æfinga og slappa af og mér finnst mjög heilbrigt að við getum haft þessa samræðu upp a yfirborðinu.“ Íþróttafólk heldur í tölvuleikina „Þarna fáum við tækifæri til að að skora á staðalímyndir; að tala við stelpur sem hafa út af staðalímyndum eða ákveðnum hugmyndum í samfélaginu forðast að skilgreina sig sem „gameara“ en eiga alveg jafn djúpa og mikla tengingu við þennan heim og hver annar. Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þarna getum við rætt hvað það er sem er svona skemmtilegt og afhverju? Við eigum jákvæðar minningar tengdar tölvuleikjum en verðum einnig að ræða þessa neikvæðu og hvernig við getum forðast það.“ Í fyrsta þættinum eru gestirnir þeir Aron Kristinn úr ClubDub og Ingi Bauer. „Við fáum tvo gesti í hvern þátt og þeir koma úr svipuðu umhverfi. Í fyrsta þættinum voru þeir Aron Kristinn og Ingi Bauer. Þá gátum við talað um tónlistina á Íslandi á tímum covid, tónlist í tölvuleikjum eins og Fortnite og nú var Travis Scott að frumsýna plötu í gegnum tölvuleik. Það er mjög áhugavert að heyra hvað þeir hafa að segja.“ „Annar þátturinn, sem sýndur verður næsta sunnudag 16. ágúst er svo Arnmundur Ernst Bachman og Guðmundur Felixsson leikarar og spunameistarar. Þetta eru þekktir einstaklingar sem eru að gera frábæra hluti á sínum vettvangi og lyfta íslenskri leiklist og íslenskum spuna á næsta stig, en samhliða þessu ná þeir líka að hafa mikinn áhuga á tölvuleikjum og skemmta sér vel í þeim á milli verkefna, það er ekki saga sem að við heyrum oft! “ „Þriðji þátturinn er svo Fjallið og Tómas Jóhannsson. Miklir afreksmenn í íþróttum en líka tölvuleikjagaurar. Haffi er líka á Twitch og YouTube. Einstaklingur sem hefur alist upp í gegnum kerfið í körfubolta og aflraunum en hefur samt haldið í tölvuleikina. Hann hefur notað það til að skemmta sér mikið og er núna að keppa á skák í beinni á netinu og fá þjálfun frá stórmeisturum.“ Þættirnir hefjast, eins og áður segir, á sunnudaginn og verða á dagskrá næstu átta sunnudaga á Stöð 2 eSports klukkan 17.40. Meðal gesta eru m.a. Donna Cruz, samfélagsmiðlastjarna, og íslenskir leikarar. Klippa: Talað um tölvuleiki - Ingi Bauer
Rafíþróttir Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira