Guðmundur verður í banni í El Clásico í Njarðvík í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2020 14:31 Guðmundur Jónsson í leik með Keflavík í Domino´s deild karla. Vísir/Bára Guðmundur Jónsson, fyrrum Njarðvíkingur og leikmaður Keflavíkur í dag, missir af leik Njarðvíkur og Keflavíkur í Domino´s deild karla í kvöld. Guðmundur var í gær dæmdur í eins leiks bann af Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands. Þetta eru eftirmálar af brottvísun Guðmundar í leik Keflavíkur og Grindavíkur á dögunum. Guðmundur var rekinn út úr húsi eftir samskipti sín og Grindvíkingsins ValdasVasylius strax í fyrsta leikhluta. Guðmundur Jónsson er einn af þeim sem eiga hvað flesta leiki með báðum liðum í innbyrðisviðureignum Njarðvíkur og Keflavíkur í gegnum tíðina en hann hóf feril sinn í Njarðvík en hefur spilað með Keflavíkurliðinu frá árinu 2013.Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í málinu og má sjá hana hér fyrir neðan. Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. og ítrekunarákvæðis sömu greinar reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Guðmundur Jónsson, leikmaður Keflavíkur, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Keflavíkur og Grindavíkur í Domino's deild karla, sem leikinn var 9. janúar 2020. Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 í Njarðtaksgryfjunni í kvöld en á undan verður Domino´s Körfuboltakvöld með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni. Í dag, fimmtudaginn 16. janúar, verða tuttugu ár liðin frá því að körfuboltamaðurinn Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum. Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Að leik loknum eða kl. 22.15 mun Stöð 2 Sport svo sýna heimildarmyndina „Ölli“ eftir Garðar Örn Arnarson. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090. Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma. Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Sjá meira
Guðmundur Jónsson, fyrrum Njarðvíkingur og leikmaður Keflavíkur í dag, missir af leik Njarðvíkur og Keflavíkur í Domino´s deild karla í kvöld. Guðmundur var í gær dæmdur í eins leiks bann af Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands. Þetta eru eftirmálar af brottvísun Guðmundar í leik Keflavíkur og Grindavíkur á dögunum. Guðmundur var rekinn út úr húsi eftir samskipti sín og Grindvíkingsins ValdasVasylius strax í fyrsta leikhluta. Guðmundur Jónsson er einn af þeim sem eiga hvað flesta leiki með báðum liðum í innbyrðisviðureignum Njarðvíkur og Keflavíkur í gegnum tíðina en hann hóf feril sinn í Njarðvík en hefur spilað með Keflavíkurliðinu frá árinu 2013.Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í málinu og má sjá hana hér fyrir neðan. Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. og ítrekunarákvæðis sömu greinar reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Guðmundur Jónsson, leikmaður Keflavíkur, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Keflavíkur og Grindavíkur í Domino's deild karla, sem leikinn var 9. janúar 2020. Leikur Njarðvíkur og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 í Njarðtaksgryfjunni í kvöld en á undan verður Domino´s Körfuboltakvöld með „Í minningu Ölla“ í beinni frá Njarðtaksgryfjunni. Í dag, fimmtudaginn 16. janúar, verða tuttugu ár liðin frá því að körfuboltamaðurinn Örlygur Aron Sturluson lést af slysförum. Allur aðgangseyrir á leikinn mun renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla en sjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Að leik loknum eða kl. 22.15 mun Stöð 2 Sport svo sýna heimildarmyndina „Ölli“ eftir Garðar Örn Arnarson. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins:0322-26-021585, kt. 461113-1090. Allur sá peningur sem safnast fer í að styrkja börn til íþróttaiðkunar. Forsvarsmenn sjóðsins gefa sína vinnu sem og allir þeir sem að starfseminni koma.
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Sjá meira