Lífið

Breytt fyrirkomulag varðandi tvö neðstu pörin í næsta þætti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Regína Ósk og Max Petrov og Manuela Ósk og Jón Eyþór voru í neðstu sætunum í síðustu viku. Þau hefði þurft að fara í danseinvígi ef þátturinn hefði verið á morgun.
Regína Ósk og Max Petrov og Manuela Ósk og Jón Eyþór voru í neðstu sætunum í síðustu viku. Þau hefði þurft að fara í danseinvígi ef þátturinn hefði verið á morgun.

Í næsta þætti af Allir geta dansað verður breyting á fyrirkomulagi keppninnar varðandi tvö neðstu pörin.

Það verður vissulega símakosning eins og vanalega en tvö neðstu pörin munu þurfa að taka danseinvígi sín á milli.

Því næst munu þau Selma Björnsdóttir, Karen Reeve og Jóhann Gunnar Arnarsson sem mynda dómnefndina ákveða hvaða par fer heim.

Þetta fyrirkomulag hefur alltaf legið fyrir að taka upp á þessu stigi en margir furðuðu sig á því að Regína Ósk og Max Petrov féllu úr leik í síðasta þætti. Dómnefndin og áhorfendur áttu í raun ekki til eitt aukatekið orð, en þau höfðu fengið frábæra umsögn frá dómnefndinni, en það dugði ekki til.


Tengdar fréttir

Marta blá og marin eftir æfingar

Jón Viðar Arnþórsson og Marta Carrasco voru fyrsta parið á svið síðastliðið föstudagskvöld og dönsuðu þau Jive við lagið Gaggó vest með Eiríki Haukssyni. Jón Viðar var áður með Malín Öglu Kristjánsdóttur í teymi en hún er komin í leyfi þar sem hún er gengin yfir sex mánuði á leið.

Vala og Siggi fengu nánast fullkomna einkunn

Vala Eiríks og Sigurður Már Atlason dönsuðu Paso Doble við lagið Don't let me be Misunderstood úr kvikmyndinni Kill Bill síðastliðið föstudagskvöld í beinni útsendingu á Stöð 2.

Eyfi söng sjálfur lagið sem þau Telma dönsuðu við

Eyjólfur Kristjánsson og Telma Rut Sigurðardóttir dönsuðu Enskan vals við lagið Beauty and the Beast í síðasta þætti af Allir geta dansað sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 síðastliðið föstudagskvöld.

Veigar og Ástrós með áreynslulausan Vínarvals

Veigar Páll Gunnarsson og Ástrós Traustadóttir dönsuðu Vínarvals undir laginu You Don't Own Me með Harley Quinn úr Suicide Squad í beinni útsendingu á Stöð 2 síðastliðið föstudagskvöld í skemmtiþáttunum Allir geta dansað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.