Margrét Edda Gnarr og Ingimar Elíasson eignuðust dreng í gær. Fréttablaðið greinir frá.
Drengurinn er fyrsta barn Margrétar og Ingimars saman en fyrir á Ingimar eitt barn.
Margrét tilkynnti um kyn barnsins í ágúst og má sjá myndbandið af því hér að neðan. Í Instagram-sögu Margrét má núna sjá nokkrar myndir af drengnum og fæðingunni.
Margrét opnaði sig í viðtali í Íslandi í dag um baráttu sína við átröskun í fyrra og má sjá viðtalið hér að neðan.