„Fylgdarþjónusta er meira en bara vændi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2020 09:30 Stefán segist vera sáttur í starfi. Stefán Octavian George er ungur maður að vestan sem stundum er sagður vera fyrsta íslenska klámstjarnan. Hann hefur leikið í fjölmörgum hommaklámmyndum, er orðin nokkuð þekktur í þeirri senu og er stoltur af þeim árangri sem hann hefur náð. Nú nýverið hefur hann dvalið mikið í Bandaríkjunum þar sem hann hefur söðlað aðeins um er farin að starfa á aðeins öðrum en tengdum vettvangi. „Ég er bara búinn að vera skoða heiminn og njóta lífsins aðeins,“ segir Stefán í samtali við Frosta Logason í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég er búinn að vera í fylgdarþjónustu og aðeins að skoða hitt og þetta. Fylgdarþjónusta getur verið á marga vegu. Þú getur verið fylgdaraðili á viðburði með fólki, þú getur verið fylgdaraðili út að borða og kynlíf. Þetta er bara allskonar.“ En er fylgdarþjónusta þá ekki bara annað og fínna orð yfir vændi? „Fylgdarþjónusta er meira en bara vændi. Þú ert að veita meiri þjónustu. Vændi er miklu meira bara að veita kynlífsþjónustu og svo bara búið. Þú þarft oft að mynda tengsl við viðskiptavinin og hitta hann mörgum sinnum. Sumir ráða þig til þess að ferðast og sumir ráða þig til þess að koma með á ráðstefnur fyrirtækja. Þetta er aðeins meira en bara vændi.“ Stefán segir að kúnnarnir séu allskonar. „Óreglufólk, ríkt fólk og bara nefndu það. Stundum er þetta bara einhver sem að kaupa einhvern inn til að fá nudd frá einhverjum sem honum finnst flottur og þeir fá helling út úr því. Og svo allt út í það að stunda kynlíf með þeim. Við erum öll með misjafnar þarfir. Stundum er þetta bara gamall sveittur kall sem er í sömu sokkunum tíu daga í röð. Ég hef reynt að einblína að first class service. Bara eins og þegar þú ert að fljúga á fyrsta farrými. Þetta er bara first class þjónusta sem ég er að veita. Ég er ekki sá ódýrasti á markaðnum, einfaldlega vegna þess að ég hugsa og veit hvers virði ég er,“ segir Stefán sem segist fá allt upp í 800 dollara fyrir hvert skipti og hann tekur aldrei kúnna að sér fyrir minna en níutíu mínútur. Sumir ekki komnir út úr skápnum Það er ekki bara dans á rósum að vera í fylgdarþjónustu og fyrir suma kúnna þarf Stefán jafnvel að vera í hlutverki einhverskonar sálfræðings. „Þú ert stundum að taka viðskiptavini sem eru ekki komnir út úr skápnum og þeir þurfa að treysta þér. Ég vil að þeir séu hundrað prósent slakir þegar við förum út í hluti eins og kynlíf. Margir hverjir eru giftir og eiga börn. Margir eru líka bara einstæðir og hafa ekki komið út. Þetta eru yfirleitt eldri menn en þetta getur verið allur skalinn. Ég nýt þess alls ekkert alltaf að hitta ákveðna viðskiptavini. Stundum er þetta bara að demba sér í málið, hann er að borga þér vel og ég verð bara að gera þetta. Auðvitað segi ég nei við því sem ég vill ekki gera, og ég hvet alla til að gera slíkt hið sama.“ Hann segist stundum fá samviskubit eftir að hafa verið með kúnna. „Á sama tíma hugsaði ég líka, þú kýst að gera þetta og þú þarft ekki að gera þetta Stefán.“ Og Stefán segist alls ekki vera hættur í kláminu þó hann hafi snúið sér meira að fylgdarþjónustu í seinni tíð. Stefán segist alls ekki vera tilneyddur til að gera það sem hann gerir. „Ég veit ekki hvað ég hef tekið upp margar senur. Ég á yfir tíu þúsund myndir og vídeó.“ Sem fyrr segir segist Stefán vera orðinn nokkuð þekktur í sínum geira enda hafi hann á dögunum fengið nokkrar tilnefningar á sérstakri Gay Porn verðlaunahátið sem fer fram núna síðar í þessum mánuði. En hvernig er tilfinningin eftir að hafa tekið upp klámsenu? Mamma ekki venjuleg íþróttamamma í stúkunni „Hún er rosalega mismunandi og það fer eftir því hverjum þú varst að vinna með. Ef þú þekkir aðilann og hefur unnið með áður þá er þetta ekkert mál og orðið svo eðlilegt. Svo eru öðruvísi aðstæður. Þú ert vanur, hinn er nýr og þú veist ekki hversu langt þú mátt fara.“ Stefán segir að vissulega séu þeir til sem fara út í klám eða vændi af neyð til þess að annað hvort fjármagna neyslu sína eða einfaldlega til að lifa af í hörðum heimi en það er að hans sögn langt því frá algilt og það sé til dæmis alls ekki þannig í hans tilfelli. En hvað finnst fjölskyldu Stefáns um þetta starf sem hann stundar? „Ég held að þetta sé ekki alveg eitthvað sem foreldrar mínir eru bara vúhú yfir. Hún er ekkert bara íþróttamamman upp í stúku að öskra mig áfram.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tengdar fréttir Sjáðu þegar klámstjarnan Stefán Octavian fór á skeljarnar Íslenska klámstjarnan Stefán Octavian fór á skeljarnar um helgina og bað hann Devin Dickinson um að giftast sér. 17. apríl 2018 13:30 „Fengið að heyra að ég sé viðbjóður“ „Ég byrja í þessu í ágúst í fyrra,“ segir klámmyndaleikarinn Stefán Octavian í samtali við Brennsluna í morgun. 19. mars 2018 14:30 Stefán á leiðinni til Rúmeníu með loforð í ferðatöskunni um að hitta móður sína Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason var ættleiddur frá Rúmeníu þegar hann var á þriðja ári en hann hefur lengi dreymt um að leita af ættingjum sínum þar í landi. 13. nóvember 2017 12:30 Stefán á leiðinni á klámhátíð í Las Vegas: „Í raun Óskarinn í hommakláminu“ "Ég er að fljúga út til Las Vegas í kvöld og svo er það rauði dregillinn í næstu viku.“ 4. janúar 2018 14:30 Stefán upplifði drauminn og fann fjölskyldu sína: „Get titlað mig sem klámstjörnu“ "Alveg frá því að ég var smápolli ætlaði ég mér að fara út til Rúmeníu,“ segir Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason var ættleiddur frá Rúmeníu þegar hann var á þriðja ári en hann hefur lengi dreymt um að leita af ættingjum sínum þar í landi. 20. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Stefán Octavian George er ungur maður að vestan sem stundum er sagður vera fyrsta íslenska klámstjarnan. Hann hefur leikið í fjölmörgum hommaklámmyndum, er orðin nokkuð þekktur í þeirri senu og er stoltur af þeim árangri sem hann hefur náð. Nú nýverið hefur hann dvalið mikið í Bandaríkjunum þar sem hann hefur söðlað aðeins um er farin að starfa á aðeins öðrum en tengdum vettvangi. „Ég er bara búinn að vera skoða heiminn og njóta lífsins aðeins,“ segir Stefán í samtali við Frosta Logason í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég er búinn að vera í fylgdarþjónustu og aðeins að skoða hitt og þetta. Fylgdarþjónusta getur verið á marga vegu. Þú getur verið fylgdaraðili á viðburði með fólki, þú getur verið fylgdaraðili út að borða og kynlíf. Þetta er bara allskonar.“ En er fylgdarþjónusta þá ekki bara annað og fínna orð yfir vændi? „Fylgdarþjónusta er meira en bara vændi. Þú ert að veita meiri þjónustu. Vændi er miklu meira bara að veita kynlífsþjónustu og svo bara búið. Þú þarft oft að mynda tengsl við viðskiptavinin og hitta hann mörgum sinnum. Sumir ráða þig til þess að ferðast og sumir ráða þig til þess að koma með á ráðstefnur fyrirtækja. Þetta er aðeins meira en bara vændi.“ Stefán segir að kúnnarnir séu allskonar. „Óreglufólk, ríkt fólk og bara nefndu það. Stundum er þetta bara einhver sem að kaupa einhvern inn til að fá nudd frá einhverjum sem honum finnst flottur og þeir fá helling út úr því. Og svo allt út í það að stunda kynlíf með þeim. Við erum öll með misjafnar þarfir. Stundum er þetta bara gamall sveittur kall sem er í sömu sokkunum tíu daga í röð. Ég hef reynt að einblína að first class service. Bara eins og þegar þú ert að fljúga á fyrsta farrými. Þetta er bara first class þjónusta sem ég er að veita. Ég er ekki sá ódýrasti á markaðnum, einfaldlega vegna þess að ég hugsa og veit hvers virði ég er,“ segir Stefán sem segist fá allt upp í 800 dollara fyrir hvert skipti og hann tekur aldrei kúnna að sér fyrir minna en níutíu mínútur. Sumir ekki komnir út úr skápnum Það er ekki bara dans á rósum að vera í fylgdarþjónustu og fyrir suma kúnna þarf Stefán jafnvel að vera í hlutverki einhverskonar sálfræðings. „Þú ert stundum að taka viðskiptavini sem eru ekki komnir út úr skápnum og þeir þurfa að treysta þér. Ég vil að þeir séu hundrað prósent slakir þegar við förum út í hluti eins og kynlíf. Margir hverjir eru giftir og eiga börn. Margir eru líka bara einstæðir og hafa ekki komið út. Þetta eru yfirleitt eldri menn en þetta getur verið allur skalinn. Ég nýt þess alls ekkert alltaf að hitta ákveðna viðskiptavini. Stundum er þetta bara að demba sér í málið, hann er að borga þér vel og ég verð bara að gera þetta. Auðvitað segi ég nei við því sem ég vill ekki gera, og ég hvet alla til að gera slíkt hið sama.“ Hann segist stundum fá samviskubit eftir að hafa verið með kúnna. „Á sama tíma hugsaði ég líka, þú kýst að gera þetta og þú þarft ekki að gera þetta Stefán.“ Og Stefán segist alls ekki vera hættur í kláminu þó hann hafi snúið sér meira að fylgdarþjónustu í seinni tíð. Stefán segist alls ekki vera tilneyddur til að gera það sem hann gerir. „Ég veit ekki hvað ég hef tekið upp margar senur. Ég á yfir tíu þúsund myndir og vídeó.“ Sem fyrr segir segist Stefán vera orðinn nokkuð þekktur í sínum geira enda hafi hann á dögunum fengið nokkrar tilnefningar á sérstakri Gay Porn verðlaunahátið sem fer fram núna síðar í þessum mánuði. En hvernig er tilfinningin eftir að hafa tekið upp klámsenu? Mamma ekki venjuleg íþróttamamma í stúkunni „Hún er rosalega mismunandi og það fer eftir því hverjum þú varst að vinna með. Ef þú þekkir aðilann og hefur unnið með áður þá er þetta ekkert mál og orðið svo eðlilegt. Svo eru öðruvísi aðstæður. Þú ert vanur, hinn er nýr og þú veist ekki hversu langt þú mátt fara.“ Stefán segir að vissulega séu þeir til sem fara út í klám eða vændi af neyð til þess að annað hvort fjármagna neyslu sína eða einfaldlega til að lifa af í hörðum heimi en það er að hans sögn langt því frá algilt og það sé til dæmis alls ekki þannig í hans tilfelli. En hvað finnst fjölskyldu Stefáns um þetta starf sem hann stundar? „Ég held að þetta sé ekki alveg eitthvað sem foreldrar mínir eru bara vúhú yfir. Hún er ekkert bara íþróttamamman upp í stúku að öskra mig áfram.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tengdar fréttir Sjáðu þegar klámstjarnan Stefán Octavian fór á skeljarnar Íslenska klámstjarnan Stefán Octavian fór á skeljarnar um helgina og bað hann Devin Dickinson um að giftast sér. 17. apríl 2018 13:30 „Fengið að heyra að ég sé viðbjóður“ „Ég byrja í þessu í ágúst í fyrra,“ segir klámmyndaleikarinn Stefán Octavian í samtali við Brennsluna í morgun. 19. mars 2018 14:30 Stefán á leiðinni til Rúmeníu með loforð í ferðatöskunni um að hitta móður sína Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason var ættleiddur frá Rúmeníu þegar hann var á þriðja ári en hann hefur lengi dreymt um að leita af ættingjum sínum þar í landi. 13. nóvember 2017 12:30 Stefán á leiðinni á klámhátíð í Las Vegas: „Í raun Óskarinn í hommakláminu“ "Ég er að fljúga út til Las Vegas í kvöld og svo er það rauði dregillinn í næstu viku.“ 4. janúar 2018 14:30 Stefán upplifði drauminn og fann fjölskyldu sína: „Get titlað mig sem klámstjörnu“ "Alveg frá því að ég var smápolli ætlaði ég mér að fara út til Rúmeníu,“ segir Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason var ættleiddur frá Rúmeníu þegar hann var á þriðja ári en hann hefur lengi dreymt um að leita af ættingjum sínum þar í landi. 20. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Sjáðu þegar klámstjarnan Stefán Octavian fór á skeljarnar Íslenska klámstjarnan Stefán Octavian fór á skeljarnar um helgina og bað hann Devin Dickinson um að giftast sér. 17. apríl 2018 13:30
„Fengið að heyra að ég sé viðbjóður“ „Ég byrja í þessu í ágúst í fyrra,“ segir klámmyndaleikarinn Stefán Octavian í samtali við Brennsluna í morgun. 19. mars 2018 14:30
Stefán á leiðinni til Rúmeníu með loforð í ferðatöskunni um að hitta móður sína Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason var ættleiddur frá Rúmeníu þegar hann var á þriðja ári en hann hefur lengi dreymt um að leita af ættingjum sínum þar í landi. 13. nóvember 2017 12:30
Stefán á leiðinni á klámhátíð í Las Vegas: „Í raun Óskarinn í hommakláminu“ "Ég er að fljúga út til Las Vegas í kvöld og svo er það rauði dregillinn í næstu viku.“ 4. janúar 2018 14:30
Stefán upplifði drauminn og fann fjölskyldu sína: „Get titlað mig sem klámstjörnu“ "Alveg frá því að ég var smápolli ætlaði ég mér að fara út til Rúmeníu,“ segir Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason var ættleiddur frá Rúmeníu þegar hann var á þriðja ári en hann hefur lengi dreymt um að leita af ættingjum sínum þar í landi. 20. nóvember 2017 15:30