Conor McGregor vill annan boxbardaga á móti Floyd Mayweather Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 12:00 Conor McGregor og Floyd Mayweather fyrir bardaga þeirra í ágúst 2017. Getty/Jeff Bottari Írski bardagakappinn Conor McGregor er á leiðinni aftur inn í UFC búrið um næstu helgi en hann er þó strax farinn að tala um næsta boxbardaga í viðtölum við fjölmiðla. ESPN segir frá því að Conor McGregor vilji nú annan boxbardaga á móti Floyd Mayweather en Írinn talaði um þessa ósk sín í viðtali í MMA þætti Ariel Helwani. Conor McGregor says he still wants a rematch with Floyd Mayweather: https://t.co/8bE41i3bGGpic.twitter.com/7SB0w30vEF— Complex (@Complex) January 13, 2020 Fyrsta val Conors væri að berjast aftur við Floyd Mayweather en McGregor væri líka til í boxbardaga á móti Manny Pacquiao. Írinn er líka sannfærður um að slíkur bardagi verði að veruleika. „Ég vil fá annan bardaga við Floyd. Hann er að daðra við að berjast aftur. Hann getur vissulega valið einhvern annan en það verður ekki það sama,“ sagði Conor McGregor í þættinum. Floyd Mayweather kláraði bardagann á móti Conor McGregor með tæknilegu rothöggi í tíundu lotu en sá fór fram 26. ágúst 2017. Tekjur af bardaganum voru yfir 600 milljónir dollara en 4,3 milljónir borguðu sérstaklega fyrir að horfa á bardagann. 600 milljónir Bandaríkjadala eru meira en 74,2 milljarðar í íslenskum krónum. Dana White, forseti UFC, hefur handasalan samning við Conor McGregor og er kominn á fullt að reyna að setja á slíkan bardaga þótt ekki sé enn vitað með hvaða hætti Conor og væntanlegur andstæðingur hans muni berjast. Conor McGregor said "I'd like to rematch Floyd" last night. Well, it hasn't taken long for Mayweather's manager to respond. HERE WE GO!https://t.co/P02Nqb33Papic.twitter.com/djdoXwEllk— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2020 „Þetta var frábær reynsla fyrir mig á sínu tíma og ég hlakka til að gera þetta aftur. Þetta mun líka gerast aftur,“ sagði Conor McGregor sem græddi náttúrulega mikinn pening á bardaganum við Floyd Mayweather. Sagan segir að Floyd Mayweather hafi fengið samtals 275 milljónir dollara en Conor 85 milljónir dollara. Þetta er upphæðir upp á 34 milljarða og 10,5 milljarða íslenskra króna. Conor McGregor mætir Donald Cerrone í UFC 246 um næstu helgi. Box MMA Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Írski bardagakappinn Conor McGregor er á leiðinni aftur inn í UFC búrið um næstu helgi en hann er þó strax farinn að tala um næsta boxbardaga í viðtölum við fjölmiðla. ESPN segir frá því að Conor McGregor vilji nú annan boxbardaga á móti Floyd Mayweather en Írinn talaði um þessa ósk sín í viðtali í MMA þætti Ariel Helwani. Conor McGregor says he still wants a rematch with Floyd Mayweather: https://t.co/8bE41i3bGGpic.twitter.com/7SB0w30vEF— Complex (@Complex) January 13, 2020 Fyrsta val Conors væri að berjast aftur við Floyd Mayweather en McGregor væri líka til í boxbardaga á móti Manny Pacquiao. Írinn er líka sannfærður um að slíkur bardagi verði að veruleika. „Ég vil fá annan bardaga við Floyd. Hann er að daðra við að berjast aftur. Hann getur vissulega valið einhvern annan en það verður ekki það sama,“ sagði Conor McGregor í þættinum. Floyd Mayweather kláraði bardagann á móti Conor McGregor með tæknilegu rothöggi í tíundu lotu en sá fór fram 26. ágúst 2017. Tekjur af bardaganum voru yfir 600 milljónir dollara en 4,3 milljónir borguðu sérstaklega fyrir að horfa á bardagann. 600 milljónir Bandaríkjadala eru meira en 74,2 milljarðar í íslenskum krónum. Dana White, forseti UFC, hefur handasalan samning við Conor McGregor og er kominn á fullt að reyna að setja á slíkan bardaga þótt ekki sé enn vitað með hvaða hætti Conor og væntanlegur andstæðingur hans muni berjast. Conor McGregor said "I'd like to rematch Floyd" last night. Well, it hasn't taken long for Mayweather's manager to respond. HERE WE GO!https://t.co/P02Nqb33Papic.twitter.com/djdoXwEllk— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2020 „Þetta var frábær reynsla fyrir mig á sínu tíma og ég hlakka til að gera þetta aftur. Þetta mun líka gerast aftur,“ sagði Conor McGregor sem græddi náttúrulega mikinn pening á bardaganum við Floyd Mayweather. Sagan segir að Floyd Mayweather hafi fengið samtals 275 milljónir dollara en Conor 85 milljónir dollara. Þetta er upphæðir upp á 34 milljarða og 10,5 milljarða íslenskra króna. Conor McGregor mætir Donald Cerrone í UFC 246 um næstu helgi.
Box MMA Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira