Serena hefur unnið mót á fjórum mismunandi áratugum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 15:45 Serena Williams með bikarinn og dóttur sína Alexis Olympiu. Getty/Hannah Peters Bandaríska tenniskonan Serena Williams vann í gær sitt fyrsta mót eftir að hún eignaðist dóttur sína fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Serena Williams vann þá ASB Classic mótið sem fór fram í Auckland í Nýja Sjálandi. Serena vann úrslitaleikinn á móti löndu sinni Jessica Pegula 6-3, 6-4. Serena Williams won her first singles title since giving birth to her daughter, Olympia. Her last win was the 2017 Australian Open, which she won while nearly two months pregnant. https://t.co/JBA3RIWsfd— NYT Sports (@NYTSports) January 12, 2020 Serena Williams eignaðist dótturina Alexis Olympia 1. september 2017. Hún hafði oft verið nærri sigri á móti enda hafði þessi sigursæla tenniskona komist í úrslitaleikinn á þremur risamótum. Serena varð hins vara að sætta sig við tap í úrslitaleiknum á opna bandaríska mótinu 2018 og 2019 sem og á úrslitaleik Wimbledon. Nú náði hún loksins að fagna sigri. „Þetta er góð tilfinning. Þetta hefur tekið langan tíma og ég held að þið sjáið á mér að þetta er léttir. Það er mjög ánægjulegt að vinna úrslitaleik. Þetta er mikilvægur sigur fyrir mig og ég vil byggja ofan á þetta. Þetta er skref í átt að næsta markmiði,“ sagði hin magnaða 38 ára gamla Serena Williams. Næst á dagskrá hjá Serena Williams er einmitt að vinna 24 risatitilinn og framundan er opna ástralska mótið í Melbourne. Serena Williams ákvað eftir sigurinn í Auckland, að gefa allt verðlaunafé sitt, 43 þúsund dollara, í baráttuna gegn gróðureldunum í Ástralíu. Það eru 5,3 milljónir íslenskra króna. Her legend GROWS. With a tournament win this morning in New Zealand, @serenawilliams now has victories in four different decades. pic.twitter.com/UziLluxo5R— NBC Sports (@NBCSports) January 12, 2020 Serena Williams gerði samt meira en að vinna bara þetta mót. Sigur hennar um helgina þýðir að hún hefur nú unnið tennismót á fjórum mismunandi áratugum sem er magnað afrek hjá þessari miklu íþróttakonu. Serena Williams' win in Auckland makes it FOUR decades of being a champion. Serena's wins by decade: 90s: 00s: 10s: 20s:— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 12, 2020 Tennis Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Bandaríska tenniskonan Serena Williams vann í gær sitt fyrsta mót eftir að hún eignaðist dóttur sína fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Serena Williams vann þá ASB Classic mótið sem fór fram í Auckland í Nýja Sjálandi. Serena vann úrslitaleikinn á móti löndu sinni Jessica Pegula 6-3, 6-4. Serena Williams won her first singles title since giving birth to her daughter, Olympia. Her last win was the 2017 Australian Open, which she won while nearly two months pregnant. https://t.co/JBA3RIWsfd— NYT Sports (@NYTSports) January 12, 2020 Serena Williams eignaðist dótturina Alexis Olympia 1. september 2017. Hún hafði oft verið nærri sigri á móti enda hafði þessi sigursæla tenniskona komist í úrslitaleikinn á þremur risamótum. Serena varð hins vara að sætta sig við tap í úrslitaleiknum á opna bandaríska mótinu 2018 og 2019 sem og á úrslitaleik Wimbledon. Nú náði hún loksins að fagna sigri. „Þetta er góð tilfinning. Þetta hefur tekið langan tíma og ég held að þið sjáið á mér að þetta er léttir. Það er mjög ánægjulegt að vinna úrslitaleik. Þetta er mikilvægur sigur fyrir mig og ég vil byggja ofan á þetta. Þetta er skref í átt að næsta markmiði,“ sagði hin magnaða 38 ára gamla Serena Williams. Næst á dagskrá hjá Serena Williams er einmitt að vinna 24 risatitilinn og framundan er opna ástralska mótið í Melbourne. Serena Williams ákvað eftir sigurinn í Auckland, að gefa allt verðlaunafé sitt, 43 þúsund dollara, í baráttuna gegn gróðureldunum í Ástralíu. Það eru 5,3 milljónir íslenskra króna. Her legend GROWS. With a tournament win this morning in New Zealand, @serenawilliams now has victories in four different decades. pic.twitter.com/UziLluxo5R— NBC Sports (@NBCSports) January 12, 2020 Serena Williams gerði samt meira en að vinna bara þetta mót. Sigur hennar um helgina þýðir að hún hefur nú unnið tennismót á fjórum mismunandi áratugum sem er magnað afrek hjá þessari miklu íþróttakonu. Serena Williams' win in Auckland makes it FOUR decades of being a champion. Serena's wins by decade: 90s: 00s: 10s: 20s:— Ben Rothenberg (@BenRothenberg) January 12, 2020
Tennis Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira