Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2020 18:45 Bjarki Már skoraði sex mörk og var markahæstur ásamt Sigvalda og Alexander. vísir/epa Ísland vann stórsigur á Rússlandi, 34-23, í öðrum leik sínum á EM 2020 í handbolta í dag. Íslenska liðið var allan tímann með forystuna og sigurinn var gríðarlega öruggur. Ísland var sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og Rússland ógnaði forystu íslenska liðsins aldrei í seinni hálfleik. Íslendingar juku forskotið í seinni hálfleik og unnu á endanum ellefu marka sigur, 34-23. Sigvaldi Guðjónsson, Alexander Petersson og Bjarki Már Elísson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hver. Íslensku markverðirnir, Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson, stóðu sig frábærlega og vörðu samtals 20 skot. Ísland er með fjögur stig á toppi E-riðils. Íslendingar mæta Ungverjum í síðasta leik sínum í riðlakeppninni á miðvikudaginn. EM 2020 í handbolta
Ísland vann stórsigur á Rússlandi, 34-23, í öðrum leik sínum á EM 2020 í handbolta í dag. Íslenska liðið var allan tímann með forystuna og sigurinn var gríðarlega öruggur. Ísland var sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og Rússland ógnaði forystu íslenska liðsins aldrei í seinni hálfleik. Íslendingar juku forskotið í seinni hálfleik og unnu á endanum ellefu marka sigur, 34-23. Sigvaldi Guðjónsson, Alexander Petersson og Bjarki Már Elísson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hver. Íslensku markverðirnir, Björgvin Páll Gústavsson og Viktor Gísli Hallgrímsson, stóðu sig frábærlega og vörðu samtals 20 skot. Ísland er með fjögur stig á toppi E-riðils. Íslendingar mæta Ungverjum í síðasta leik sínum í riðlakeppninni á miðvikudaginn.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti