Lífið

Skrifaði undir þriggja ára dreifingarsamning við Sony Music í Danmörku

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Bjarki Ómarsson segir það mikil forréttindi fyrir sig sem tónlistarmann að landa samningi við fyrirtæki eins og Sony Music. 
Bjarki Ómarsson segir það mikil forréttindi fyrir sig sem tónlistarmann að landa samningi við fyrirtæki eins og Sony Music.  Aðsend mynd

Tónlistarmaðurinn Bjarki Ómarsson, sem kemur fram undir listamannanafninu Bomarz, skrifaði á dögunum undir þriggja ára dreifingarsamning við Sony Music í Danmörku. 

„Þetta kom þannig til að ég var að fara að gefa út lag með stórum erlendum listamanni og leitaði eftir ráðleggingum hjá fólki sem ég hafði tengingu við hjá Sony.“

Bjarki segist þá strax hafa fundið fyrir miklum áhuga hjá Sony og segir hann Sony hafa stungið upp á því að hann myndi bíða með að gefa út lagið.

Í kjölfarið var ég boðaður á fund þar sem við bárum saman bækur okkar og spjölluðum lengi saman. Eftir þann fund þá small allt og ákveðið var að fara í samstarf.

Fyrsta lagið sem Bjarki gefur út í samstarfi við Sony Music heitir Summer Vibes og kom lagið út í dag á streymisveitum. Aðsend mynd

Fyrsta lagið sem Bjarki gefur út í samstarfi við Sony kom út í dag og heitir Summer Vibes. „Þetta er svona suðræn sumarsleggja,“ segir Bjarki og bætir því við að hann sé mjög glaður með útkomuna. 

Bjarki segir það vera mikil forréttindi fyrir sig sem tónlistarmann af hafa landað þessum samning við Sony og upplifir hann mikið þakklæti.

Söngvarinn Chris Medina (American Idon) syngur lag Bjarka Ómarssonar, Can't Fake It, sem mun koma út í Október. Einnig verður gefið út myndband við lagið og segist Bjarki mjög spenntur fyrir útkomunni. Getty

„Fyrir mig sem listamann er þetta ótrúlega mikill heiður og frábært að fá bakland í því sem maður er að skapa. Framundan er svo næsta lag sem kemur út í október en það lag er sungið af söngvaranum Chris Medina (American Idol). Einnig munum við gefa út tónlistarmyndband við lagið sem heitir Can't Face It og er ég mjög spenntur að sýna fólki afraksturinn.“

Að lokum segir Bjarki að stefnan sé að sjálfsögðu tekin út fyrir landsteinana og kveðst hann hlakka mikið til komandi tíma og ævintýra. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×