Lífið

Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þegar Ísland kom upp úr skálinni í Rotterdam.
Þegar Ísland kom upp úr skálinni í Rotterdam.

Rétt í þessu var dregið í undanriðla fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí.

Þar kom í ljós að Ísland mun koma fram á seinna undankvöldinu. Einnig kom fram að framlag Íslands mun verða flutt á fyrri hluta kvöldsins. Íslendingar eru bæði með Finnum og Dönum í riðli. 

Fyrra undankvöldið fer fram 12.maí, seinna þann 14.maí og síðan verður úrslitakvöldið haldið í Rotterdam Ahoy höllinni í borginni en höllin tekur yfir 16 þúsund manns í sæti.

Undanfarin ár hefur Ísland verið á fyrra undankvöldinu og í fyrra komumst við loksins áfram úr undankeppnina með framlagi okkar Hatrið mun sigra með Hatara. 

Fylgst var með drættinum í beinni á YouTube-rás Eurovision.

Fyrri undanriðillinn
Seinni undanriðillinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.