Manuela og Jón Eyþór snúa aftur í lokaþættinum vegna mistakanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 11:14 Jón Eyþór og Manuela í fjörugum dansi í Allir geta dansað 10. janúar síðastliðinn. Vísir/M. Flóvent Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson, sem duttu út úr þættinum Allir geta dansað á Stöð 2 á föstudagskvöld, munu fá að taka þátt í lokaþættinum um næstu helgi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stöð 2. Í samantekt dansanna á föstudagskvöld, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Í tilkynningu er áréttað að mistökin hafi verið leiðrétt af umsjónarmönnum þáttarins, sem tilgreint hafi sérstaklega símanúmer Manuelu og Jóns sem kom ekki fram í upprifjuninni. Að auki hafi símanúmerum keppenda verið rennt yfir skjáinn á meðan á skemmtiatriðum stóð. „Hins vegar, til að gæta allrar sanngirni hafa Stöð 2 og Rvk studios, framleiðendur þáttanna, tekið þá ákvörðun að bjóða parinu sem var sent heim að ganga aftur til liðs við þáttinn og verða því fimm pör í spennandi úrslitaþætti föstudagskvöldið 31.janúar næstkomandi,“ segir í tilkynningu Stöðvar 2. Þarna hefði átt að standa 900 9004. Manuela segir í samtali við Vísi að þau Jón ætli að sjálfsögðu að taka boðinu um að taka þátt í lokaþættinum. „Þetta var frábær lending og besta lausnin því það var augljóst að þetta var svolítið ósanngjarnt.“ Þá mæti þau hress og upplitsdjörf á sjónvarpsskjám landsmanna næsta föstudagskvöld. „Við ætlum að galdra fram einhvern dásamlegan vínarvals,“ segir Manuela kímin. Sátt með frammistöðuna Mistökin voru með hætti að þegar opnað var á símakosninguna og samantekt dansanna sýnd birtist símanúmerið hjá dansparinu Völu Eiríks og Sigurði Má Atlasyni við atriði Manuelu og Jóns. Þeirra símanúmer birtist því ekki en númer Völu og Sigurðar tvisvar. Manuela og Jón ræddu málið fyrst í útvarpsþættinum Bakaríinu á Bylgjunni í gærmorgun og kváðust sátt með frammistöðu sína en leiðinlegt væri að detta út við þessar aðstæður. Inntur eftir því hvort að mistökin kynnu að útskýra af hverju Manuela og Jón hafi lent á botninum sagði Jón að svo kynni að vera. Þau hafi í það minnsta fengið fjölda skilaboða frá fólki sem hafi ætlað að kjósa þau en sent atkvæðið á vitlaust númer. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt,“ sagði Jón. Allir geta dansað Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. 25. janúar 2020 19:29 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson, sem duttu út úr þættinum Allir geta dansað á Stöð 2 á föstudagskvöld, munu fá að taka þátt í lokaþættinum um næstu helgi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stöð 2. Í samantekt dansanna á föstudagskvöld, þegar símakosning var hafin, birtist fyrir mistök símanúmer annars danspars þegar sýnt var úr dansatriði þeirra Manuelu og Jóns Eyþórs. Í tilkynningu er áréttað að mistökin hafi verið leiðrétt af umsjónarmönnum þáttarins, sem tilgreint hafi sérstaklega símanúmer Manuelu og Jóns sem kom ekki fram í upprifjuninni. Að auki hafi símanúmerum keppenda verið rennt yfir skjáinn á meðan á skemmtiatriðum stóð. „Hins vegar, til að gæta allrar sanngirni hafa Stöð 2 og Rvk studios, framleiðendur þáttanna, tekið þá ákvörðun að bjóða parinu sem var sent heim að ganga aftur til liðs við þáttinn og verða því fimm pör í spennandi úrslitaþætti föstudagskvöldið 31.janúar næstkomandi,“ segir í tilkynningu Stöðvar 2. Þarna hefði átt að standa 900 9004. Manuela segir í samtali við Vísi að þau Jón ætli að sjálfsögðu að taka boðinu um að taka þátt í lokaþættinum. „Þetta var frábær lending og besta lausnin því það var augljóst að þetta var svolítið ósanngjarnt.“ Þá mæti þau hress og upplitsdjörf á sjónvarpsskjám landsmanna næsta föstudagskvöld. „Við ætlum að galdra fram einhvern dásamlegan vínarvals,“ segir Manuela kímin. Sátt með frammistöðuna Mistökin voru með hætti að þegar opnað var á símakosninguna og samantekt dansanna sýnd birtist símanúmerið hjá dansparinu Völu Eiríks og Sigurði Má Atlasyni við atriði Manuelu og Jóns. Þeirra símanúmer birtist því ekki en númer Völu og Sigurðar tvisvar. Manuela og Jón ræddu málið fyrst í útvarpsþættinum Bakaríinu á Bylgjunni í gærmorgun og kváðust sátt með frammistöðu sína en leiðinlegt væri að detta út við þessar aðstæður. Inntur eftir því hvort að mistökin kynnu að útskýra af hverju Manuela og Jón hafi lent á botninum sagði Jón að svo kynni að vera. Þau hafi í það minnsta fengið fjölda skilaboða frá fólki sem hafi ætlað að kjósa þau en sent atkvæðið á vitlaust númer. „En nú efumst við. Kannski, miðað við viðtökurnar og miðað við allt sem við erum búin að fá sent á okkur eftir þetta, finnst okkur þetta gríðarlega leiðinlegt,“ sagði Jón.
Allir geta dansað Tengdar fréttir Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45 Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. 25. janúar 2020 19:29 Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Keppnin var hnífjöfn þegar Manuela og Jón Eyþór voru send heim. 24. janúar 2020 21:45
Manuela Ósk og Jón Eyþór: Ósátt með að detta út þar sem rangt símanúmer birtist á skjánum Manuela Ósk Harðardóttir og Jón Eyþór Gottskálksson þykir leitt með málavexti eftir að þau duttu út úr þættinum Allir geta dansað sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. 25. janúar 2020 19:29
Manuela Ósk fann ástina á dansgólfinu Manuela Ósk og Jón Eyþór ná vel saman á dansgólfinu og utan þess. 24. janúar 2020 09:02