Manuela og Jón Eyþór send heim í undanúrslitaþættinum Sóley Guðmundsdóttir skrifar 24. janúar 2020 21:45 Manuela og Jón Eyþór voru stórglæsileg í kvöld vísir/m. flóvent Manuela og Jón Eyþór voru send heim í undanúrslitaþætti Allir geta dansað nú í kvöld. Þau voru í tveimur neðstu sætunum ásamt Veigari Páli og Ástrós að lokinni símakosningu. Dómararnir voru mjög ánægði með Manuelu og Jón. Karen hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Mjög sátt. Einn af ykkar bestu dönsum í keppninni. Ég set kröfur og hefði viljað enn þá meiri teygju en það var gott flæði. Virkilega vel gert." Selma var ekki síður ánægð. „Nú sýnduð þið hvers þið eruð megnug. Þetta var klárlega ykkar langbesta frammistaða. Glæsilegt." Jóhann setti svo punktinn yfir i-ið. „Gaman að sjá dans sem er líka saga. Ég hreyfst með ykkur. Mikið lagt í fullt af smáatriðum, mér fannst lyfturnar vel útfærðar. Líkamsstaðan þín Manuela er orðin mjög góð. Ég var heillaður!" Veigar og Ástrós og Manuela og Jón EyþórVísir/M. Flóvent Eftir danseinvígi á milli Menuelu og Jóns og Veigars og Ástrósar var það í höndum dómara hvort parið myndi komast í úrslitaþáttinn. Dómarar tilkynntu hver af öðrum hvort parið þau vildu fá áfram. Selma reið á vaðið og sagði að bæði Veigar og Manuela hefðu átt sitt besta kvöld hingað til. Hún vildi segja pass en valdi Veigar og Ástrós áfram. Komið var að Jóhanni að segja hug sinn. Hann skoðaði heildarframmistöðuna og fann það út að hann var búinn að gefa þessum pörum jafn mörg stig í gegnum alla keppnina. Hann horfði því á einvígið sem var að eiga sér stað og valdi Veigar og Ástrós. Þar með var ljóst að þau færu áfram í úrslitaþáttinn. Manuela og Jón Eyþór kveðja því eftir frábæra frammistöðu. Í spilaranum hér að neðan má sjá dansinn þeirra í kvöld. Í kvöld rann allur ágóði úr símakosningunni í sjóð sem heitir „Að grípa Ljónshjartabörn“. Engin úrræði eru til fyrir börn sem missa foreldri og fer sjóðurinn í að greiða alla sálfræðiþjónustu barna sem missa foreldri. Félagið Ljónshjarta stendur að þessum sjóði. Hægt er að kynna sér félagið nánar á vefnum ljonshjarta.is. Næsta föstudag er komið að úrslitaþættinum. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Vísir var í Glimmerhöllinni í kvöld og fylgdist með gangi mála.
Manuela og Jón Eyþór voru send heim í undanúrslitaþætti Allir geta dansað nú í kvöld. Þau voru í tveimur neðstu sætunum ásamt Veigari Páli og Ástrós að lokinni símakosningu. Dómararnir voru mjög ánægði með Manuelu og Jón. Karen hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Mjög sátt. Einn af ykkar bestu dönsum í keppninni. Ég set kröfur og hefði viljað enn þá meiri teygju en það var gott flæði. Virkilega vel gert." Selma var ekki síður ánægð. „Nú sýnduð þið hvers þið eruð megnug. Þetta var klárlega ykkar langbesta frammistaða. Glæsilegt." Jóhann setti svo punktinn yfir i-ið. „Gaman að sjá dans sem er líka saga. Ég hreyfst með ykkur. Mikið lagt í fullt af smáatriðum, mér fannst lyfturnar vel útfærðar. Líkamsstaðan þín Manuela er orðin mjög góð. Ég var heillaður!" Veigar og Ástrós og Manuela og Jón EyþórVísir/M. Flóvent Eftir danseinvígi á milli Menuelu og Jóns og Veigars og Ástrósar var það í höndum dómara hvort parið myndi komast í úrslitaþáttinn. Dómarar tilkynntu hver af öðrum hvort parið þau vildu fá áfram. Selma reið á vaðið og sagði að bæði Veigar og Manuela hefðu átt sitt besta kvöld hingað til. Hún vildi segja pass en valdi Veigar og Ástrós áfram. Komið var að Jóhanni að segja hug sinn. Hann skoðaði heildarframmistöðuna og fann það út að hann var búinn að gefa þessum pörum jafn mörg stig í gegnum alla keppnina. Hann horfði því á einvígið sem var að eiga sér stað og valdi Veigar og Ástrós. Þar með var ljóst að þau færu áfram í úrslitaþáttinn. Manuela og Jón Eyþór kveðja því eftir frábæra frammistöðu. Í spilaranum hér að neðan má sjá dansinn þeirra í kvöld. Í kvöld rann allur ágóði úr símakosningunni í sjóð sem heitir „Að grípa Ljónshjartabörn“. Engin úrræði eru til fyrir börn sem missa foreldri og fer sjóðurinn í að greiða alla sálfræðiþjónustu barna sem missa foreldri. Félagið Ljónshjarta stendur að þessum sjóði. Hægt er að kynna sér félagið nánar á vefnum ljonshjarta.is. Næsta föstudag er komið að úrslitaþættinum. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Vísir var í Glimmerhöllinni í kvöld og fylgdist með gangi mála.
Allir geta dansað Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira