Grindavík er komið í undanúrslit Geysis-bikars karla eftir sigur á Sindra á Hornafirði í kvöld, 93-74.
Grindavík hefur verið í vandræðum í Dominos-deildinni en Sindri er á botni 1. deildarinnar og sigurinn því eftir bókinni.
Fjölnir og Stjarnan eru einnig komin í undanúrslitin en á morgun skýrist það hvort að síðasta liðið í undanúrslitin verður Tindastóll eða Þór frá Akureyri.
Ekki var hægt að taka tölfræði úr leiknum en Vísir mun birta hana þegar hún berst.

