Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 15. ágúst 2020 09:00 Fallegur lax úr Bátsvaðinu í Eystri Rangá Mynd: www..ranga.is Nýjar vikutölur voru birtar á miðvikudagskvöldið á vef Landssambands Veiðifélaga yfir laxveiðina í sumar og það stefnir í heldur lakar veiðitölur víða. Eystri Rangá er langefst á listanum með 4.587 laxa veiði og það er alveg ljóst að það er engin á að fara ná henni enda er hún með um það bil þrefalt hærri veiði en næsta á á listanum sem er Ytri Rangá en þar hafa veiðst 1.549 laxar. Miðfjarðará er fyrsta sjálfbæra áinn sem fer yfir þúsund laxa en þar hafa veiðst 1.121 lax. Næsta á á norðurlandi er Balnda sem situr ekki nema í fjórtánda sæti listans með 475 laxa en veiðin þar í sumar hefur verið lang undir því sem menn eru vanir í Blöndu og þetta er heilt yfir ástandið víða. Árnar í Borgarfirði eru búnar að vera mjög slakar og almennt tala menn um að það sé lítið af laxi í þeim sem er skrítið því hinar árnar á Mýrunum eru að sögn veiðimanna nokkuð vel setnar af laxi en þar má nefna Langá, Hítará og Haffjarðará. Veiðitölur þar eru ekki að endurspegla ástandið í ánum því Hítará og Langá hafa verið frekar illa nýttar í mörgum hollum. Affallið í Landeyjum er að skila flottum tölum en þar er búið að landa 876 löxum og ágústmánuður ekki liðinn en besta veiðin er oft í ágúst og september. Það er mikið af laxi í Affallinu og útlit fyrir að áinn gæti farið vel yfir 1.000 laxa í sumar. Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði
Nýjar vikutölur voru birtar á miðvikudagskvöldið á vef Landssambands Veiðifélaga yfir laxveiðina í sumar og það stefnir í heldur lakar veiðitölur víða. Eystri Rangá er langefst á listanum með 4.587 laxa veiði og það er alveg ljóst að það er engin á að fara ná henni enda er hún með um það bil þrefalt hærri veiði en næsta á á listanum sem er Ytri Rangá en þar hafa veiðst 1.549 laxar. Miðfjarðará er fyrsta sjálfbæra áinn sem fer yfir þúsund laxa en þar hafa veiðst 1.121 lax. Næsta á á norðurlandi er Balnda sem situr ekki nema í fjórtánda sæti listans með 475 laxa en veiðin þar í sumar hefur verið lang undir því sem menn eru vanir í Blöndu og þetta er heilt yfir ástandið víða. Árnar í Borgarfirði eru búnar að vera mjög slakar og almennt tala menn um að það sé lítið af laxi í þeim sem er skrítið því hinar árnar á Mýrunum eru að sögn veiðimanna nokkuð vel setnar af laxi en þar má nefna Langá, Hítará og Haffjarðará. Veiðitölur þar eru ekki að endurspegla ástandið í ánum því Hítará og Langá hafa verið frekar illa nýttar í mörgum hollum. Affallið í Landeyjum er að skila flottum tölum en þar er búið að landa 876 löxum og ágústmánuður ekki liðinn en besta veiðin er oft í ágúst og september. Það er mikið af laxi í Affallinu og útlit fyrir að áinn gæti farið vel yfir 1.000 laxa í sumar.
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði