Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 15:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Ég elska að skapa eitthvað úr engu, að taka eitthvað sem kostar ekki krónu og margir myndu eflaust losa sig við og breyta því í eitthvað ótrúlega flott. Þannig var það með þetta verkefni. Ég átti þetta viðarskilti, bæsað og tilbúið, krukkan var ókeypis. Blómin sem þú sérð á lokamyndinni, þau átti ég líka. Ég byrjaði á því að mála krukkuna með kalkmálningu. Ef ég á að vera hreinskilin þá hreinlega dýrka ég þessa kalkmálningu. Hún þornar fljótt og þekur ótrúlega vel. Gleri og akrýl málningu hefur til dæmis aldrei komið vel saman en gler og kalkmálning eru bestu vinir. Ég þurfti að fara þrjár umferðir á krukkuna og þegar allt var orðið vel þurrt þá fór ég með sandpappír á brúnirnar á krukkunni, bara til að elda hana aðeins (bíddu, ekki elda mat eldur láta hlutinn virka eldri en hann er. Á ensku er þetta kallað „distress“ en mig vantar gott íslenskt orð yfir þetta). Ég notaði svo uppáhalds aðferðina mína til að „skrifa“ velkomin á skiltið. Þegar ég er að færa texta yfir á við þá finnst mér best að fara með málningarpennanum mínum yfir útlínurnar, láta svo allt þorna áður en ég klára restina. Ég lagði krukkuna á skiltið, merkti fyrir hvar ég þyrfti að bora og boraði tvö göt fyrir miðju. Ég keypti þennan ótrúlega flotta fléttaðan borða í Tiger, mældi út hvað ég þyrfti mikið og klippti það til. Hann byrjaði strax að losna, trosna upp, þannig að ég setti smá dropa af heitu lími á endana og málið leyst. Ég get svarið það, það er ekkert sem heita límbyssan mín getur ekki leyst. Ég þræddi borðann í gegnum götin, setti smá heitt lím til að halda öllu á réttum stað, vafði borðanum tvisvar sinnum í kringum hálsinn á krukkunni, aftur smá lím og endaði á því að binda slaufu. Svo var bara að finna blóm og setja í krukkuna. Þú þarft ekki að hafa blóm ef þú vilt það ekki, það væri t.d. mjög flott að láta litla seríu, kerti, bara hvað sem þú vilt. Eða eins og ég segi oft, notaðu bara hugmyndaflugið. Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Ég elska að skapa eitthvað úr engu, að taka eitthvað sem kostar ekki krónu og margir myndu eflaust losa sig við og breyta því í eitthvað ótrúlega flott. Þannig var það með þetta verkefni. Ég átti þetta viðarskilti, bæsað og tilbúið, krukkan var ókeypis. Blómin sem þú sérð á lokamyndinni, þau átti ég líka. Ég byrjaði á því að mála krukkuna með kalkmálningu. Ef ég á að vera hreinskilin þá hreinlega dýrka ég þessa kalkmálningu. Hún þornar fljótt og þekur ótrúlega vel. Gleri og akrýl málningu hefur til dæmis aldrei komið vel saman en gler og kalkmálning eru bestu vinir. Ég þurfti að fara þrjár umferðir á krukkuna og þegar allt var orðið vel þurrt þá fór ég með sandpappír á brúnirnar á krukkunni, bara til að elda hana aðeins (bíddu, ekki elda mat eldur láta hlutinn virka eldri en hann er. Á ensku er þetta kallað „distress“ en mig vantar gott íslenskt orð yfir þetta). Ég notaði svo uppáhalds aðferðina mína til að „skrifa“ velkomin á skiltið. Þegar ég er að færa texta yfir á við þá finnst mér best að fara með málningarpennanum mínum yfir útlínurnar, láta svo allt þorna áður en ég klára restina. Ég lagði krukkuna á skiltið, merkti fyrir hvar ég þyrfti að bora og boraði tvö göt fyrir miðju. Ég keypti þennan ótrúlega flotta fléttaðan borða í Tiger, mældi út hvað ég þyrfti mikið og klippti það til. Hann byrjaði strax að losna, trosna upp, þannig að ég setti smá dropa af heitu lími á endana og málið leyst. Ég get svarið það, það er ekkert sem heita límbyssan mín getur ekki leyst. Ég þræddi borðann í gegnum götin, setti smá heitt lím til að halda öllu á réttum stað, vafði borðanum tvisvar sinnum í kringum hálsinn á krukkunni, aftur smá lím og endaði á því að binda slaufu. Svo var bara að finna blóm og setja í krukkuna. Þú þarft ekki að hafa blóm ef þú vilt það ekki, það væri t.d. mjög flott að láta litla seríu, kerti, bara hvað sem þú vilt. Eða eins og ég segi oft, notaðu bara hugmyndaflugið.
Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira