Fimm milljónir barna á Sahel-svæðinu þurfa neyðaraðstoð Heimsljós 31. janúar 2020 15:00 Tvö börn. Fatou er þrettán ára stúlka frá Gao í Malí. Hún heldur hér á tveggja mánaða gömlu barni sínu. Hún var heimilislaus stóran hluta meðgöngunnar. UNICEF vann með henni að sameinast aftur fjölskyldu sinni. Unicef Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) telur að hartnær fimm milljónir barna á Mið-Sahel svæðinu í Afríku þurfi á neyðaraðstoð að halda á árinu, vegna fjölgunar árása. „Konur og börn bera þungann af harðnandi átökum á Mið-Sahel svæðinu svokallaða í Búrkína Fasó, Malí og Níger,“ segir UNICEF í frétt. Sahel-svæðið er landsvæði í Vestur-Afríku, sunnan Sahara og norðan Savannabeltisins og nær frá S-Máritaníu, N-Senegal, S-Malí, Búrkína Fasó, S-Níger, NA-Nígeríu og S-Tsjad. Að mati UNICEF er vaxandi þörf á mannúðaraðstoð í þessum heimshluta vegna þess að árásum fjölgar sem beinast gegn börnum og almennum borgurum. Mannrán hafa einnig færst í aukana og jafnframt skráning barna í heri stríðandi fylkinga. „Þegar við lítum á ástandið í Mið-Sahel þá er umfang ofbeldis gegn börnum þar sláandi. Það er verið að myrða þau, örkumla, misnota og nauðga og hundruð þúsunda barna hafa upplifað skelfileg áföll,“ segir Marie-Pierre Poirier, yfirmaður UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. Frá ársbyrjun 2019 hafa rúmlega 670 þúsund börn á svæðinu neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka og erfiðs ástands. „Börn sem lenda í skotlínu átaka og ofbeldisverka á Mið-Sahel svæðinu þurfa nauðsynlega á vernd og stuðningi að halda,“ bætir Poirier við. „UNICEF krefst þess að stjórnvöld, stríðandi fylkingar, vopnaðir skæruliðar og allir aðrir hætti að ráðast á börn á heimilum þeirra, skólum eða heilbrigðisstofnunum. Við förum fram á öruggan aðgang að þessum börnum til að veita þeim nauðsynlega mannúðaraðstoð og að almennir borgarar hafi óhindraðan aðgang að nauðsynlegum stofnunum og þjónustu.“ Skálmöldin hefur haft skelfilegar afleiðingar á rétt barna til menntunar. Á síðasta ári þurfti að loka rúmlega 3.300 skólum í þremur löndum vegna þess að þeir voru óstarfhæfir vegna átaka. Átökin hafa því áhrif á menntun 650 þúsund barna og störf 16 þúsund kennara. Matvælaöryggi er einnig afar bágborið og stórir hópar í afar viðkvæmri stöðu. UNICEF áætlar að á Mið-Sahel svæðinu þurfi ríflega 700 þúsund börn undir fimm ára aldri, sem þjást af alvarlegri vannæringu, meðhöndlun á árinu. Aðgangur fólks að hreinu vatni á einnig undir högg að sækja. Í Búrkína Fasó minnkaði hlutfall íbúa með aðgang að hreinu og öruggu vatni um 10 prósent milli áranna 2018 og 2019. UNICEF er á vettvangi í Búrkína Fasó, Malí og Níger, ásamt samstarfsaðilum til að veita börnum lífsnauðsynlega aðstoð, þjónustu og vernd, menntun, heilbrigðisþjónustu, næringu, vatn og hreinlætisaðstöðu. Stofnunin áætlar að fjárþörfin til að mæta verkefnum ársins 2020 á svæðinu sé 208 milljónir bandarískra dala, eða tæplega 26 milljarðar króna. Búrkína Fasó Malí Níger Þróunarsamvinna Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) telur að hartnær fimm milljónir barna á Mið-Sahel svæðinu í Afríku þurfi á neyðaraðstoð að halda á árinu, vegna fjölgunar árása. „Konur og börn bera þungann af harðnandi átökum á Mið-Sahel svæðinu svokallaða í Búrkína Fasó, Malí og Níger,“ segir UNICEF í frétt. Sahel-svæðið er landsvæði í Vestur-Afríku, sunnan Sahara og norðan Savannabeltisins og nær frá S-Máritaníu, N-Senegal, S-Malí, Búrkína Fasó, S-Níger, NA-Nígeríu og S-Tsjad. Að mati UNICEF er vaxandi þörf á mannúðaraðstoð í þessum heimshluta vegna þess að árásum fjölgar sem beinast gegn börnum og almennum borgurum. Mannrán hafa einnig færst í aukana og jafnframt skráning barna í heri stríðandi fylkinga. „Þegar við lítum á ástandið í Mið-Sahel þá er umfang ofbeldis gegn börnum þar sláandi. Það er verið að myrða þau, örkumla, misnota og nauðga og hundruð þúsunda barna hafa upplifað skelfileg áföll,“ segir Marie-Pierre Poirier, yfirmaður UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. Frá ársbyrjun 2019 hafa rúmlega 670 þúsund börn á svæðinu neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka og erfiðs ástands. „Börn sem lenda í skotlínu átaka og ofbeldisverka á Mið-Sahel svæðinu þurfa nauðsynlega á vernd og stuðningi að halda,“ bætir Poirier við. „UNICEF krefst þess að stjórnvöld, stríðandi fylkingar, vopnaðir skæruliðar og allir aðrir hætti að ráðast á börn á heimilum þeirra, skólum eða heilbrigðisstofnunum. Við förum fram á öruggan aðgang að þessum börnum til að veita þeim nauðsynlega mannúðaraðstoð og að almennir borgarar hafi óhindraðan aðgang að nauðsynlegum stofnunum og þjónustu.“ Skálmöldin hefur haft skelfilegar afleiðingar á rétt barna til menntunar. Á síðasta ári þurfti að loka rúmlega 3.300 skólum í þremur löndum vegna þess að þeir voru óstarfhæfir vegna átaka. Átökin hafa því áhrif á menntun 650 þúsund barna og störf 16 þúsund kennara. Matvælaöryggi er einnig afar bágborið og stórir hópar í afar viðkvæmri stöðu. UNICEF áætlar að á Mið-Sahel svæðinu þurfi ríflega 700 þúsund börn undir fimm ára aldri, sem þjást af alvarlegri vannæringu, meðhöndlun á árinu. Aðgangur fólks að hreinu vatni á einnig undir högg að sækja. Í Búrkína Fasó minnkaði hlutfall íbúa með aðgang að hreinu og öruggu vatni um 10 prósent milli áranna 2018 og 2019. UNICEF er á vettvangi í Búrkína Fasó, Malí og Níger, ásamt samstarfsaðilum til að veita börnum lífsnauðsynlega aðstoð, þjónustu og vernd, menntun, heilbrigðisþjónustu, næringu, vatn og hreinlætisaðstöðu. Stofnunin áætlar að fjárþörfin til að mæta verkefnum ársins 2020 á svæðinu sé 208 milljónir bandarískra dala, eða tæplega 26 milljarðar króna.
Búrkína Fasó Malí Níger Þróunarsamvinna Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent