Vilja stórátak gegn banvænasta barnasjúkdómnum: lungnabólgu Heimsljós 30. janúar 2020 13:30 Nítján mánaða stúlka frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó fær meðferð við alvarlegri lungnabólgu. Save The Children Lungnabólga dregur flest börn til dauða í heiminum. Á síðasta ári létust 800 þúsund börn af völdum lungnabólgu, eða eitt barn á 39 sekúndna fresti. Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum samtakanna Save the Children gætu að óbreyttu allt að níu milljónir barna látist úr lungnabólgu á næstu tíu árum. Leiðandi samtök í málefnum barna halda þessa dagana alþjóðlega ráðstefnu um aðgerðir gegn sjúkdómnum hjá börnum. The Global Forum on Childhood Pneumonia ráðstefnan hófst í Barcelóna í gær með yfirskriftinni: Berjast við að ná andanum (Fighting for Breath). Markmið ráðstefnunnar, sem er sú fyrsta um börn og lungnabólgu, er að herða baráttuna gegn þessum skæða sjúkdómi sem í flestum tilvikum er auðlæknanlegur. Samkvæmt frétt Barnaheilla – Save the Children er í fyrrnefndri rannsókn, sem unnin var með John Hopkins háskólanum, komist að þeirri niðurstöðu að 6,3 milljónir barna yngri en fimm ára gætu látist af völdum lungnabólgu fram til ársins 2030, að óbreyttu. Aukin meðferð við lungnabólgu og forvarnir gætu leitt til þess að 3,2 milljónum barna yrði bjargað og gáruáhrif gætu komið í veg fyrir að 5,7 milljónir barna látist af völdum annarra banvænna barnasjúkdóma eins og niðurgangspesta, blóðsýkinga eða mislinga. Aðgerðir gætu því samtals bjargað 8,9 milljónum barna. Í frétt frá Barnaheillum – Save the Children segir að þróunaraðstoð sem miði að því að bæta næringu barna, veita sýklalyf, fjölga bólusetningum og stuðla að aukinni brjóstagjöf mæðra séu lykilaðgerðir sem gætu dregið úr barnadauða vegna lungnabólgu, en gætu einnig komið í veg fyrir barnadauða af völdum annarra sjúkdóma. Auknar bólusetningar barna gætu einar og sér haft mikil áhrif. ,,Fjöldi barna sem hægt væri að bjarga er hugsanlega mun meiri en niðurstöður rannsóknarinnar sýna, þar sem ekki var tekið tillit til þátta eins og loftmengunar sem er einn helsti áhættuþáttur lungnabólgu. Þessar niðurstöður sýna hvað er mögulegt. Það er siðferðislega rangt að standa aðgerðalaus og leyfa milljónum barna að deyja vegna þess að þau fá ekki bóluefni, sýklalyf eða súrefnismeðferð,“ er haft eftir Kevin Watkins, framkvæmdastjóri Save the Children í Bretlandi. Í annarri rannsókn, frá Institute for Health Metrics and Evaluation, er bent á að mengun eigi stóran þátt í dauðsföllum barna af völdum lungnabólgu. Mengun utandyra valdi 17,5 prósenta dauðsfalla barna en mengun innandyra 29,4 prósentum. Íslenskur stuðningur Fyrir réttu ári var greint frá því að hundruð þúsunda barna í Malaví verði bólusett gegn öllum helstu banvænum sjúkdómum eftir að íslensk stjórnvöld ákváðu að veita GAVI samtökunum, alþjóðasamtökum um bólusetningar barna, tæpar 120 milljónir króna eða um eina milljón Bandaríkjadala, til að herða á bólusetningum malavískra barna. Framlagið á að nýta á árunum 2019-2021. Þróunarsamvinna Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent
Lungnabólga dregur flest börn til dauða í heiminum. Á síðasta ári létust 800 þúsund börn af völdum lungnabólgu, eða eitt barn á 39 sekúndna fresti. Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum samtakanna Save the Children gætu að óbreyttu allt að níu milljónir barna látist úr lungnabólgu á næstu tíu árum. Leiðandi samtök í málefnum barna halda þessa dagana alþjóðlega ráðstefnu um aðgerðir gegn sjúkdómnum hjá börnum. The Global Forum on Childhood Pneumonia ráðstefnan hófst í Barcelóna í gær með yfirskriftinni: Berjast við að ná andanum (Fighting for Breath). Markmið ráðstefnunnar, sem er sú fyrsta um börn og lungnabólgu, er að herða baráttuna gegn þessum skæða sjúkdómi sem í flestum tilvikum er auðlæknanlegur. Samkvæmt frétt Barnaheilla – Save the Children er í fyrrnefndri rannsókn, sem unnin var með John Hopkins háskólanum, komist að þeirri niðurstöðu að 6,3 milljónir barna yngri en fimm ára gætu látist af völdum lungnabólgu fram til ársins 2030, að óbreyttu. Aukin meðferð við lungnabólgu og forvarnir gætu leitt til þess að 3,2 milljónum barna yrði bjargað og gáruáhrif gætu komið í veg fyrir að 5,7 milljónir barna látist af völdum annarra banvænna barnasjúkdóma eins og niðurgangspesta, blóðsýkinga eða mislinga. Aðgerðir gætu því samtals bjargað 8,9 milljónum barna. Í frétt frá Barnaheillum – Save the Children segir að þróunaraðstoð sem miði að því að bæta næringu barna, veita sýklalyf, fjölga bólusetningum og stuðla að aukinni brjóstagjöf mæðra séu lykilaðgerðir sem gætu dregið úr barnadauða vegna lungnabólgu, en gætu einnig komið í veg fyrir barnadauða af völdum annarra sjúkdóma. Auknar bólusetningar barna gætu einar og sér haft mikil áhrif. ,,Fjöldi barna sem hægt væri að bjarga er hugsanlega mun meiri en niðurstöður rannsóknarinnar sýna, þar sem ekki var tekið tillit til þátta eins og loftmengunar sem er einn helsti áhættuþáttur lungnabólgu. Þessar niðurstöður sýna hvað er mögulegt. Það er siðferðislega rangt að standa aðgerðalaus og leyfa milljónum barna að deyja vegna þess að þau fá ekki bóluefni, sýklalyf eða súrefnismeðferð,“ er haft eftir Kevin Watkins, framkvæmdastjóri Save the Children í Bretlandi. Í annarri rannsókn, frá Institute for Health Metrics and Evaluation, er bent á að mengun eigi stóran þátt í dauðsföllum barna af völdum lungnabólgu. Mengun utandyra valdi 17,5 prósenta dauðsfalla barna en mengun innandyra 29,4 prósentum. Íslenskur stuðningur Fyrir réttu ári var greint frá því að hundruð þúsunda barna í Malaví verði bólusett gegn öllum helstu banvænum sjúkdómum eftir að íslensk stjórnvöld ákváðu að veita GAVI samtökunum, alþjóðasamtökum um bólusetningar barna, tæpar 120 milljónir króna eða um eina milljón Bandaríkjadala, til að herða á bólusetningum malavískra barna. Framlagið á að nýta á árunum 2019-2021.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent