Hyundai Kona N við prófanir á Nürburgring Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. ágúst 2020 07:00 Hyundai Kona N á Nürburgring Hyundai Kona N er frammistöðu útgáfan af Hyundai Kona. Bíllinn hefur sést við prófanir á Nürburgring, hinni goðsagnakenndu braut í Þýskalandi. Myndband af akstri bílsins má sjá í fréttinni. Sjá má að þróunarbíllinn er nánast klár í framleiðslu. Innra rýmið er þó greinilega ekki alveg klárt. Það er veltibúr í bílnum svo dæmi sé tekið um eitthvað sem á eftir að breytast áður en eintök verða fjöldaframleidd. Líklegt er talið að Kona N muni vera með tveggja lítra vél með forþjöppu sem getur skilað 275 hestöflum. Skiptingin er líklegast átta fíra tveggja-kúplinga sjálfskipting. Mögulega verður bíllinn með 1,6 lítra vél með forþjöppu og ætti sú að skila um 215 hestöflum. Kannski verða þessar tvær vélar báðar í boði. Reikna má með að bíllinn verði kynntur formlega í náinni framtíð. Hann er þó ekki líklegur til að fara í framleiðslu fyrr en á næsta ári. Þá er Hyundai i20 N væntanlegur sem er ætlað að keppa við Ford Fiesta ST og Volkswagen Polo GTI. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent
Hyundai Kona N er frammistöðu útgáfan af Hyundai Kona. Bíllinn hefur sést við prófanir á Nürburgring, hinni goðsagnakenndu braut í Þýskalandi. Myndband af akstri bílsins má sjá í fréttinni. Sjá má að þróunarbíllinn er nánast klár í framleiðslu. Innra rýmið er þó greinilega ekki alveg klárt. Það er veltibúr í bílnum svo dæmi sé tekið um eitthvað sem á eftir að breytast áður en eintök verða fjöldaframleidd. Líklegt er talið að Kona N muni vera með tveggja lítra vél með forþjöppu sem getur skilað 275 hestöflum. Skiptingin er líklegast átta fíra tveggja-kúplinga sjálfskipting. Mögulega verður bíllinn með 1,6 lítra vél með forþjöppu og ætti sú að skila um 215 hestöflum. Kannski verða þessar tvær vélar báðar í boði. Reikna má með að bíllinn verði kynntur formlega í náinni framtíð. Hann er þó ekki líklegur til að fara í framleiðslu fyrr en á næsta ári. Þá er Hyundai i20 N væntanlegur sem er ætlað að keppa við Ford Fiesta ST og Volkswagen Polo GTI.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent