Lífið

Samanburðurinn á Sigur Rós og Cocteau Twins fór í taugarnar á Jónsa áður fyrr

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jónsi gaf um helgina út nýtt tónlistarmyndband.
Jónsi gaf um helgina út nýtt tónlistarmyndband. Aðsendar myndir

Jónsi gaf um helgina út lagið Cannibal ásamt Elizabeth Fraser, úr hljómsveitinni Cocteau Twins. Cannibal er þriðja smáskífan sem kemur út af tilvonandi plötu tónlistarmannsins Shiver. Breiðskífan kemur út 2.október næstkomandi en Cannibal er þriðja smáskífan sem kemur út af plötunni.

„Myndbandið við Cannibal er samstarfsverkefni Jónsa og Giovanni Ribisi, en sá síðarnefndi hafði áður leikstýrt Exhale. Líkt og í því verki þá er einn dansari í forgrunni allan tímann, í þetta sinn er það dansarinn Brandon Grimm.

„Þegar Sigur Rós var að byrja þá var alltaf verið að bera okkur okkur saman við Cocteau Twins og það fór í taugarnar á mér. Ég vildi ekki að það væri verið að bera okkur saman við neinn,“ segir Jónsi. „Síðan fyrir nokkrum árum byrjaði ég að hlusta mikið á þau og fannst þau frábær. Þá skildi ég samanburðinn.“

Shiver er upptökustýrt af Jónsa og A.G. Cook, stofnanda PC Music.

„Í Shiver er kafað djúpt ofan í mannlega vitund okkar og tengingu við náttúruna þar sem lífrænn og draumkenndur hljóðheimur Jónsa mætir vélrænni og framúrstefnulegri upptökustjórn A.G. Cook. Með þessu óvenjulega samstarfi heldur Jónsi áfram að þenja út mörk listformsins og skynjunar okkar,“ segir um plötuna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.