Aldís Kara braut blað í skautasögu Íslands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2020 23:00 Aldís Kara Bergsdóttir komst í dag á heimsmeistaramót unglinga í listhlaupi á skautum. mynd/skautasamband íslands Aldís Kara Bergsdóttir varð í dag fyrst íslenskra einstaklingsskautara til að tryggja sér tæknistig Alþjóðaskautasambandsins ISU sem veita henni keppnisleyfi á HM unglinga í listhlaupi á skautum. Tæknistigin eru helmingur einkunnar hvers prógrams og fer eftir erfiðleikastigum þeirra atriða sem skautarinn framkvæmir. Í stuttu prógrami þarf að ná að lágmarki 23 stigum og í frjálsa prógraminu 38 stigum. Ekki þarf að ná stigunum í báðum prógrömunum á sama móti en mótin þurfa að vera á lista Alþjóðasambandsins til þess að þau gildi. Aldís Kara náði tæknistigum í stutta prógraminu á Halloween Cup í október s.l. og svo aftur á Reykjavíkurleikunum fyrir tveimur vikum. Norðurlandamótið var síðast möguleikinn að ná stigunum fyrir HM og því var mikið undir. Aldís Kara mætti einbeitt til leiks í dag í frjálsa prógramið og var ljóst að hún ætlaði sér að ná lágmarkinu. Hún gerði það og gott betur því hún fékk 43.34 tæknistig í frjálsa prógraminu sem er heilum 5.34 stigum yfir lágmarkinu. Þessi áfangi er ekki sá eini sem Aldís náði í dag því með frammistöðu sinni setti hún einnig stigamet Íslendings í flokki unglinga á Norðurlandamótinu er hún fékk 115.39 stig samanlagt, sem er bæting upp á 11.87 stig. Það met átti hún sjálf en hún setti það í fyrra. Skautaíþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp Sjá meira
Aldís Kara Bergsdóttir varð í dag fyrst íslenskra einstaklingsskautara til að tryggja sér tæknistig Alþjóðaskautasambandsins ISU sem veita henni keppnisleyfi á HM unglinga í listhlaupi á skautum. Tæknistigin eru helmingur einkunnar hvers prógrams og fer eftir erfiðleikastigum þeirra atriða sem skautarinn framkvæmir. Í stuttu prógrami þarf að ná að lágmarki 23 stigum og í frjálsa prógraminu 38 stigum. Ekki þarf að ná stigunum í báðum prógrömunum á sama móti en mótin þurfa að vera á lista Alþjóðasambandsins til þess að þau gildi. Aldís Kara náði tæknistigum í stutta prógraminu á Halloween Cup í október s.l. og svo aftur á Reykjavíkurleikunum fyrir tveimur vikum. Norðurlandamótið var síðast möguleikinn að ná stigunum fyrir HM og því var mikið undir. Aldís Kara mætti einbeitt til leiks í dag í frjálsa prógramið og var ljóst að hún ætlaði sér að ná lágmarkinu. Hún gerði það og gott betur því hún fékk 43.34 tæknistig í frjálsa prógraminu sem er heilum 5.34 stigum yfir lágmarkinu. Þessi áfangi er ekki sá eini sem Aldís náði í dag því með frammistöðu sinni setti hún einnig stigamet Íslendings í flokki unglinga á Norðurlandamótinu er hún fékk 115.39 stig samanlagt, sem er bæting upp á 11.87 stig. Það met átti hún sjálf en hún setti það í fyrra.
Skautaíþróttir Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp Sjá meira