Tap Icelandair Group sjö milljarðar króna annað árið í röð Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2020 20:37 Stjórnendur segja skýra áherslu verða á arðsemi og að lágmarka áhættu af frekari kyrrsetningu MAX véla á þessu ári. Vísir/Vilhelm Tap Icelandair Group á síðasta ári jókst lítillega og nam 7,1 milljarði króna (57,8 milljónum dala) samanborið við 6,8 milljarða króna (55,6 milljónir dala) árið 2018. Á sama tíma flutti Icelandair 25% fleiri farþega til Íslands árið 2019 en árið 2018. Tekjur félagsins á fjórða ársfjórðungi síðasta árs námu 39,2 milljörðum króna (319,2 milljónum dala) og hækka um 7% samanborið við sama tímabil árið áður, er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Áhrif Boeing 737 MAX véla mikil Félagið segir að „fordæmalaus áhrif af kyrrsetningu MAX véla“ séu meginástæða neikvæðrar afkomu á síðasta ári. Metur Icelandair Group að neikvæð nettóáhrif á EBIT félagsins vegna kyrrsetningar vélanna séu um 12 milljarðar króna (100 milljónir dala) á tímabilinu. „Uppgjör fjórða ársfjórðungs er í samræmi við væntingar stjórnenda og afkomuspá félagsins. Við bættum rekstur félagsins með umbótum í leiðakerfinu, bættri tekjustýringu, betri nýtingu starfsmanna og með því að bæta stundvísi félagsins sem dró úr kostnaði vegna raskana í leiðakerfinu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. Lausafjárstaða félagsins nam um 37,1 milljarði króna (301,6 milljónum dala) í lok ársins 2019 og nam eigið fé ríflega 59,3 milljörðum króna (482,5 milljónum dala). Eiginfjárhlutfall félagsins var 29%. Krefjandi ár hjá Icelandair Bogi segir að árið í heild hafi verið krefjandi fyrir Icelandair Group vegna kyrrsetningar fyrrnefndra MAX véla. Hún hafi haft í för með sér tapaðar tekjur, aukinn kostnað og takmörkun á nýtingu áhafna og flota félagsins. „Styrkur og sveigjanleiki leiðakerfisins gerði það að verkum að félagið gat aðlagað leiðakerfið hratt og örugglega að breyttum markaðsaðstæðum. Aukning á fjölda farþega til Íslands um 25% á árinu, þrátt fyrir kyrrsetningu MAX vélanna, ber þess merki.“ Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair grípur til varúðarráðstafana vegna Wuhan-veirunnar Icelandair er í reglulegum samskiptum við sóttvarnarlækni vegna Wuhan-kórónaveirunnar og hefur félagið gripið til varúðunarráðstafana vegna hennar. Flugfélagið hefur til að mynda sett viðbótarbúnað á borð við andlitsgrímur, hanska og sótthreinsiefni um borð í vélar sínar. 30. janúar 2020 16:00 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt frá Boeing. 22. janúar 2020 06:17 17 prósenta fjölgun farþega til Íslands með Icelandair í janúar Í janúar flutti Icelandair 17% fleiri farþega til Íslands en á sama tíma í fyrra, eða um 103 þúsund farþega, en það er í samræmi við áframhaldandi áherslu Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands. 6. febrúar 2020 11:55 Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25. janúar 2020 22:00 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Tap Icelandair Group á síðasta ári jókst lítillega og nam 7,1 milljarði króna (57,8 milljónum dala) samanborið við 6,8 milljarða króna (55,6 milljónir dala) árið 2018. Á sama tíma flutti Icelandair 25% fleiri farþega til Íslands árið 2019 en árið 2018. Tekjur félagsins á fjórða ársfjórðungi síðasta árs námu 39,2 milljörðum króna (319,2 milljónum dala) og hækka um 7% samanborið við sama tímabil árið áður, er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Áhrif Boeing 737 MAX véla mikil Félagið segir að „fordæmalaus áhrif af kyrrsetningu MAX véla“ séu meginástæða neikvæðrar afkomu á síðasta ári. Metur Icelandair Group að neikvæð nettóáhrif á EBIT félagsins vegna kyrrsetningar vélanna séu um 12 milljarðar króna (100 milljónir dala) á tímabilinu. „Uppgjör fjórða ársfjórðungs er í samræmi við væntingar stjórnenda og afkomuspá félagsins. Við bættum rekstur félagsins með umbótum í leiðakerfinu, bættri tekjustýringu, betri nýtingu starfsmanna og með því að bæta stundvísi félagsins sem dró úr kostnaði vegna raskana í leiðakerfinu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningunni. Lausafjárstaða félagsins nam um 37,1 milljarði króna (301,6 milljónum dala) í lok ársins 2019 og nam eigið fé ríflega 59,3 milljörðum króna (482,5 milljónum dala). Eiginfjárhlutfall félagsins var 29%. Krefjandi ár hjá Icelandair Bogi segir að árið í heild hafi verið krefjandi fyrir Icelandair Group vegna kyrrsetningar fyrrnefndra MAX véla. Hún hafi haft í för með sér tapaðar tekjur, aukinn kostnað og takmörkun á nýtingu áhafna og flota félagsins. „Styrkur og sveigjanleiki leiðakerfisins gerði það að verkum að félagið gat aðlagað leiðakerfið hratt og örugglega að breyttum markaðsaðstæðum. Aukning á fjölda farþega til Íslands um 25% á árinu, þrátt fyrir kyrrsetningu MAX vélanna, ber þess merki.“
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair grípur til varúðarráðstafana vegna Wuhan-veirunnar Icelandair er í reglulegum samskiptum við sóttvarnarlækni vegna Wuhan-kórónaveirunnar og hefur félagið gripið til varúðunarráðstafana vegna hennar. Flugfélagið hefur til að mynda sett viðbótarbúnað á borð við andlitsgrímur, hanska og sótthreinsiefni um borð í vélar sínar. 30. janúar 2020 16:00 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt frá Boeing. 22. janúar 2020 06:17 17 prósenta fjölgun farþega til Íslands með Icelandair í janúar Í janúar flutti Icelandair 17% fleiri farþega til Íslands en á sama tíma í fyrra, eða um 103 þúsund farþega, en það er í samræmi við áframhaldandi áherslu Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands. 6. febrúar 2020 11:55 Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25. janúar 2020 22:00 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Icelandair grípur til varúðarráðstafana vegna Wuhan-veirunnar Icelandair er í reglulegum samskiptum við sóttvarnarlækni vegna Wuhan-kórónaveirunnar og hefur félagið gripið til varúðunarráðstafana vegna hennar. Flugfélagið hefur til að mynda sett viðbótarbúnað á borð við andlitsgrímur, hanska og sótthreinsiefni um borð í vélar sínar. 30. janúar 2020 16:00
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36
Gera ekki ráð fyrir 737 MAX flugvélunum í sumar Icelandair Group stefnir þar að auki að því að fá allt tjón vegna kyrrsetningar flugvélanna bætt frá Boeing. 22. janúar 2020 06:17
17 prósenta fjölgun farþega til Íslands með Icelandair í janúar Í janúar flutti Icelandair 17% fleiri farþega til Íslands en á sama tíma í fyrra, eða um 103 þúsund farþega, en það er í samræmi við áframhaldandi áherslu Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands. 6. febrúar 2020 11:55
Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. 25. janúar 2020 22:00