Var barnshafandi að öðru barni þeirra þegar Hemmi dó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 21:01 Hermann og Sara kynntust þegar þau voru fimmtán ára gömul. Stöð 2 Hermann Fannar Valgarðsson var bráðkvaddur í nóvember mánuði árið 2011 aðeins 31 árs. Hermann, eða Hemmi eins og hann var oftast kallaður, var gríðarlega áberandi persóna sem hafði þrátt fyrir ungan aldur komið víða við í íslensku atvinnu- og skemmtanalífi. Hemmi var giftur Söru Óskarsdóttir og áttu þau saman einn dreng, Loga Þór sem var fjögurra ára þegar pabbi hans dó, en á sama tíma var Sara komin þrjá mánuði á leið með dóttur þeirra, Matthildi. Þann 22. febrúar næstkomandi hefði Hemmi orðið fertugur og hafa fjölskylda hans og vinir ákveðið af því tilefni að efna til minningartónleika sem haldnir verða í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Sest var niður í vikunni í Íslandi í dag með fjölskyldunni til að minnast Hemma. „Hann náttúrulega var hrikalega skemmtilegur og opinn og vinmargur en kannski það sem snýr helst að mér er að hann var mikill fjölskyldumaður og þó að hann hafi átt mjög fjölbreytt líf og gerði mjög margt á mjög stuttri ævi þá var það líka alltaf fókusinn hjá honum,“ segir Sara Óskarsdóttir, ekkja Hemma. „Fjölskyldan hans er mjög samheldin og já, hann var þessi knúsari og var rosa opinn fyrir fólki. Manni fannst kannski að ástæðan fyrir því að hann náði að tengjast svona mörgum var að hann átti rosa auðvelt með það og ég held að fólki fannst það líka eiga rosa auðvelt með það að einhvern vegin kynnast honum,“ Úlfur segir Hermann hafa átt hersingu vina og þeir hafi allir verið bestu vinir hans.Stöð 2 „Hermann var frábær vinur, alveg stórkostlega skemmtilegur náungi og sérstaklega nú þegar tíminn er svolítið liðinn frá, hvað það var frábært að eiga vin sem í raun og veru kenndi manni hvernig á að vera vinur. Vinátta skiptir gríðarlega miklu máli í þessu lífi og sama hvað maður lærir, þú getur lært allskonar í skóla, en að vita hvernig vinur maður á að vera það er svo mikilvægt. Það var eiginlega það sem að Hermann kenndi,“ segir Úlfar Linnet, vinur Hemma. Allir vinir hans voru bestu vinir hans Eitt helsta einkenni Hemma var hans jákvæða sýn á lífið og ótrúleg lífsgleði. Hann var mikill húmoristi og alltaf með hnyttin svör á höndum í öllum mögulegum aðstæðum. „Í fyrsta lagi er það þessi ofboðslega hlýja sem hann bjó yfir og einhvern vegin hvernig hann hreyf allt með sér, með þessari hlýju. Hann faðmaði fólk, kyssti jafnvel, þegar hann var að hitta það í fyrsta skipti og sló einhvern vegin alltaf vopnin og grímuna úr höndum fólks og það einhvern vegin kom svolítið á það,“ segir Kristján Hjálmarsson, vinur Hemma. „Það er það fyrsta og svo náttúrulega hvað hann var skemmtilegur, óvenju skemmtilegur. Svo er það kannski hvað hann var fáránlega hugmyndaríkur og það sem hann hafði kannski fram yfir svo marga aðra var að hann hafði drifkraftinn líka í að fylgja eftir þessum hugmyndum og fékk fólk með sér í hugmyndirnar, alveg sama hversu klikkaðar þær væru.“ Fjölskyldan var alltaf í fyrsta sæti hjá Hermanni. Hér baðar hann son þeirra Söru.Stöð 2 „Ein skemmtileg minning var að ég bjó sumarlangt í Danmörku, burtu frá mínum gömlu vinum, og svo þegar ég flutti heim þá segir Hermann: „Heyrðu, við erum komnir með húsnæði og við ætlum að búa til heimasíðu fyrir ungt fólk og þú ert með.“ Þegar einhver mætir þér á þennan hátt þá auðvitað er maður með og það er ógeðslega skemmtilegt og þá getur maður byrjað að skapa hluti saman,“ segir Úlfur. Hann segir að Hemmi hafi drifið mannskapinn með sér í verkefnin og hafi meðal annars rekið kaffihús. „Ég man þegar Hermann var að segja mér einmitt: „Heyrðu, við vorum að spá í að stofna kaffihús,“ og ég held að þeir hafi haft húsnæði, þá áttu þeir að hafa það í þrjá mánuði en það var fullkomlega nægur tími til að opna kaffihús og reka, þrír mánuðir. Svo stækkaði það og bjó til eitthvað meira þannig að ég held að ef maður mætir fólki svona þá verður svo mikið til og mikil vinátta,“ bætir Úlfur við. „Þess vegna átti Hermann, ég veit ekki… þúsund vini. Ég var besti vinur hans en ég var ekki eini besti vinur hans. Ég held að allir vinir hans hafi verið bestu vinir hans.“ Já Hemmi var annar eigandi Nýlenduvöruverzlunar Hemma og Valda á Laugavegi sem og kaffihússins Tíu dropa, ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavík Backpackers og tölvuþjónustufyrirtækisins Macland. Þá starfaði hann einnig fyrir vefþjónustufyrirtækið Skapalón og var þekktur útvarpsmaður á X-inu 977. „Hann auðgaði hugmyndaflug manns sjálfs“ Hermann Fannar var harður stuðningsmaður FH enda búsettur í Hafnarfirði alla sína tíð og mikill Hafnfirðingur. „Við náttúrulega kynnumst fimmtán ára þannig að ég kynntist mjög mörgum hliðum, við bara ólumst upp saman. Þegar hann deyr þarna 31 árs þá erum við búin að þekkjast í sextán ár. Hann var rosalega góður eiginmaður og faðir og þó það væri svona mikið að gera hjá honum og margt í gangi þá var fjölskyldan númer eitt,“ segir Sara. Hermann og Kristján kynntust þegar þeir unnu saman í félagmiðstöð og tóku sér margt fyrir hendur. Þeir buðu meðal annars fram grínlista í bæjarstjórnarkosningum í Hafnarfirði.Stöð 2 „Þegar við vorum yngri, við fórum rosalega ólíkar áttir, hann byrjar að vinna á X-inu og finnst það spennandi og fer svolítið þá leiðina. Svo náttúrulega byrjar hann að stofna fyrirtæki nítján ára og skólaleiðin var kannski ekki alveg hans. Hann gat alveg lært og hann gat alveg verið í skóla en lífið var bara of spennandi til þess að fara þessa hefðbundnu leið,“ segir Sara og hlær. „Einhvern vegin náðum við alltaf, þessir ólíku karakterar, tempói saman. Við náðum því einhvern vegin alltaf. Hann var bara frábær.“ „Ég kynntist honum sautján, eða hann var sautján og ég er töluvert eldri, fimm árum eldri, kannaðist aðeins við hann. Svo fórum við að vinna saman í félagsmiðstöð og við vorum ekki búnir að vinna mjög lengi saman þegar að við vorum búnir að koma á fót hæfileikakeppni fyrir alla grunnskólanema í Hafnarfirði, sem var ein stærsta hátíðin í Hafnarfirði á þeim tíma og lifði í mörg ár. Við buðum fram í bæjarstjórnarkosningum í Hafnarfirði. Ákváðum bara að bjóða fram svona grínframboð og það munaði tvö hundruð atkvæðum að við fengjum mann inn í bæjarstjórn. Þetta einhvern vegin voru bara hugmyndir sem hann fékk og fólkið í kring um hann, hvað á maður að segja, hann auðgaði hugmyndaflug manns sjálfs,“ segir Kristján. Hermann átti hóp góðra vina sem hann braskaði marg með.Stöð 2 Sem fyrr segir varð Hermann bráðkvaddur en kvöldið sem hann lést hafði hann fundið til einhvers slappleika og því ákveðið að fara út að skokka til að reyna að hrista það af sér. Þegar hann svo ekki kom aftur fór Sara að hafa áhyggjur og á endanum fór móðir Hemma út að leita hans. Hún fann hann þá látinn á hlaupabrautinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Læknar sögðu að samkvæmt öllu hafi Hemmi látist samstundis enda virtist hann hafa dottið beint fram fyrir sig, hendurnar lágu við síðu og hann var með símann í vasanum. Skyndidauði var eina útskýringin sem fékkst en margar ástæður geta legið þar að baki „Hjörtun fara að slá í takt, svo fer hann svona snögglega og hjartað hans bara stoppar og mitt á að halda áfram einhvern vegin“ „Ég held af því að þetta er svona óvænt að þá er rosalega margt ósagt og í daglegu amstri ert þú ekkert að segja allt sem þig langar að segja. Sem þú kannski segir, get ég ímyndað mér að einhverju leiti, þegar þú ferð kannski í gegn um veikindaferli með ástvini. Þannig að það var alveg hrikalega erfitt og að ímynda sér að tíminn stoppaði ekki. Þetta var svo mikið sjokk að þér finnst bara að það er búið að kippa undan þér allt sem þú þekktir í lífinu,“ segir Sara. „Hvernig getur fólk haldið áfram? Hvernig get ég haldið áfram? Hvernig getur lífið haldið áfram sinn vanagang þegar hann er bara farinn svona snöggt og hann fær ekki að segja okkur það sem hann vildi og við ekki við hann.“ „Hjörtun fara að slá í takt, svo fer hann svona snögglega og hjartað hans bara stoppar og mitt á að halda áfram einhvern vegin.“Stöð 2 „Það eru níu ár núna, að vera komin tíu ár, síðan hann féll frá. Það var alveg ofboðslega mikil sorg og mikið högg fyrir okkur sem stóðum honum næst,“ segir Kristján. „Fyrir mig var það mjög erfitt, alveg bara gríðarlega erfitt. Ég held það hafi verið eitt móment í kring um mánuði eftir að hann féll frá þar sem maður sagði við mig: „Þú kemst aldrei yfir sorgina en þú lærir að lifa með henni.“ „Einhvers staðar heyrði ég að þegar fólk er búið að þekkjast lengi og sérstaklega þegar það er kannski saman eða deilir rúmi að þá „hjörtun ykkar fara að slá í takt,“ svo fer hann svona snögglega og hjartað hans bara stoppar og mitt á að halda áfram einhvern vegin. Í einhverjum ryþma sem ég þekki ekki,“ segir Sara. „Þú ferð náttúrulega í gegn um allan tilfinningaskalann en ég man bara að það sem ég hugsaði mjög fljótlega var að börnin mín myndu ekki missa hitt foreldrið sitt úr sorg. Þetta eru það líkamleg einkenni líka og ég er náttúrulega barnshafandi, þetta er það mikið högg þetta er eins og að ímynda sér að klessa á vegg á fullri ferð.“ „Við vorum þrjátíu og eins og það kenndi mér mjög mikið og held ég bara öllum sem voru í kring um hann. Maður er enn þá á þeim tímapunkti lífsins að maður er enn ósigrandi og það var ekkert sem gat komið fyrir. Ég myndi segja að það hafi breytt lífsgildum mínum af því að til hvers er frægð og frami ef þú átt ekki góða vini og fjölskyldu? Hvað er mikilvægt að forgangsraða hlutunum rétt og það að vera með gott fólk í kring um sig og rækta sambandið við það, það gerir maður fyrst,“ segir Úlfur. Geturðu séð fyrir þér hvað Hemmi væri að gera í dag ef hann væri með okkur?„Hann væri ábyggilega búinn að fá, á þessum áratug, allt of margar hugmyndir og ýta allt of mörgum þeirra í framkvæmd. Skynsamlegum eða óskynsamlegum hugmyndum. Ég veit ekki hvort á að kalla þetta ofvirkni eða bara einhvers konar óbilandi sköpunargleði sem hann hafði. Hann þurfti alltaf að gera eitthvað, hafa eitthvað fyrir stafni og ég held hann hafi verið svona frá því hann var barn,“ segir Kristján. „Ég held að hann væri að gera ótrúlega marga skemmtilega hluti, hann var byrjaður að fást við ferðamennsku. Ég held hann hefði haldið áfram að byggja það upp og hópurinn hefði stækkað,“ segir Úlfur. „Hann væri enn þá að reka eitthvað af þessum fyrirtækjum sem hann var með og hann væri stoltur pabbi sinna barna. Hann var bara pabbi barnanna minna og svona ósköp venjulegt daglegt líf en svo einhvern vegin þegar maður lítur til baka þá var hann rosalegur karakter og rosalega mikill drifkraftur og hann væri enn að gera eitthvað frábært.“ Að lokum minnum við á að minningartónleikarnir um Hemma verða haldnir á fertugsafmælisdegi hans þann 22. febrúar næstkomandi. Allur ágóði tónleikanna rennur til Sorgarmiðstöðvarinnar sem er þjónustumiðstöð fyrir syrgjendur og aðstandendur.Þátturinn er í heild sinni aðgengilegur í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Tónlist Mest lesið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Lífið samstarf „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Fleiri fréttir Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Sjá meira
Hermann Fannar Valgarðsson var bráðkvaddur í nóvember mánuði árið 2011 aðeins 31 árs. Hermann, eða Hemmi eins og hann var oftast kallaður, var gríðarlega áberandi persóna sem hafði þrátt fyrir ungan aldur komið víða við í íslensku atvinnu- og skemmtanalífi. Hemmi var giftur Söru Óskarsdóttir og áttu þau saman einn dreng, Loga Þór sem var fjögurra ára þegar pabbi hans dó, en á sama tíma var Sara komin þrjá mánuði á leið með dóttur þeirra, Matthildi. Þann 22. febrúar næstkomandi hefði Hemmi orðið fertugur og hafa fjölskylda hans og vinir ákveðið af því tilefni að efna til minningartónleika sem haldnir verða í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Sest var niður í vikunni í Íslandi í dag með fjölskyldunni til að minnast Hemma. „Hann náttúrulega var hrikalega skemmtilegur og opinn og vinmargur en kannski það sem snýr helst að mér er að hann var mikill fjölskyldumaður og þó að hann hafi átt mjög fjölbreytt líf og gerði mjög margt á mjög stuttri ævi þá var það líka alltaf fókusinn hjá honum,“ segir Sara Óskarsdóttir, ekkja Hemma. „Fjölskyldan hans er mjög samheldin og já, hann var þessi knúsari og var rosa opinn fyrir fólki. Manni fannst kannski að ástæðan fyrir því að hann náði að tengjast svona mörgum var að hann átti rosa auðvelt með það og ég held að fólki fannst það líka eiga rosa auðvelt með það að einhvern vegin kynnast honum,“ Úlfur segir Hermann hafa átt hersingu vina og þeir hafi allir verið bestu vinir hans.Stöð 2 „Hermann var frábær vinur, alveg stórkostlega skemmtilegur náungi og sérstaklega nú þegar tíminn er svolítið liðinn frá, hvað það var frábært að eiga vin sem í raun og veru kenndi manni hvernig á að vera vinur. Vinátta skiptir gríðarlega miklu máli í þessu lífi og sama hvað maður lærir, þú getur lært allskonar í skóla, en að vita hvernig vinur maður á að vera það er svo mikilvægt. Það var eiginlega það sem að Hermann kenndi,“ segir Úlfar Linnet, vinur Hemma. Allir vinir hans voru bestu vinir hans Eitt helsta einkenni Hemma var hans jákvæða sýn á lífið og ótrúleg lífsgleði. Hann var mikill húmoristi og alltaf með hnyttin svör á höndum í öllum mögulegum aðstæðum. „Í fyrsta lagi er það þessi ofboðslega hlýja sem hann bjó yfir og einhvern vegin hvernig hann hreyf allt með sér, með þessari hlýju. Hann faðmaði fólk, kyssti jafnvel, þegar hann var að hitta það í fyrsta skipti og sló einhvern vegin alltaf vopnin og grímuna úr höndum fólks og það einhvern vegin kom svolítið á það,“ segir Kristján Hjálmarsson, vinur Hemma. „Það er það fyrsta og svo náttúrulega hvað hann var skemmtilegur, óvenju skemmtilegur. Svo er það kannski hvað hann var fáránlega hugmyndaríkur og það sem hann hafði kannski fram yfir svo marga aðra var að hann hafði drifkraftinn líka í að fylgja eftir þessum hugmyndum og fékk fólk með sér í hugmyndirnar, alveg sama hversu klikkaðar þær væru.“ Fjölskyldan var alltaf í fyrsta sæti hjá Hermanni. Hér baðar hann son þeirra Söru.Stöð 2 „Ein skemmtileg minning var að ég bjó sumarlangt í Danmörku, burtu frá mínum gömlu vinum, og svo þegar ég flutti heim þá segir Hermann: „Heyrðu, við erum komnir með húsnæði og við ætlum að búa til heimasíðu fyrir ungt fólk og þú ert með.“ Þegar einhver mætir þér á þennan hátt þá auðvitað er maður með og það er ógeðslega skemmtilegt og þá getur maður byrjað að skapa hluti saman,“ segir Úlfur. Hann segir að Hemmi hafi drifið mannskapinn með sér í verkefnin og hafi meðal annars rekið kaffihús. „Ég man þegar Hermann var að segja mér einmitt: „Heyrðu, við vorum að spá í að stofna kaffihús,“ og ég held að þeir hafi haft húsnæði, þá áttu þeir að hafa það í þrjá mánuði en það var fullkomlega nægur tími til að opna kaffihús og reka, þrír mánuðir. Svo stækkaði það og bjó til eitthvað meira þannig að ég held að ef maður mætir fólki svona þá verður svo mikið til og mikil vinátta,“ bætir Úlfur við. „Þess vegna átti Hermann, ég veit ekki… þúsund vini. Ég var besti vinur hans en ég var ekki eini besti vinur hans. Ég held að allir vinir hans hafi verið bestu vinir hans.“ Já Hemmi var annar eigandi Nýlenduvöruverzlunar Hemma og Valda á Laugavegi sem og kaffihússins Tíu dropa, ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavík Backpackers og tölvuþjónustufyrirtækisins Macland. Þá starfaði hann einnig fyrir vefþjónustufyrirtækið Skapalón og var þekktur útvarpsmaður á X-inu 977. „Hann auðgaði hugmyndaflug manns sjálfs“ Hermann Fannar var harður stuðningsmaður FH enda búsettur í Hafnarfirði alla sína tíð og mikill Hafnfirðingur. „Við náttúrulega kynnumst fimmtán ára þannig að ég kynntist mjög mörgum hliðum, við bara ólumst upp saman. Þegar hann deyr þarna 31 árs þá erum við búin að þekkjast í sextán ár. Hann var rosalega góður eiginmaður og faðir og þó það væri svona mikið að gera hjá honum og margt í gangi þá var fjölskyldan númer eitt,“ segir Sara. Hermann og Kristján kynntust þegar þeir unnu saman í félagmiðstöð og tóku sér margt fyrir hendur. Þeir buðu meðal annars fram grínlista í bæjarstjórnarkosningum í Hafnarfirði.Stöð 2 „Þegar við vorum yngri, við fórum rosalega ólíkar áttir, hann byrjar að vinna á X-inu og finnst það spennandi og fer svolítið þá leiðina. Svo náttúrulega byrjar hann að stofna fyrirtæki nítján ára og skólaleiðin var kannski ekki alveg hans. Hann gat alveg lært og hann gat alveg verið í skóla en lífið var bara of spennandi til þess að fara þessa hefðbundnu leið,“ segir Sara og hlær. „Einhvern vegin náðum við alltaf, þessir ólíku karakterar, tempói saman. Við náðum því einhvern vegin alltaf. Hann var bara frábær.“ „Ég kynntist honum sautján, eða hann var sautján og ég er töluvert eldri, fimm árum eldri, kannaðist aðeins við hann. Svo fórum við að vinna saman í félagsmiðstöð og við vorum ekki búnir að vinna mjög lengi saman þegar að við vorum búnir að koma á fót hæfileikakeppni fyrir alla grunnskólanema í Hafnarfirði, sem var ein stærsta hátíðin í Hafnarfirði á þeim tíma og lifði í mörg ár. Við buðum fram í bæjarstjórnarkosningum í Hafnarfirði. Ákváðum bara að bjóða fram svona grínframboð og það munaði tvö hundruð atkvæðum að við fengjum mann inn í bæjarstjórn. Þetta einhvern vegin voru bara hugmyndir sem hann fékk og fólkið í kring um hann, hvað á maður að segja, hann auðgaði hugmyndaflug manns sjálfs,“ segir Kristján. Hermann átti hóp góðra vina sem hann braskaði marg með.Stöð 2 Sem fyrr segir varð Hermann bráðkvaddur en kvöldið sem hann lést hafði hann fundið til einhvers slappleika og því ákveðið að fara út að skokka til að reyna að hrista það af sér. Þegar hann svo ekki kom aftur fór Sara að hafa áhyggjur og á endanum fór móðir Hemma út að leita hans. Hún fann hann þá látinn á hlaupabrautinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Læknar sögðu að samkvæmt öllu hafi Hemmi látist samstundis enda virtist hann hafa dottið beint fram fyrir sig, hendurnar lágu við síðu og hann var með símann í vasanum. Skyndidauði var eina útskýringin sem fékkst en margar ástæður geta legið þar að baki „Hjörtun fara að slá í takt, svo fer hann svona snögglega og hjartað hans bara stoppar og mitt á að halda áfram einhvern vegin“ „Ég held af því að þetta er svona óvænt að þá er rosalega margt ósagt og í daglegu amstri ert þú ekkert að segja allt sem þig langar að segja. Sem þú kannski segir, get ég ímyndað mér að einhverju leiti, þegar þú ferð kannski í gegn um veikindaferli með ástvini. Þannig að það var alveg hrikalega erfitt og að ímynda sér að tíminn stoppaði ekki. Þetta var svo mikið sjokk að þér finnst bara að það er búið að kippa undan þér allt sem þú þekktir í lífinu,“ segir Sara. „Hvernig getur fólk haldið áfram? Hvernig get ég haldið áfram? Hvernig getur lífið haldið áfram sinn vanagang þegar hann er bara farinn svona snöggt og hann fær ekki að segja okkur það sem hann vildi og við ekki við hann.“ „Hjörtun fara að slá í takt, svo fer hann svona snögglega og hjartað hans bara stoppar og mitt á að halda áfram einhvern vegin.“Stöð 2 „Það eru níu ár núna, að vera komin tíu ár, síðan hann féll frá. Það var alveg ofboðslega mikil sorg og mikið högg fyrir okkur sem stóðum honum næst,“ segir Kristján. „Fyrir mig var það mjög erfitt, alveg bara gríðarlega erfitt. Ég held það hafi verið eitt móment í kring um mánuði eftir að hann féll frá þar sem maður sagði við mig: „Þú kemst aldrei yfir sorgina en þú lærir að lifa með henni.“ „Einhvers staðar heyrði ég að þegar fólk er búið að þekkjast lengi og sérstaklega þegar það er kannski saman eða deilir rúmi að þá „hjörtun ykkar fara að slá í takt,“ svo fer hann svona snögglega og hjartað hans bara stoppar og mitt á að halda áfram einhvern vegin. Í einhverjum ryþma sem ég þekki ekki,“ segir Sara. „Þú ferð náttúrulega í gegn um allan tilfinningaskalann en ég man bara að það sem ég hugsaði mjög fljótlega var að börnin mín myndu ekki missa hitt foreldrið sitt úr sorg. Þetta eru það líkamleg einkenni líka og ég er náttúrulega barnshafandi, þetta er það mikið högg þetta er eins og að ímynda sér að klessa á vegg á fullri ferð.“ „Við vorum þrjátíu og eins og það kenndi mér mjög mikið og held ég bara öllum sem voru í kring um hann. Maður er enn þá á þeim tímapunkti lífsins að maður er enn ósigrandi og það var ekkert sem gat komið fyrir. Ég myndi segja að það hafi breytt lífsgildum mínum af því að til hvers er frægð og frami ef þú átt ekki góða vini og fjölskyldu? Hvað er mikilvægt að forgangsraða hlutunum rétt og það að vera með gott fólk í kring um sig og rækta sambandið við það, það gerir maður fyrst,“ segir Úlfur. Geturðu séð fyrir þér hvað Hemmi væri að gera í dag ef hann væri með okkur?„Hann væri ábyggilega búinn að fá, á þessum áratug, allt of margar hugmyndir og ýta allt of mörgum þeirra í framkvæmd. Skynsamlegum eða óskynsamlegum hugmyndum. Ég veit ekki hvort á að kalla þetta ofvirkni eða bara einhvers konar óbilandi sköpunargleði sem hann hafði. Hann þurfti alltaf að gera eitthvað, hafa eitthvað fyrir stafni og ég held hann hafi verið svona frá því hann var barn,“ segir Kristján. „Ég held að hann væri að gera ótrúlega marga skemmtilega hluti, hann var byrjaður að fást við ferðamennsku. Ég held hann hefði haldið áfram að byggja það upp og hópurinn hefði stækkað,“ segir Úlfur. „Hann væri enn þá að reka eitthvað af þessum fyrirtækjum sem hann var með og hann væri stoltur pabbi sinna barna. Hann var bara pabbi barnanna minna og svona ósköp venjulegt daglegt líf en svo einhvern vegin þegar maður lítur til baka þá var hann rosalegur karakter og rosalega mikill drifkraftur og hann væri enn að gera eitthvað frábært.“ Að lokum minnum við á að minningartónleikarnir um Hemma verða haldnir á fertugsafmælisdegi hans þann 22. febrúar næstkomandi. Allur ágóði tónleikanna rennur til Sorgarmiðstöðvarinnar sem er þjónustumiðstöð fyrir syrgjendur og aðstandendur.Þátturinn er í heild sinni aðgengilegur í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Tónlist Mest lesið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Lífið samstarf „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Fleiri fréttir Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Sjá meira