„Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona“ Andri Eysteinsson skrifar 1. febrúar 2020 14:23 Vala og Siggi, sigurvegarar Allir Geta Dansað. Vísir/Marinó Flóvent Útvarpskonan Vala Eiríks og dansherra hennar, Sigurður Már Atlason báru sigur úr býtum í annarri þáttaröð skemmtiþáttarins Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga á úrslitakvöldinu en dansaðir voru tveir dansar og fengu þau tíu frá öllum þremur dómurunum fyrir bæði atriðin.Siggi og Vala mættu til þeirra Einars og Svavars í morgunþættinum Bakaríinu á Bylgjunni þar sem þau gerðu upp samvinnuna.„Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona, við vorum bara ánægð með að vera komin í úrslitin. Við hefðum labbað sátt frá borði sama hvað. Þetta er ekki það sem við héldum að myndi gerast en við erum mjög glöð að það gerðist,“ sagði Vala um úrslitin en í útsendingunni mátti sjá að úrslitin komu dansparinu mjög á óvart. Umgjörðin í fyrra atriði þeirra Völu og Sigga var glæsileg en þar dönsuðu þau Quickstep með fjölda aukaleikara og leikmuna á gólfinu. „Við ætluðum að byrja með tvo stráka og tvær stelpur með okkur, svo hugsuðum við. Af hverju erum við ekki með hljómsveit líka. Mér fannst það gera atriðið,“ sagði Sigurður Már sem uppljóstraði svo hvernig nemandi Vala sé. „Hún er rosalega opin og líbó. Það er erfitt að vera strangur við hana. Hún hlustar vel og gefst aldrei upp, hún vill aldrei auðvelda hlutina,“ sagði Sigurður Már og sagði Völu ekki taka það í mál að auðvelda atriðið þegar eitthvað gengur ekki vel á æfingum. Keppendur í Allir geta dansað hafa margir hverjir haft orð á því að líðan þeirra hafi stórbatnað við þátttökuna. Vala er sama sinnis. „Ég hef hugsað rosalega vel um mig síðastliðin ár, hreyfingarlega séð, en ég finn gríðarlegan mun. Maður brennir meira og samhliða því drekkur maður meira vatn, borða hollar og sef betur,“ sagði Vala og bætti við að henni hafi aldrei liðið betur í eigin skinni. Mikill tími fór í æfingar en þau Vala og Siggi sögðu að á virkum dögum færu að meðaltali fjórir klukkutímar á dag í æfingar. Þar sem þau séu bæði að vinna á virkum dögum, Vala sem útvarpskona á FM957 og Sigurður sem tölvunarfræðingur, hafi þau ákveðið að taka helgarnar með trompi og hafi æfingarnar þá orðið lengri. Seinna atriði þeirra var Paso Doble við lagið Don‘t let me be misunderstood sem þau dönsuðu einnig í fimmta þætti. Á því augnabliki sem sigurvegararnir voru tilkynntir.Stöð 2 Þrátt fyrir að hafa hlotið fullt hús stiga frá dómurunum, þeim Selmu Björnsdóttur, Kareni Reeve og Jóhanni Gunnari Arnarsyni, var ekkert í hendi þar sem að einkunnir dómara giltu ekki í lokaúrslitum. Þar ræð símakosningin lögum og lofum. Áhorfendur virtust hafa sama dálæti á atriðum Sigurðar og Völu því þau báru sigur úr býtum í símakosningunni og eru því sigurvegarar annarrar þáttaraðar Allir Geta Dansað.Vala hafði orð á því að um væri að ræða fyrsta bikarinn sem hún hafi nokkurn tímann unnið. Í Bakaríinu gekk hún svo langt að segja að hún muni taka bikarinn með sér, hvert sem hún ferð. „Ég ætla að hafa hann með mér allt sem ég fer, í bankann líka,“ sagði Vala Eiríks, sigurvegari Allir Geta Dansað, kampakát og sigurreif á Bylgjunni í morgun. Allir geta dansað Dans Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Útvarpskonan Vala Eiríks og dansherra hennar, Sigurður Már Atlason báru sigur úr býtum í annarri þáttaröð skemmtiþáttarins Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur í gærkvöldi á Stöð 2. Vala og Siggi fengu fullt hús stiga á úrslitakvöldinu en dansaðir voru tveir dansar og fengu þau tíu frá öllum þremur dómurunum fyrir bæði atriðin.Siggi og Vala mættu til þeirra Einars og Svavars í morgunþættinum Bakaríinu á Bylgjunni þar sem þau gerðu upp samvinnuna.„Ég leyfði mér ekki einu sinni að vona, við vorum bara ánægð með að vera komin í úrslitin. Við hefðum labbað sátt frá borði sama hvað. Þetta er ekki það sem við héldum að myndi gerast en við erum mjög glöð að það gerðist,“ sagði Vala um úrslitin en í útsendingunni mátti sjá að úrslitin komu dansparinu mjög á óvart. Umgjörðin í fyrra atriði þeirra Völu og Sigga var glæsileg en þar dönsuðu þau Quickstep með fjölda aukaleikara og leikmuna á gólfinu. „Við ætluðum að byrja með tvo stráka og tvær stelpur með okkur, svo hugsuðum við. Af hverju erum við ekki með hljómsveit líka. Mér fannst það gera atriðið,“ sagði Sigurður Már sem uppljóstraði svo hvernig nemandi Vala sé. „Hún er rosalega opin og líbó. Það er erfitt að vera strangur við hana. Hún hlustar vel og gefst aldrei upp, hún vill aldrei auðvelda hlutina,“ sagði Sigurður Már og sagði Völu ekki taka það í mál að auðvelda atriðið þegar eitthvað gengur ekki vel á æfingum. Keppendur í Allir geta dansað hafa margir hverjir haft orð á því að líðan þeirra hafi stórbatnað við þátttökuna. Vala er sama sinnis. „Ég hef hugsað rosalega vel um mig síðastliðin ár, hreyfingarlega séð, en ég finn gríðarlegan mun. Maður brennir meira og samhliða því drekkur maður meira vatn, borða hollar og sef betur,“ sagði Vala og bætti við að henni hafi aldrei liðið betur í eigin skinni. Mikill tími fór í æfingar en þau Vala og Siggi sögðu að á virkum dögum færu að meðaltali fjórir klukkutímar á dag í æfingar. Þar sem þau séu bæði að vinna á virkum dögum, Vala sem útvarpskona á FM957 og Sigurður sem tölvunarfræðingur, hafi þau ákveðið að taka helgarnar með trompi og hafi æfingarnar þá orðið lengri. Seinna atriði þeirra var Paso Doble við lagið Don‘t let me be misunderstood sem þau dönsuðu einnig í fimmta þætti. Á því augnabliki sem sigurvegararnir voru tilkynntir.Stöð 2 Þrátt fyrir að hafa hlotið fullt hús stiga frá dómurunum, þeim Selmu Björnsdóttur, Kareni Reeve og Jóhanni Gunnari Arnarsyni, var ekkert í hendi þar sem að einkunnir dómara giltu ekki í lokaúrslitum. Þar ræð símakosningin lögum og lofum. Áhorfendur virtust hafa sama dálæti á atriðum Sigurðar og Völu því þau báru sigur úr býtum í símakosningunni og eru því sigurvegarar annarrar þáttaraðar Allir Geta Dansað.Vala hafði orð á því að um væri að ræða fyrsta bikarinn sem hún hafi nokkurn tímann unnið. Í Bakaríinu gekk hún svo langt að segja að hún muni taka bikarinn með sér, hvert sem hún ferð. „Ég ætla að hafa hann með mér allt sem ég fer, í bankann líka,“ sagði Vala Eiríks, sigurvegari Allir Geta Dansað, kampakát og sigurreif á Bylgjunni í morgun.
Allir geta dansað Dans Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira