Þessir listamenn koma fram á Aldrei fór ég suður Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2020 16:30 Nýtt kynningarmyndband frá AFÉS leit dagsins ljós í dag. Mugison, Between Mountains, Páska-Helgi Björns og hljómsveitin ÝR eru meðal þeirra sem koma fram á Aldrei fór ég suður 2020 en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram um páskana næstkomandi, venjum samkvæmt á Ísafirði, 10. og 11. apríl. Hátíðin sem var fyrst haldin árið 2004. Hátíðin fer fram í húsnæði Kampa á Ísafirði, að kvöldi föstudagsins langa og laugardags fyrir páska. Samhliða aðaldagskránni fara fram fjölmargir hliðarviðburðir í sveitarfélaginu sem kynntir verða sérstaklega þegar nær dregur, þar á meðal uppistandskvöld í Ísafjarðarbíói, tónleikar á Suðureyri og Flateyri auk fjölda annarra listviðburða. Þeir sem fram koma á stóra sviðinu eru Moses Hightower, Kælan mikla, Bríet, Auður, K.óla, Mugison, GDRN, Hermigervill, Vök, Hipsumhaps, Kontinuum, sigursveit Músiktilrauna, Helgi Björnsson, Between Mountains, önfirska hljómsveitin Æfing og hin ísfirska og goðsagnakennda hljómsveit ÝR. Það hlýtur að teljast til tíðinda að hljómsveitin ÝR snúi aftur í heimabæinn og komi fram í fyrsta sinn í áratugi. ÝR gaf út hljómplötuna ÝR var það heillin fyrir hartnær 45 árum síðan, lagið „Kanínan” gerði það gott af þeirri plötu og flestir sem þekkja það lag ekki síst eftir að Sálin hans Jóns míns tók það upp á sína arma. Það mætti segja að það sé vestfirsk slagsíða á dagskrá hátíðarinnar en hana prýða nokkrir fánaberar vestfirskrar tónlistar og undirstrika hversu rík tónlistarmenning er að finna á Ísafirði og nágrenni. Má þar nefna súgfirsku sveitina Between Mountains, hinn ísfirska Helga Björns, súðvíska listamanninn Mugison og önfirsku sveitina Æfingu en í henni er m.a. Siggi Björns sem gerði lífstíðarsamning við hátíðina á upphafsárum hennar. Í kynningarmyndbandi sem hátíðin birtir í dag má sjá ýmsa íbúa Ísafjarðarbæjar við sín daglegu störf, þ.m.t. sóknarprestinn, heilbrigðisstarfsfólk, lögregluna, hafnarstjóra, bæjarstjóra, fólk í þjónustu og við rækjuvinnslu. Allt er fólkið að vinna með hljóðfæri á einhvern máta enda má finna tónlistina út um allt í bænum. Hér að neðan má sjá myndbandið. Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Mugison, Between Mountains, Páska-Helgi Björns og hljómsveitin ÝR eru meðal þeirra sem koma fram á Aldrei fór ég suður 2020 en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram um páskana næstkomandi, venjum samkvæmt á Ísafirði, 10. og 11. apríl. Hátíðin sem var fyrst haldin árið 2004. Hátíðin fer fram í húsnæði Kampa á Ísafirði, að kvöldi föstudagsins langa og laugardags fyrir páska. Samhliða aðaldagskránni fara fram fjölmargir hliðarviðburðir í sveitarfélaginu sem kynntir verða sérstaklega þegar nær dregur, þar á meðal uppistandskvöld í Ísafjarðarbíói, tónleikar á Suðureyri og Flateyri auk fjölda annarra listviðburða. Þeir sem fram koma á stóra sviðinu eru Moses Hightower, Kælan mikla, Bríet, Auður, K.óla, Mugison, GDRN, Hermigervill, Vök, Hipsumhaps, Kontinuum, sigursveit Músiktilrauna, Helgi Björnsson, Between Mountains, önfirska hljómsveitin Æfing og hin ísfirska og goðsagnakennda hljómsveit ÝR. Það hlýtur að teljast til tíðinda að hljómsveitin ÝR snúi aftur í heimabæinn og komi fram í fyrsta sinn í áratugi. ÝR gaf út hljómplötuna ÝR var það heillin fyrir hartnær 45 árum síðan, lagið „Kanínan” gerði það gott af þeirri plötu og flestir sem þekkja það lag ekki síst eftir að Sálin hans Jóns míns tók það upp á sína arma. Það mætti segja að það sé vestfirsk slagsíða á dagskrá hátíðarinnar en hana prýða nokkrir fánaberar vestfirskrar tónlistar og undirstrika hversu rík tónlistarmenning er að finna á Ísafirði og nágrenni. Má þar nefna súgfirsku sveitina Between Mountains, hinn ísfirska Helga Björns, súðvíska listamanninn Mugison og önfirsku sveitina Æfingu en í henni er m.a. Siggi Björns sem gerði lífstíðarsamning við hátíðina á upphafsárum hennar. Í kynningarmyndbandi sem hátíðin birtir í dag má sjá ýmsa íbúa Ísafjarðarbæjar við sín daglegu störf, þ.m.t. sóknarprestinn, heilbrigðisstarfsfólk, lögregluna, hafnarstjóra, bæjarstjóra, fólk í þjónustu og við rækjuvinnslu. Allt er fólkið að vinna með hljóðfæri á einhvern máta enda má finna tónlistina út um allt í bænum. Hér að neðan má sjá myndbandið.
Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira