Dagur Arnarsson átti frábæran leik þegar ÍBV lagði Hauka að velli, 36-28, í Olís-deild karla í gær. Þetta var þriðji deildarsigur Eyjamanna í röð.
Dagur skoraði tíu mörk úr tólf skotum, gaf fjórar stoðsendingar og þrjár sendingar sem gáfu vítaköst.
Þetta var annar frábæri leikur Dags í röð. Í sigrinum á Aftureldingu, 26-32, skoraði hann níu mörk úr tólf skotum og gaf þrjár stoðsendingar.
Dagur fékk 10 í sóknareinkunn hjá HB Statz fyrir frammistöðuna í gær og 9,4 í sóknareinkunn gegn Aftureldingu.
Eyjaliðið hefur leikið mun betur eftir áramót en fyrir áramót og þá sérstaklega Dagur.
Í 14 deildarleikjum fyrir áramót var hann með 2,1 mark að meðaltali í leik. Eftir áramót er hann með sjö mörk að meðaltali í leik.
Stoðsendingarnar voru 3,0 að meðaltali í leik fyrir áramót en eru 3,5 eftir áramót. Og töpuðu boltarnir eru nú aðeins 1,5 en voru 2,4 fyrir áramót.
ÍBV er í 6. sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, þremur stigum á eftir toppliði Hauka.
ÍBV 36-28 Haukar
10 mörk (83% skotnýting), 4 stoðsendingar, 3 vítasendingar
Afturelding 26-32 ÍBV
9 mörk (75% skotnýting), 3 stoðsendingar, 1 vítasending
Selfoss 29-36 ÍBV
6 mörk (67% skotnýting), 0 stoðsendingar, 1 vítasending
ÍBV 25-26 Valur
3 mörk (38% skotnýting), 7 stoðsendingar, 2 vítasendingar