Konur innan við þriðjungur þeirra sem stunda vísindarannsóknir Heimsljós kynnir 11. febrúar 2020 11:45 Vísindakonur í Víetnam. UN Women. Konur eru aðeins 30% þeirra sem stunda vísindarannsóknir í heiminum og hlutfall kvenna í raungreinanámi í háskólum er svipað, eða innan við þriðjungur allra háskólanema í raungreinum. Í dag, 11. febrúar, er alþjóðlegur dagur helgaður konum og stúlkum í vísindum. Undanfarinn áratug hefur náðst mikill árangur í menntun stúlkna í heiminum, en þó hallar enn mjög á konur í svokölluðum STEM-greinum eða í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) benda rannsóknir til þess að hefðir og staðalímyndir séu ljón í vegi stúlkna. Helga Bragadóttir prófessor og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrunarstjórnun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala segir í samtali við UNRIC að nokkrar ástæður liggi að baki því að færri konur en karlar hafi farið í raungreinar og vísindi. „Ein þeirra er saga kynjanna og hlutverk konunnar í barneignum og barnauppeldi,” segir Helga. „Öll tækniþekking og í raun öll þekking felur í sér völd. Að halda þekkingu fyrir sig, þ.e. veita ekki öðrum hlutdeild í henni og eða kenna ekki öðrum að skilja og nýta þekkingu sjálfstætt, er valdaaðferð sem hefur verið beitt á konur og aðra hópa.”Stelpudót og strákadótKatrín Lilja Sigurðardóttir kennir efnafræði við Háskóla Íslands og hefur kynnt töfra efnafræði og vísinda fyrir börnum, bæði með Sprengjugengi Háskóla Íslands og í sjónvarpinu með Ævari vísindamanni bendir á rótgrónar staðalímyndir. „Ég trúi því að rót vandans sé sú að staðalímynd vísindamannsins er karlkyns – og að byrjað er að skapa þessa staðalímynd á unga aldri. „Stelpudót“ og „strákadót“ þekkjum við öll en sem betur fer er fólk almennt orðið nokkuð meðvitað um mikilvægi þess að vísinda- og tæknileikföng séu markaðssett fyrir bæði stúlkur og drengi,” segir hún í viðtali við UNRIC. „Það eru sterkar vísbendingar um að uppeldisaðferðir og skilaboð til barna hafi mikil áhrif. Ef skilaboðin og kröfurnar eru að það sé kvenlegt að vera lítt að sér í vísindum og tækni og almennt minna menntaður, hefur það mikil áhrif,” segir Helga Bragadóttir. Rannsóknir benda til að lítill hlutur kvenna í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði megi rekja til afstöðu samfélagsins og fjölskyldna. Drengir séu oft og tíðum hvattir meira til að læra raungreinar á unga aldri og stúlkum talin trú um að þessar greinar séu ókvenlegar. Ekki sé heldur gengið á hólm við staðalímyndir samfélagsins innan skólans. 96% líkur á að fá ekki NóbelUNRIC vitnar í danskan vísindavef sem sagði frá athugun vísindamanna á Nils Bohr-stofnuninni. „Þegar konur voru óvenjusigursælar við veitingu Nóbelsverðlauna 2018 könnuðu þeir fylgni fjölda Nóbela við fjölgun kvenna í æðri rannsóknarstöðum við bandaríska háskóla. Á daginn kom að konum fjölgaði lítið við verðlaunaveitingar þrátt fyrir fjölgun þeirra í þessum eftirsóknarverðu stöðum á meðan starfsbræður þeirra sóttu með reglulegu millibili Nóbela til Stokkhólms. Svo rammt kvað að þessu að niðurstaðan var sú að 96% líkur væru á því að bestu konur vísindaheimsins fengju ekki Nóbel!,“ segir í frétt UNRIC. Antóníó Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í tilefni dagsins að til þess að takast á við áskoranir 21. aldarinnar verði að leysa úr læðingi alla hæfileika. „Til þess að svo megi verða, ber að kasta fyrir róða kynjuðum staðalímyndum. Sverjum þess eiða á þessum alþjóðadegi kvenna og stúlkna í vísindum að binda endi á kynjahallann í vísindum.“ Innri tónlistarkonan- innri vísindakonanUNRIC minnir á að við Íslendingar höfum státað af fjölmörgum framúrskarandi vísindakonum og nefnir í því sambandi Margréti Guðnadóttur veirufræðing (1929-2018). „Sonardóttir hennar Hildur Guðnadóttir hlaut einmitt Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndatónlist á sunnudag og skoraði í þakkarræðu sinni á „stúlkur, konur, mæður, dætur, sem finndu tónlistina ólga inn í sér að leysa hana úr læðingi,” segir í frétt UNRIC sem lýkur á þeim orðum að mörgum áratugum áður hafi amma Hildar á sama hátt hvatt stúlkur til að gefa sinni innri vísindakonu lausan tauminn.Frétt UNRIC er með lengri viðtölum við Helgu Bragadóttur og Katrínu Lilju Sigurðardóttur. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent
Konur eru aðeins 30% þeirra sem stunda vísindarannsóknir í heiminum og hlutfall kvenna í raungreinanámi í háskólum er svipað, eða innan við þriðjungur allra háskólanema í raungreinum. Í dag, 11. febrúar, er alþjóðlegur dagur helgaður konum og stúlkum í vísindum. Undanfarinn áratug hefur náðst mikill árangur í menntun stúlkna í heiminum, en þó hallar enn mjög á konur í svokölluðum STEM-greinum eða í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) benda rannsóknir til þess að hefðir og staðalímyndir séu ljón í vegi stúlkna. Helga Bragadóttir prófessor og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrunarstjórnun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala segir í samtali við UNRIC að nokkrar ástæður liggi að baki því að færri konur en karlar hafi farið í raungreinar og vísindi. „Ein þeirra er saga kynjanna og hlutverk konunnar í barneignum og barnauppeldi,” segir Helga. „Öll tækniþekking og í raun öll þekking felur í sér völd. Að halda þekkingu fyrir sig, þ.e. veita ekki öðrum hlutdeild í henni og eða kenna ekki öðrum að skilja og nýta þekkingu sjálfstætt, er valdaaðferð sem hefur verið beitt á konur og aðra hópa.”Stelpudót og strákadótKatrín Lilja Sigurðardóttir kennir efnafræði við Háskóla Íslands og hefur kynnt töfra efnafræði og vísinda fyrir börnum, bæði með Sprengjugengi Háskóla Íslands og í sjónvarpinu með Ævari vísindamanni bendir á rótgrónar staðalímyndir. „Ég trúi því að rót vandans sé sú að staðalímynd vísindamannsins er karlkyns – og að byrjað er að skapa þessa staðalímynd á unga aldri. „Stelpudót“ og „strákadót“ þekkjum við öll en sem betur fer er fólk almennt orðið nokkuð meðvitað um mikilvægi þess að vísinda- og tæknileikföng séu markaðssett fyrir bæði stúlkur og drengi,” segir hún í viðtali við UNRIC. „Það eru sterkar vísbendingar um að uppeldisaðferðir og skilaboð til barna hafi mikil áhrif. Ef skilaboðin og kröfurnar eru að það sé kvenlegt að vera lítt að sér í vísindum og tækni og almennt minna menntaður, hefur það mikil áhrif,” segir Helga Bragadóttir. Rannsóknir benda til að lítill hlutur kvenna í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði megi rekja til afstöðu samfélagsins og fjölskyldna. Drengir séu oft og tíðum hvattir meira til að læra raungreinar á unga aldri og stúlkum talin trú um að þessar greinar séu ókvenlegar. Ekki sé heldur gengið á hólm við staðalímyndir samfélagsins innan skólans. 96% líkur á að fá ekki NóbelUNRIC vitnar í danskan vísindavef sem sagði frá athugun vísindamanna á Nils Bohr-stofnuninni. „Þegar konur voru óvenjusigursælar við veitingu Nóbelsverðlauna 2018 könnuðu þeir fylgni fjölda Nóbela við fjölgun kvenna í æðri rannsóknarstöðum við bandaríska háskóla. Á daginn kom að konum fjölgaði lítið við verðlaunaveitingar þrátt fyrir fjölgun þeirra í þessum eftirsóknarverðu stöðum á meðan starfsbræður þeirra sóttu með reglulegu millibili Nóbela til Stokkhólms. Svo rammt kvað að þessu að niðurstaðan var sú að 96% líkur væru á því að bestu konur vísindaheimsins fengju ekki Nóbel!,“ segir í frétt UNRIC. Antóníó Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í tilefni dagsins að til þess að takast á við áskoranir 21. aldarinnar verði að leysa úr læðingi alla hæfileika. „Til þess að svo megi verða, ber að kasta fyrir róða kynjuðum staðalímyndum. Sverjum þess eiða á þessum alþjóðadegi kvenna og stúlkna í vísindum að binda endi á kynjahallann í vísindum.“ Innri tónlistarkonan- innri vísindakonanUNRIC minnir á að við Íslendingar höfum státað af fjölmörgum framúrskarandi vísindakonum og nefnir í því sambandi Margréti Guðnadóttur veirufræðing (1929-2018). „Sonardóttir hennar Hildur Guðnadóttir hlaut einmitt Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndatónlist á sunnudag og skoraði í þakkarræðu sinni á „stúlkur, konur, mæður, dætur, sem finndu tónlistina ólga inn í sér að leysa hana úr læðingi,” segir í frétt UNRIC sem lýkur á þeim orðum að mörgum áratugum áður hafi amma Hildar á sama hátt hvatt stúlkur til að gefa sinni innri vísindakonu lausan tauminn.Frétt UNRIC er með lengri viðtölum við Helgu Bragadóttur og Katrínu Lilju Sigurðardóttur. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent