Faðir Hildar telur hana slá nýjan tón í kvikmyndatónlist Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. febrúar 2020 12:01 Hildur Guðnadóttir með verðlaun sín. Bandaríski leikstjórinn Spike Lee klappar henni lof í lófa. Getty/Richard Harbaugh Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. „Þetta var smá sjokk, kom svolítið á óvart en svo sem alveg viðbúið þannig. En kemur samt skemmtilega og þægilega á óvart. Maður býst aldrei við neinu svona. Hollywood hefur sína hentisemi og maður gat allt eins búið við því að röðin væri komin að einhverjum öðrum. En þetta var frábært,“ segir Guðni. Hann segist vinna hér á landi og því fylgjast með vegferð Hildar úr nokkurri fjarlægð. „En við erum í góðu sambandi. Hún er með þessi tvö stóru verkefni á árinu og eins og þetta sé eðlilegt framhald af því, þegar bransinn fer að klóra sér, kemur í ljós að hún er með svo falleg og stór verkefni sem fleyta henni áfram í þetta. “ Sterkur karakter sé á tónlist Hildar. Guðni Franzson, annar frá vinstri, veitti Bjartsýnisverðlaunum viðtöku fyrir hönd Hildar í janúar. Með honum á myndinni eru Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Sigurður Þór Ásgeirsson.ISAL „Hennar tónlist þekkist vel, stingur alltaf út. Það má segja að hún sé fulltrúi sinnar kynslóðar. Lína sem hefur verið að vaxa síðustu ár. Hún kemur úr noisinu og bróminu og öllu þessu, en samt lírísk og tilfinningarík. Ég upplifi að það sé svolítið 21. öldin að taka yfir. Það tekur tíma að ganga inn í öldina og nú er kominn einhver svona 21. aldar tónn og Hildur á fallegar línur á þessari öld, sem verða alltaf hennar og eru mjög skýr höfundareinkenni.“ Baðherbergissenan í Jókernum er líklega sú sem flestir tengja við en þar leikur sellóið stórt hlutverk. „Selló hefur alltaf verið hennar rödd. Stundum felur hún það, í Tjernóbyl notar hún eiginlega ekkert selló, en þetta er eiginlega hennar hljóð - hennar rödd. Leiðir Jókerinn svolítið áfram. Verður svona leiðarstef. Svolítið framhald af henni. Joaquin Phoenix - það er eins og hann falli inn í hennar rödd. Það er mjög sterkt og kannski það akkurat sem setur þetta á þennan stall - heldur en það sem hinir strákarnir hafa verið að gera. Hvort sem það er Williams eða annað þá er það kannski ekki jafndjúpt persónulegt eins og hún gerði.“ Guðni bendir á að Hildur nálgist verkefni sín á mjög persónulegan hátt og sé nú að uppskera. „Það er kannski nýtt sjónarhorn á kvikmyndatónlist. Hún fer mjög persónulega að þessu í stað þess að fara svona iðnaðarleiðina eins og er gjarnan gert. Það er kannski nýr tónn í þessu öllu saman.“ Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Guðni Franzson, klarinettuleikari og faðir Hildar Guðnadóttur, sat límdur við sjónvarpsskjáinn í Stykkishólmi á fjórða tímanum í nótt þegar ljóst varð að Ísland hafði eignast sinn fyrsta Óskarsverðlaunahafa. „Þetta var smá sjokk, kom svolítið á óvart en svo sem alveg viðbúið þannig. En kemur samt skemmtilega og þægilega á óvart. Maður býst aldrei við neinu svona. Hollywood hefur sína hentisemi og maður gat allt eins búið við því að röðin væri komin að einhverjum öðrum. En þetta var frábært,“ segir Guðni. Hann segist vinna hér á landi og því fylgjast með vegferð Hildar úr nokkurri fjarlægð. „En við erum í góðu sambandi. Hún er með þessi tvö stóru verkefni á árinu og eins og þetta sé eðlilegt framhald af því, þegar bransinn fer að klóra sér, kemur í ljós að hún er með svo falleg og stór verkefni sem fleyta henni áfram í þetta. “ Sterkur karakter sé á tónlist Hildar. Guðni Franzson, annar frá vinstri, veitti Bjartsýnisverðlaunum viðtöku fyrir hönd Hildar í janúar. Með honum á myndinni eru Vigdís Finnbogadóttir, Guðni Th. Jóhannesson og Sigurður Þór Ásgeirsson.ISAL „Hennar tónlist þekkist vel, stingur alltaf út. Það má segja að hún sé fulltrúi sinnar kynslóðar. Lína sem hefur verið að vaxa síðustu ár. Hún kemur úr noisinu og bróminu og öllu þessu, en samt lírísk og tilfinningarík. Ég upplifi að það sé svolítið 21. öldin að taka yfir. Það tekur tíma að ganga inn í öldina og nú er kominn einhver svona 21. aldar tónn og Hildur á fallegar línur á þessari öld, sem verða alltaf hennar og eru mjög skýr höfundareinkenni.“ Baðherbergissenan í Jókernum er líklega sú sem flestir tengja við en þar leikur sellóið stórt hlutverk. „Selló hefur alltaf verið hennar rödd. Stundum felur hún það, í Tjernóbyl notar hún eiginlega ekkert selló, en þetta er eiginlega hennar hljóð - hennar rödd. Leiðir Jókerinn svolítið áfram. Verður svona leiðarstef. Svolítið framhald af henni. Joaquin Phoenix - það er eins og hann falli inn í hennar rödd. Það er mjög sterkt og kannski það akkurat sem setur þetta á þennan stall - heldur en það sem hinir strákarnir hafa verið að gera. Hvort sem það er Williams eða annað þá er það kannski ekki jafndjúpt persónulegt eins og hún gerði.“ Guðni bendir á að Hildur nálgist verkefni sín á mjög persónulegan hátt og sé nú að uppskera. „Það er kannski nýtt sjónarhorn á kvikmyndatónlist. Hún fer mjög persónulega að þessu í stað þess að fara svona iðnaðarleiðina eins og er gjarnan gert. Það er kannski nýr tónn í þessu öllu saman.“
Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira