Lífið

Stöð 2 færir Ljósinu símatekjur úr Allir geta dansað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auðunn Blöndal, Sigrún Ósk, Eva Georgs og Þórhallur Gunnarsson afhentu Ljósinu ágóðan af símakosningunni í dag.
Auðunn Blöndal, Sigrún Ósk, Eva Georgs og Þórhallur Gunnarsson afhentu Ljósinu ágóðan af símakosningunni í dag. vísir/vilhelm

Í lokaþætti Allir geta dansað söfnuðust tæplega fjórar milljónir í gegnum símakosningu sem Stöð 2 færir Ljósinu sem er endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Þetta er hæsta upphæð sem hefur safnast í einum þætti þessarar vinsælu þáttaraðar.

Allir geta dansað var einn vinsælasti sjónvarpsþáttur vetrarins og fékk lokaþátturinn gríðarlega mikið áhorf.

Alls voru átta þættir þar sem pörin kepptu um hylli þjóðarinnar sem greiddi atkvæði með sínu danspari í símakosningu. Alls voru sjö góðgerðarfélög sem nutu góðs af símakosningum en Vodafone, Síminn, Hringdu og Stöð 2 gáfu öll sinn hlut til þeirra.

„Það er okkur sönn ánægja að afhenda Ljósinu fjármuni sem söfnuðust í lokaþættinum. Þar skiptir sköpum að nánast öll símafyrirtækin voru tilbúin að gefa sinn til hlut til góðgerðamála. Við erum þakklát öllum þeim sem tóku þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur og erum innilega glöð að þessi góðu málefni njóti góðs af,” segja Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla, og Eva Georgs. Ásudóttir, framleiðslustjóri Stöðvar 2.

„Við í Ljósinu erum virkilega þakklát fyrir þennan mikla styrk sem kemur á besta tíma, nú þegar við erum að leggja lokahönd á stækkun á húsnæðinu okkar. Undanfarin misseri hefur orðið gríðarleg aukning í endurhæfingunni okkar og því mun þessi styrkur koma að mjög góðum notum.Við vitum að margar fjölskyldur sem tengjast endurhæfingu Ljóssins hringdu oftar en einu sinni vitandi það að þeir væru með því að leggja Ljósinu lið.Við sendum öllum þeim sem kusu í lokaþætti Allir geta dansað, framleiðendum og auðvitað öllum dansandi stjörnunum okkar allra bestu þakkir,“Erna Magnúsdóttirforstöðukona Ljóssins, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.