Lífið

Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó

Kristján Már Unnarsson skrifar
Jón Ingvar Hilmarsson aflakóngur á bryggjunni á Djúpavogi.
Jón Ingvar Hilmarsson aflakóngur á bryggjunni á Djúpavogi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 var rætt við Jón Ingvar á bryggjunni þegar hann kom inn til löndunar á dragnótabátnum Tjálfa ásamt föður sínum, Hilmari Jónssyni.

Á strandveiðunum í sumar reri Jón Ingvar hins vegar á minni bát, Birtu SU. Aflinn reyndist 52,4 tonn í 46 róðrum, þrátt fyrir leiðindasumar, brælu nánast upp á hvern einasta dag, eins og hann lýsti í spjalli á síðu smábátaeigenda.

Jón Ingvar og faðir hans, Hilmar Jónsson, sem sést í dyragættinni um borð í Tjálfa SU.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Þegar Jón Ingvar var spurður um hver væri galdurinn á bak við það að verða aflakóngur var svarið þetta:

„Er það ekki bara að fara á sjó?“

Hér má sjá kafla úr þættinum Um land allt:


Tengdar fréttir

Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds

Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.