Lífið

Sænskir áhrifavaldar að missa sig yfir Daða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið fjör í kringum Daða Frey hjá sænskum áhrifavöldum.
Mikið fjör í kringum Daða Frey hjá sænskum áhrifavöldum.

Svo virðist sem sænskir áhrifavaldar séu hreinlega að missa sig yfir lagi Daða Freys og Gagnamagninu í Söngvakeppninni og má það rekja til áhuga Söru Linderholm á bandinu.

Sara er með um 130 þúsund fylgjendur á Instagram og hefur hún deilt myndböndum af sér að dansa og syngja með laginu Think about things.

Daði Freyr og Gagnamagnið taka þátt á úrslitakvöldinu í Laugardalshöllinni á laugardaginn og telja veðbankar að líklegast sé að sveitin fari alla leið og verði framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí.

Eftir að Sara Linderholm byrjaði að deila áhuga sínum á laginu fóru fleiri sænskir áhrifavaldar að opna sig um áhuga sinn á atriðinu í kjölfarið, og margir þeirra flytja bút úr laginu á hljóðfæri.

Hér að neðan má sjá samantekt Söru frá myndböndum sem hún setti inn eða var merkt á á Instagram. Þar sendir Daði sjálfur henni meðal annars kveðju.

 
 
 
View this post on Instagram

IT WAS A GREAT MONDAY Dadi Freyr - Think About Things

A post shared by Sara 'Songbird' Linderholm (@sarasongbird) on Feb 24, 2020 at 12:57pm PST






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.