Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 16:25 Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, fór fyrir sendinefnd Íslands. Vísir/Vilhelm Fundur íslenskrar sendinefndar með FATF, samtökum sem berjast gegn peningaþvætti, vegna veru Íslands á gráum lista gekk vel að sögn saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. Hann segir afar brýnt að félög gangi frá skráningu raunverulegra eigenda fyrir mánaðamót þegar ófullnægjandi skráning fer að varða sektum. Sú skráning hefur jafnframt áhrif á veru Íslands á listanum.Sjá einnig: Ísland áfram á gráa listanum Ísland lenti á listanum í október í fyrra hafa stjórnvöld unnið hörðum höndum að því að laga þá þætti sem útaf standa hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, fór fyrir sendinefnd Íslands sem nýverið kom til baka frá París þar sem hún fundaði með FATF um stöðuna. Hann segir fundinn hafa gegnið ágætlega. „Það var farið yfir þann framgang sem hefur átt sér stað eftir að við fengum aðgerðaáætlun frá FATF í október síðastliðnum til að bregðast við. Það var farið yfir þann framgang á fundinum og gekk vel,“ segir Björn. Hingað þurfi að koma sendinefnd til að gera úttekt áður en unnt verður að taka Ísland af þessum gráa lista. „Áður en það gerist þurfum við að uppfylla allar þær aðgerðir sem fram koma í aðgerðaráætluninn og það getur væntanlega orðið, vonum við, núna í maí þannig að á júnífundinum það verður væntanlega ákveðið þá að það komi þá sendinefnd til okkar í kjölfarið. Við vonumst þá til að á októberfundinum, á fundi FATF í október, að þá verðum við tekin af gráa listanum,“ segir Björn. Það sem helst einna helst standi enn út af sé að lokið verði við skráning raunverulegra eigenda félaga. „Stjórnvöld geta ekki klára það sjálf heldur þurfa raunverulegir eigendur félaga að bregðast við og skrá félög sín hjá Skattinum. Og ég skora á þá að fara núna á heimasíðu Skattsins og kynna sér það áður en að farið verður að beita sektum núna í mars,“ útskýrir Björn. Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39 Slæm útkoma í úttekt og orðspor Íslands vógu þyngra en aðgerðir stjórnvalda gegn peningaþvætti Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. 2. desember 2019 17:02 Ísland áfram á gráa listanum Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. 24. febrúar 2020 14:29 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Fundur íslenskrar sendinefndar með FATF, samtökum sem berjast gegn peningaþvætti, vegna veru Íslands á gráum lista gekk vel að sögn saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. Hann segir afar brýnt að félög gangi frá skráningu raunverulegra eigenda fyrir mánaðamót þegar ófullnægjandi skráning fer að varða sektum. Sú skráning hefur jafnframt áhrif á veru Íslands á listanum.Sjá einnig: Ísland áfram á gráa listanum Ísland lenti á listanum í október í fyrra hafa stjórnvöld unnið hörðum höndum að því að laga þá þætti sem útaf standa hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, fór fyrir sendinefnd Íslands sem nýverið kom til baka frá París þar sem hún fundaði með FATF um stöðuna. Hann segir fundinn hafa gegnið ágætlega. „Það var farið yfir þann framgang sem hefur átt sér stað eftir að við fengum aðgerðaáætlun frá FATF í október síðastliðnum til að bregðast við. Það var farið yfir þann framgang á fundinum og gekk vel,“ segir Björn. Hingað þurfi að koma sendinefnd til að gera úttekt áður en unnt verður að taka Ísland af þessum gráa lista. „Áður en það gerist þurfum við að uppfylla allar þær aðgerðir sem fram koma í aðgerðaráætluninn og það getur væntanlega orðið, vonum við, núna í maí þannig að á júnífundinum það verður væntanlega ákveðið þá að það komi þá sendinefnd til okkar í kjölfarið. Við vonumst þá til að á októberfundinum, á fundi FATF í október, að þá verðum við tekin af gráa listanum,“ segir Björn. Það sem helst einna helst standi enn út af sé að lokið verði við skráning raunverulegra eigenda félaga. „Stjórnvöld geta ekki klára það sjálf heldur þurfa raunverulegir eigendur félaga að bregðast við og skrá félög sín hjá Skattinum. Og ég skora á þá að fara núna á heimasíðu Skattsins og kynna sér það áður en að farið verður að beita sektum núna í mars,“ útskýrir Björn.
Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39 Slæm útkoma í úttekt og orðspor Íslands vógu þyngra en aðgerðir stjórnvalda gegn peningaþvætti Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. 2. desember 2019 17:02 Ísland áfram á gráa listanum Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. 24. febrúar 2020 14:29 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47
Vonar að Ísland komist af gráum lista í október Vera Íslands á gráa listanum hefur að sögn Seðlabanka Íslands enn sem komið er ekki haft áhrif á starfsemi aðila á borð við tryggingafélög og lífeyrissjóði á Íslandi. 29. janúar 2020 11:39
Slæm útkoma í úttekt og orðspor Íslands vógu þyngra en aðgerðir stjórnvalda gegn peningaþvætti Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. 2. desember 2019 17:02
Ísland áfram á gráa listanum Ísland verður áfram á gráum peningaþvættislista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) fram í júní hið minnsta. 24. febrúar 2020 14:29