Örlagaríkt rifrildi við Victoriu Beckham Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 20:00 Mel C, eða Sporty Spice, og Victoria Beckham, eða Posh Spice, þegar vinsældir Kryddpíanna stóðu sem hæst. Vísir/getty Kryddpían Melanie Chisholm, sem þekktust er undir nafninu Mel C, segist hafa glímt við átröskun og þunglyndi eftir rifrildi við Victoru Beckham, annan meðlim Kryddpíanna, á tíunda áratugnum. Mel C var næstum rekin úr hljómsveitinni vegna málsins á sínum tíma. Mel C ræddi umrætt atvik í samtali við Guardian í fyrra. Þeim Beckham lenti saman á Brit-verðlaununum árið 1996 og lýsti Mel C því að hún hefði sagt Beckham að „fara til andskotans“ umrætt kvöld. Mel C tjáði sig frekar um atvikið og eftirköst þess í viðtali á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í dag. Þar sagði hún að henni hefði verið tjáð að ef hún hegðaði sér aftur með þessum hætti yrði hún rekin úr hljómsveitinni. Þetta hafi reynst henni þungbært. „Ég held að þetta hafi að hluta til verið upphaf vandamála minna vegna þess að ég varð að vera mjög, mjög ströng við sjálfa mig. Ég gat ekki leyft mér að slaka á vegna þess að ef ég gerði það gæti ég eyðilagt allt.“ Kryddpíurnar árið 1997.Vísir/getty Þá beygði Mel C af þegar hún lýsti því að hún hefði þróað með sér þunglyndi og átröskun þegar hún starfaði með hljómsveitinni. „Ég fór úr því að vera með lystarstol og í það að vera með lotugræðgi. Ég fór til heimilislæknisins míns og var greind með þunglyndi. Þá var þungu fargi af mér létt.“ Hljómsveitin Spice Girls, eða Kryddpíurnar upp á íslensku, var stofnuð árið 1994. Geri Halliwell sagði skilið við sveitina árið 1998 og Mel C sagði það hafa reynst sér, og hinum hljómsveitarmeðlimunum, afar erfitt. Kryddpíurnar hafa komið saman aftur í gegnum árin, nú síðast á tónleikaferðalagi í fyrra. Bretland Tónlist Tengdar fréttir Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls Geri Horner, betur þekkt sem "Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. 16. júní 2019 19:59 Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum Hljómsveitin GRL PWR stendur fyrir Spice Girls tónleikum á Gauknum og Græna hattinum þar sem öllu verður tjaldað til en Elísabet Ormslev lofar brjálaðri nostalgíu. 14. júní 2019 08:15 Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum. 26. júní 2019 15:15 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sjá meira
Kryddpían Melanie Chisholm, sem þekktust er undir nafninu Mel C, segist hafa glímt við átröskun og þunglyndi eftir rifrildi við Victoru Beckham, annan meðlim Kryddpíanna, á tíunda áratugnum. Mel C var næstum rekin úr hljómsveitinni vegna málsins á sínum tíma. Mel C ræddi umrætt atvik í samtali við Guardian í fyrra. Þeim Beckham lenti saman á Brit-verðlaununum árið 1996 og lýsti Mel C því að hún hefði sagt Beckham að „fara til andskotans“ umrætt kvöld. Mel C tjáði sig frekar um atvikið og eftirköst þess í viðtali á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í dag. Þar sagði hún að henni hefði verið tjáð að ef hún hegðaði sér aftur með þessum hætti yrði hún rekin úr hljómsveitinni. Þetta hafi reynst henni þungbært. „Ég held að þetta hafi að hluta til verið upphaf vandamála minna vegna þess að ég varð að vera mjög, mjög ströng við sjálfa mig. Ég gat ekki leyft mér að slaka á vegna þess að ef ég gerði það gæti ég eyðilagt allt.“ Kryddpíurnar árið 1997.Vísir/getty Þá beygði Mel C af þegar hún lýsti því að hún hefði þróað með sér þunglyndi og átröskun þegar hún starfaði með hljómsveitinni. „Ég fór úr því að vera með lystarstol og í það að vera með lotugræðgi. Ég fór til heimilislæknisins míns og var greind með þunglyndi. Þá var þungu fargi af mér létt.“ Hljómsveitin Spice Girls, eða Kryddpíurnar upp á íslensku, var stofnuð árið 1994. Geri Halliwell sagði skilið við sveitina árið 1998 og Mel C sagði það hafa reynst sér, og hinum hljómsveitarmeðlimunum, afar erfitt. Kryddpíurnar hafa komið saman aftur í gegnum árin, nú síðast á tónleikaferðalagi í fyrra.
Bretland Tónlist Tengdar fréttir Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls Geri Horner, betur þekkt sem "Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. 16. júní 2019 19:59 Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum Hljómsveitin GRL PWR stendur fyrir Spice Girls tónleikum á Gauknum og Græna hattinum þar sem öllu verður tjaldað til en Elísabet Ormslev lofar brjálaðri nostalgíu. 14. júní 2019 08:15 Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum. 26. júní 2019 15:15 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sjá meira
Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls Geri Horner, betur þekkt sem "Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. 16. júní 2019 19:59
Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum Hljómsveitin GRL PWR stendur fyrir Spice Girls tónleikum á Gauknum og Græna hattinum þar sem öllu verður tjaldað til en Elísabet Ormslev lofar brjálaðri nostalgíu. 14. júní 2019 08:15
Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum. 26. júní 2019 15:15