Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2020 14:00 Thomas Lundin og listafólkið sem keppir til úrslita í Söngvakeppninni á laugardag. Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segir það aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Söngvakeppninnar og nú. Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. Hann segir að þó að öll lögin fimm sem keppi til úrslita nú séu góð þá sé það eitt lag sem beri höfuð og herðar yfir hin. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í Eurovision. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas hefur í dómum sínum reynst sannspár, en þannig spáði Svölu Björgvins og laginu Paper sigri árið 2017, Ara Ólafssyni og laginu Our Choice sigri árið 2018 og Hatara og Hatrið mun sigra á síðasta ári. Thomas Lundin starfar meðal annars sem söngvari.Mynd/Cata Portin Heillast enn á ný af Íslendingum Thomas Lundin segist enn á ný heillast af gæðum íslensku Söngvakeppninnar. „Svakalega vel pródúseruð lög og duglegir söngvarar og söngkonur. Það sem heillaði mig mest er þessi ótrúlega breidd í úrslitunum. Öll fimm lögin eru einstök – ekkert þeirra minnir á annað. Strax eftir fyrstu hlustun finnst manni lögin skýr og það er auðvelt að muna eftir þeim. Það er oft þannig í þessum söngvakeppnum að lögin líkjast hvert öðru þannig að maður nær engu gripi utan um þau og á erfitt að skilja í sundur,“ segir Thomas. Ekki þörf á „skömmustukodda“ í sófanum, sama hvað gerist Thomas segir Íslendinga geta verið stolta af öllum lögunum og að öll þeirra geti verið verðugur fulltrúi Íslendinga í Rotterdam. Ekki sé þörf fyrir Íslendinga að fela sig á bakvið „skömmustukodda“ heima í sófanum þegar kemur að stóru stundinni. Hann segir að þrátt fyrir öll þessi fínu lög þá eigi hann sér uppáhaldslag í keppninni í ár. Hafi hann aldrei staðið frammi fyrir eins auðveldu vali þegar kemur að því að spá fyrir um sigurvegara öll þau ár sem Vísir hefur leitað til hans til að fá álit hans sem erlends Eurovision-sérfræðings. „Ég trúi ekki öðru en að Daði og Gagnamagnið taki þetta ár. Og með yfirburðum. Þetta atriði er með allt! Mögulega hefði viðlagið getað verið sterkara, en á einhvern undarlegan máta er það einmitt einn af styrkleikum lagsins. Að það sé ekki með skýrt popplagsviðlag,“ segir Thomas. Kaldhæðnin framkvæmd með hlýju Thomas segist elska lit- og fagurfræðina í atriði sveitarinnar. „Sviðsetningin er einföld, skilvirk og skemmtileg! Kaldhæðnin sem gegnsýrir atriðið er framkvæmd með hlýju. Söngvarinn syngur mjög vel. Ég giska á og vona að Daði og Gagnamagnið vinni Söngvakeppnina 2020.“ Thomas segir að hann spái lagi Ísoldar og Helgu, Meet Me Halfway, öðru sæti. „Flott lag sem vex með hverri hlustun. Flutningurinn er flottur en lagið ef til vill of lítt einkennandi til að ná árangri í Rotterdam. Ég held hins vegar að Daði og Gagnamagnið eigi góða möguleika á að komast upp úr undanriðlinum og í úrslit Eurovision í maí.“ Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag, en Eurovision-keppnin sjálf fer fram í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. Mun Ísland keppa á síðara undanúrslitakvöldinu, það er fimmtudaginn 14. maí. Að neðan má hlusta á hin þrjú lögin sem keppa til úrslita á laugardaginn. Dimma - Almyrkvi Íva - Oculis Videre Nína - Ekkó Eurovision Íslandsvinir Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Sjá meira
Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segir það aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Söngvakeppninnar og nú. Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. Hann segir að þó að öll lögin fimm sem keppi til úrslita nú séu góð þá sé það eitt lag sem beri höfuð og herðar yfir hin. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í Eurovision. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas hefur í dómum sínum reynst sannspár, en þannig spáði Svölu Björgvins og laginu Paper sigri árið 2017, Ara Ólafssyni og laginu Our Choice sigri árið 2018 og Hatara og Hatrið mun sigra á síðasta ári. Thomas Lundin starfar meðal annars sem söngvari.Mynd/Cata Portin Heillast enn á ný af Íslendingum Thomas Lundin segist enn á ný heillast af gæðum íslensku Söngvakeppninnar. „Svakalega vel pródúseruð lög og duglegir söngvarar og söngkonur. Það sem heillaði mig mest er þessi ótrúlega breidd í úrslitunum. Öll fimm lögin eru einstök – ekkert þeirra minnir á annað. Strax eftir fyrstu hlustun finnst manni lögin skýr og það er auðvelt að muna eftir þeim. Það er oft þannig í þessum söngvakeppnum að lögin líkjast hvert öðru þannig að maður nær engu gripi utan um þau og á erfitt að skilja í sundur,“ segir Thomas. Ekki þörf á „skömmustukodda“ í sófanum, sama hvað gerist Thomas segir Íslendinga geta verið stolta af öllum lögunum og að öll þeirra geti verið verðugur fulltrúi Íslendinga í Rotterdam. Ekki sé þörf fyrir Íslendinga að fela sig á bakvið „skömmustukodda“ heima í sófanum þegar kemur að stóru stundinni. Hann segir að þrátt fyrir öll þessi fínu lög þá eigi hann sér uppáhaldslag í keppninni í ár. Hafi hann aldrei staðið frammi fyrir eins auðveldu vali þegar kemur að því að spá fyrir um sigurvegara öll þau ár sem Vísir hefur leitað til hans til að fá álit hans sem erlends Eurovision-sérfræðings. „Ég trúi ekki öðru en að Daði og Gagnamagnið taki þetta ár. Og með yfirburðum. Þetta atriði er með allt! Mögulega hefði viðlagið getað verið sterkara, en á einhvern undarlegan máta er það einmitt einn af styrkleikum lagsins. Að það sé ekki með skýrt popplagsviðlag,“ segir Thomas. Kaldhæðnin framkvæmd með hlýju Thomas segist elska lit- og fagurfræðina í atriði sveitarinnar. „Sviðsetningin er einföld, skilvirk og skemmtileg! Kaldhæðnin sem gegnsýrir atriðið er framkvæmd með hlýju. Söngvarinn syngur mjög vel. Ég giska á og vona að Daði og Gagnamagnið vinni Söngvakeppnina 2020.“ Thomas segir að hann spái lagi Ísoldar og Helgu, Meet Me Halfway, öðru sæti. „Flott lag sem vex með hverri hlustun. Flutningurinn er flottur en lagið ef til vill of lítt einkennandi til að ná árangri í Rotterdam. Ég held hins vegar að Daði og Gagnamagnið eigi góða möguleika á að komast upp úr undanriðlinum og í úrslit Eurovision í maí.“ Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag, en Eurovision-keppnin sjálf fer fram í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. Mun Ísland keppa á síðara undanúrslitakvöldinu, það er fimmtudaginn 14. maí. Að neðan má hlusta á hin þrjú lögin sem keppa til úrslita á laugardaginn. Dimma - Almyrkvi Íva - Oculis Videre Nína - Ekkó
Eurovision Íslandsvinir Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp